Stjórn skíðasvæðis - 1. fundur - 26. október 2006

     Á fundinn mættu undirritaðir. 


Fundargerð ritaði Jón Páll Hreinsson.


 


Þetta var gert:1. Kosning fundarritara.


Fundarritari var kosinn Jón Páll Hreinsson.2. Hlutverk nefndarinnar.


Lögð voru fram drög að erindisbréfi stjórnar Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.


Drögin yfirfarin og samþykkt að Steingrímur, Jón Páll og Jón yfirfari hlutverk stjórnarinnar í samræmi við umræður, sem fram fóru á fundinum. Þeir leggi fullunnið erindisbréf fyrir næsta bæjarráðsfund.


Farið var yfir tilgang og hlutverki stjórnarinnar. Rætt var mikilvægi þess að stjórnin fái skýrt umboð frá Ísafjarðarbæ, um hvernig rekstur og uppbygging svæðisins fari fram og hvert umfang aðgerða stjórnar geti orðið.3. Önnur mál.


a. Samkvæmt skýrslu nefndar um rekstur og þjónustu skíðasvæðis í Tungu- og Seljalandsdal frá því í maí s.l., er gert ráð fyrir umtalsverðu fjármagni í uppbyggingu skíðasvæðisins.


Stjórnin beinir því til bæjarráðs að hún veiti stjórninni umboð til að vinna að uppbyggingu svæðisins samkvæmt skýrslu þjónustunefndar.


b. Ákveðið var að öll nefndin, aðal- og varamenn, kæmi næst saman fimmtudaginn 16. nóvember n.k. klukkan 12:00 í Gamla apótekinu.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:10.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.     


Haraldur Tryggvason.


Jón Páll Hreinsson.     


Hermann Hermansson.


Arna Lára Jónsdóttir.      


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?