Starfshópur um endurskoðun sorpmála - 5. fundur - 26. nóvember 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Vernharður Jósefsson, stöðvarstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem einnig ritaði fundargerð.1. Samvinna sveitarfélaga á Vestfjörðum um sorpmál.


Jóhann B. Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, upplýsti nefndarmenn um viðræður við nágrannasveitarfélög um aðkomu þeirra að þessari vinnu. 


Starfshópurinn óskar eftir að forsvarsmenn nágrannasveitarfélaganna verði boðaðir á næsta fund nefndarinnar.2. Urðunarstaðir í Ísafjarðarbæ.


Jóhann B. Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, lagði fram skýrslur frá Hönnun hf. dags. í mars 1990, Tækniþjónustu Vestfjarða dags. í desember 1994, mat á umhverfisáhrifum vegna urðunarstaðs við Kolfning utan Flateyrar dags. október 1995 og greinargerð Náttúrustofu Vestfjarða um fjörur við urðunarstað utan Flateyrar dags. nóvember 2000.


Lagt fram til kynningar.3. Grenndargámar.


Rætt um grenndargáma.  Grenndargámar eru smætti gámar, sem einkum eru ætlaðir til að taka á móti sérstaklega flokkuðu sorpi.4. Skil á tillögum nefndarinnar.


Ljóst er að umfang þess verks sem nefndinni var falið er mikið og tímamörkin knöpp.  Nefndin getur því miður ekki skilað af sér tillögum fyrir 1. desember 2008. 


Nefndin telur rétt að halda óbeyttu fyrirkomulagi fyrir næsta fjárhagsár.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 11:45.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Sigurður Mar Óskarsson.


Vernharður Jósefsson, stöðvarstjóri.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.Er hægt að bæta efnið á síðunni?