Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins - 4. fundur - 11. maí 2012

 Þetta var gert:

 

1.                  Íbúafundur, undirbúningur og val á málaflokkum. 2012-04-0002.

Gísli Halldór Halldórsson, formaður, reifaði þær hugmyndir sem þegar eru komnar á blað í 4. liðum til framsetningar á íbúafundi.

Elísabet Gunnarsdóttir ræddi um og lagði áherslu á að fundinum yrði tryggt að fá fólk á öllum aldurskeiðum til að fá sem flest sjónarmið. Elísabet ræddi einnig um allskonar hliðarverkefni sem bæri að huga að ásamt uppbyggingu á bátaðstöðu á Pollinum.

Guðmundur, hafnarstjóri, sagði frá áhuga Siglingastofnunar varðandi aðkomu að verkefninu á síðri stigum.

Elísabet leggur áherslu á að draga að ungliðahreyfingar til skrafs og ráðagerðar í undirbúningi.

Rætt er um að starfsmenn Ísafjarðarbæjar geri beinagrind að umræðugrundvöllum umræðna á íbúafundi.

Jón Reynir Sigurvinsson leggur til að settir verði á tveir íbúafundir einn að vori og annar að hausti með áherslu á útkomu vorfundar.

Rætt er um aðkomu Vegagerðarinnar að hugmyndum og hugsanlegum aðgerðum varðandi uppbyggingu sjóvarna og bátaaðstöðuhugmyndum á Pollinum.

Elísabetu Gunnarsdóttur er falið að vinna með starfsmönnum Ísafjarðarbæjar, sem unnið hafa með nefndinni, að gerð lýsinga sem yrðu til umræðu á íbúafundi. Lýsingar verði lagðar fyrir fund nefndarinnar sem haldinn verður að viku liðinni.

 

2.                  Tilraunaverkefni í sumar, framkvæmd og verkefnastjórn. 2012-04-0002.

Rætt er um hvernig komið verði á tilraunaverkefni og hverjir munu stjórna því.

Ákveðið er að Jón Reynir, Torfi, Ralf og Guðmundur setji fram tillögur að tilraunarverkefni sem mun leiða í ljós styrkleika sjóvarna. Haft verði samráð við Vegargerðina. Einnig verði athugað að fá Siglingastofnun til að gera athugun á hvernig grjótgarður útfrá Torfunefsrifi myndi hafa áhrif á Pollgötuna.

 

3.                  Kosning varaformanns starfshópsins. 2012-04-0002.

Gísli Halldór Halldórsson, formaður starfshópsins, leggur til að Marzellíus Sveinbjörnsson verði varaformaður starfshópsins.

 

Næsti fundur er ákveðinn föstudaginn 18. maí kl. 10:00 í fundarsal bæjarstjornar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.11.30.

Gísli Halldór Halldórsson, formaður.
Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                   

Torfi Einarsson.

Jón Reynir Sigurvinsson.                                                      

Elísabet Gunnarsdóttir.
Guðmundur Magnús Kristjánsson.                                        

Jóhann Birkir Helgason.           

Ralf Trylla.                                                                            

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?