Staðardagskrá 21 - 2. fundur - 9. október 2002

Mættir voru: Ragnar Kristinsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Ásthildur Cesil Þórðardóttir, Guðrún A. Finnbogadóttir og Ásvaldur Magnússon.

Þetta var gert:

1. Framhald á vinnu við SD21

Farið var yfir verkefnið Staðardagskrá 21 og staða þess rædd. Stöðumat Ísafjarðarbæjar var skoðað og ákveðið að byggja áframhaldandi vinnu á því. Það þarf að uppfæra stöðumatið þar sem tíminn hefur gert hluta af þeim upplýsingum sem þar eru úreltar auk þess þarf að gera samanburð á stöðu mála í öðrum sveitarfélögum.

2. Kynningarfundur með verkefnisstjóra SD21

Stefán Gíslason hefur farið um landið með kynningu á Staðardagskrá 21 og ef hann hefur tök á kemur hann til Ísafjarðar 15. október 2002 og ræðir við fulltrúa nefnadrinnar.

3. Tillaga að framkvæmdaáætlun

Jóhanna lagði fram framkvæmdaáætlun Staðardagskrárnefndar næstu fjögur árin en í næstu fjárlögum fyrir árið 2003 þarf fjármagn til að gera viðhorfskönnun hjá íbúum Ísafjarðarbæjar um umhverfismál.

4. Önnur mál.

Verkefnum skipt niður fyrir næsta fund þar sem farið verður yfir niðurstöður.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Ragnar Kristinsson, formaður Ásvaldur Magnússon, varaform.

Jóhanna Kristjánsdóttir Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðrún A. Finnbogadóttir  

Er hægt að bæta efnið á síðunni?