Skipulags- og mannvirkjanefnd - 472. fundur - 24. febrúar 2017

Dagskrá:

1.  

Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð - beiðni um umsögn - 2016060025

 

Á 962. fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur Matthildar Kr. Elmarsdóttur, verkefnisstjóra svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, dagsettur 2. febrúar sl. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um greiningaskýrslu, sem fylgir tölvupóstinum, vegna svæðisskipulagsgerðar og þarf umsögnin að berast fyrir 24. febrúar nk. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar samstarfi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um gerð svæðisskipulags og óskar þeim velfarnaðar í áframhaldandi vinnu.

 

   

2.  

Æðartangi 6-8-10 - Umsókn um lóðir - 2017020157

 

Bryan Lynn Thomas, f.h. Kerecis ehf. sækir um lóðir við Æðartanga 6-8-10 skv. umsókn dags. 23.02.2017

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kerecis ehf., fái lóðir við Æðartanga 6-8-10, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

3.  

Æðartangi 12 - Umsókn um lóð - 2017020155

 

Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um lóð f.h. Gömlu Spýtunnar ehf. við Æðartanga 12, skv. umsókn dags. 03.02.2017

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla Spýtan, fái lóð við Æðartanga nr.12 Ísafirði skv. umsókn með og þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

4.  

Æðartangi 14 - Umsókn um lóð - 2017020156

 

Arnar Kristjánsson sækir um lóð f.h. Sólberg ehf. við Æðartanga 14. Hjálagt er ódagsett umsókn.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sólberg efh. fái lóð við Æðartanga nr.14 Ísafirði skv. umsókn og með og þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

5.  

Deiliskipulag - Birkilundur Furulundur - 2016120035

 

Frumdrög að deiliskipulagi við Furulund og Birkilund ásamt skuggavarpi á lóðirnar, lagt fram til kynningar

 

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram út frá umræðum á fundi.

 

   

6.  

Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

 

Drög að deiliskipulagi fyrir Sindragötu 4, Ísafirði, frá Tækniþjónustu Vestfjarða, Lagt fram til kynningar,

Þann 23. nóvember 2006 var samþykkt tillaga um að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina að Sindragötu 4 á Ísafirði. Breytingin fól í sér að skipta lóðinni í tvær lóðir, Sindragötu 4 og 4a. Deiliskipulagið reyndist ógilt vegna formgalla. Málið var tekið upp að nýju þann 09.11.2016

 

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

   

7.  

Deiliskipulag-Suðurtangi - 2016060017

 

Frumdrög að nýju deiliskipulagi fyrir Suðurtanga, frá Verkís hf. lögð fram til kynningar. Um er að ræða tvær tillögur annarsvegar tillaga A og hinsvegar tillaga B

 

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

   

8.  

Dýrafjarðargöng - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016120021

 

Eftirfarandi erindi var áður á dagskrá á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 08.02.2017 þar sem því var frestað. Að ósk Vegagerðarinnar skv. bréfi dags. 22.02.2017 er erindið tekið fyrir að nýju.
Guðmundur Rafn Kristjánsson, f.h. Vegagerðarinnar, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Ísafjarðarbæ skv. umsókn dags. 16. janúar 2017. Sótt er um framkvæmdaleyfi til Ísafjarðarbæjar vegna Dýrafjarðarganga, á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi og meðfylgjandi. Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og deiliskipulags í landi Dranga, í Dýrafirði og Rauðsstaða í Arnarfirði, þar sem gert er ráð fyrir jarðgöngum. Meðfylgjandi eru eftirfarandi gögn vegna framkvæmdarleyfisumsóknar. 1. Afstöðumynd 2. Hönnunargögn, jarðgöng, vegir og brýr 3. Fylgiskjal 3 lýsing á framkvæmd, upplýsingar úr útboðslýsingu. 4. Umhverfismat og álit Skipulagsstofnunar. Óskað er eftir leyfi fyrir framkvæmdinni í heild sinni eins og henni er lýst í meðfylgjandi gögnum. Vegagerðin hefur sótt um leyfi til Fiskistofu vegna efnistöku úr Hófsá, vegna byggingar brúa á Mjólká og Hofsá og ræsis í Kjaransstaðaá.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Dýrafjarðargangna á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Lína Björg Tryggvadóttir

Hildur Elísabet Pétursdóttir

 

Guðfinna M Hreiðarsdóttir

Brynjar Þór Jónasson

 

Axel Rodriguez Överby

Er hægt að bæta efnið á síðunni?