Starfshópur til undirbúnings tilnefningar heiðursborgara - 1. fundur - 23. mars 2006

Starfshópinn skipa: Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem jafnframt er formaður starfshópsins, Magnús Reynir Guðmundson, bæjarfulltrúi, Inga S. Ólafsdóttir, formaður menningarmálanefndar og Fylkir Ágústsson, ræðismaður Danmerkur.

Formáli:  Afgreiðslur bæjarstjórnar og bæjarráðs.


Á 194. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 19. janúar s.l., lagði Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi, fram svohljóðandi tillögu undir 15. lið 465. fundargerðar bæjarráðs.  Tillaga um heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að útnefna Ruth Tryggvason, Aðalstræti 24, Ísafirði, kaupkonu og fyrrum ræðismann Dana á Ísafirði, heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.?


Að tillögu Birnu Lárusdóttur, forseta, var tillögu Magnúsar Reynis vísað til bæjarráðs og var tekin fyrir á 466. fundi bæjarráðs þann 23. janúar s.l.  Bókun bæjarráðs við afgreiðslu tillögunnar var svohljóðandi.  ,,Bæjarráð er efnislega sammála tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar og felur bæjarstjóra að vinna frekar að málinu í samræmi við umræður á fundinum.?


Í framhaldi af samþykkt bæjarráðs hefur Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tilnefnt þennan starfshóp til undirbúnings tilnefningar heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.1.   Útnefning heiðursborgara Ísafjarðarbæjar, undirbúningur og tímasetning.


Eins og fram hefur komið á fundi bæjarstjórnar og síðan fundi bæjarráðs er tillaga um, að útnefna Ruth Tryggvason, Aðalstræti 24, Ísafirði, sem heiðursborgara Ísafjarðarbæjar. Starfshópurinn er sammála um að formleg útnefning verði fimmtudagaginn 27. apríl n.k. á 200. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar kl. 17:00.  Fundur bæjarstjórnar verði haldinn í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði.


Umræður urðu um dagskrá hátíðarhaldanna og annan undirbúning.  Næsti fundur starfshópsins verður haldinn þann 29. mars n.k. kl. 10:00 á sama stað.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:55.


Birna Lárusdóttir, formaður starfshópsins.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Inga S. Ólafsdóttir.


Fylkir Ágústsson.


Þorleifur Pálsson, ritari.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?