Starfshópur um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 6. fundur - 4. október 2006

Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Geirþrúður Charlesdóttir, Anna Edvardsdóttir, Sigurður Pétursson, Sigurdís Samúelsdóttir og Hörður Högnason. Ragnheiður Hákonardóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Ingi Þór Ágústsson. Jafnframt mættu Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.


Þetta var gert:1. Erindisbréf starfshóps um byggingu hjúkrunarheimilis.


Drög að erindisbréfi verði sent sveitarstjórnum og formaður vinni að frágangi erindisbréfs fyrir starfshópinn.2. Arkitektaráðgjöf.


Lagt fram bréf dagsett 27. september 2006 ásamt geisladiskum með kynningu frá Arkiteó þar sem fyrirtækið kynnir verk sín og býður þjónustu sína í arikitektaráðgjöf varðandi fyrirhugað hjúkrunarheimili á Ísafirði.  Formaður kynnti hugmyndir að hjúkrunarheimili, sem unnar voru fyrir Heilbrigðisstofnun og mun senda nefndarfulltrúum upplýsingar um það í tölvupósti.


Lagt fram til kynningar.3. Önnur mál.


A.  Lagðar fram tölur um mannfjöldaþróun 67 ára og eldri frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Þar kemur fram að stígandi fjölgun er í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík þó þar hafi hægt á henni. En í Súðavík hefur fækkað. Samtals voru íbúar þessara þriggja sveitarfélaga 498 árið 2000 en eru 550 í ár, það eru ca. 10,5% fjölgun íbúa eldri en 67 ára.


B. Rætt um starfsaðferðir starfshópsins, upplýsingaöflun og tengingar við þjónustuhópa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík.


C. Mál nr. 2006-09-0086. Upplýst um bréf dagsett 20. september s.l. frá Jóni Björnssyni, sálfræðingi, þar sem hann býður fram starfskrafta sína varðandi málefni í félagsþjónustu sveitarfélaga hvað varðar úttektir og stefnumótun.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:15.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Ingi Þór Ágústsson.     


Geirþrúður Charlesdóttir.


Anna Edvardsdóttir.      


Sigurður Pétursson. 


Sigurdís Samúelsdóttir.      


Hörður Högnason.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir.   


Margrét Geirsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?