Skipulags- og mannvirkjanefnd - 470. fundur - 18. janúar 2017

Dagskrá:

1.  

Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039

 

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun sjókvíaeldis Arnarlax, um er að ræða framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári í Ísafjarðardjúpi. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 20. Janúar 2017.
Erindið var lagt fram til kynningar á 469. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að matsáætlun.

Nefndin ítrekar enn og aftur að afleitt sé að enga stefnumörkun stjórnvalda sé að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar á landinu. Óheppilegt er að veita leyfi þar sem burðarþol Ísafjarðardjúps liggur ekki fyrir og samlegðaráhrif eldis á svæðinu gagnvart lífríkinu eru ekki ljós. Því verður að telja það forgangsatriði að klára rannsóknir á burðarþoli Ísafjarðardjúps.
Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og er það mjög miður að ríkisvaldið hafi ekki séð ástæðu til að samsvarandi vinna fari fram á strandsvæði Ísafjarðardjúps, því í þessu tilfelli hefði slík áætlun verið til mikilla bóta.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.

 

   

2.  

Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071

 

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á tillögu að matsáætlun vegna framleiðslu á 4000 tonnum af laxi í Arnarfirði, á vegum Artic Sea Farm.
Skipulagsstofnun veitir frest til 24. janúar 2017.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að tillagan samræmist ekki Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar 2012-2024. Nýtingaráætlunin gerir ekki ráð fyrir kvíaeldi á svæðinu milli Hvestudals og Bíldudals.
Ennfremur telur nefndin að það sé forgangsatriði að rannsóknir á burðarþoli Arnarfjarðar verði kláraðar sem fyrst, svo að fyrir liggi að fyrirhugað eldi sé innan þess ramma sem fjörðurinn þolir.

 

   

3.  

Íbúðamarkaðurinn á Ísafirði - 2017010050

 

Skýrsla Reykjavík Economics um íbúðarmarkað Ísafjarðarbæjar lögð fram til kynningar.

 

   

4.  

Ársskýrsla 2016 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2017010040

 

Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðar fyrir árið 2016 lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Magni Hreinn Jónsson

Lína Björg Tryggvadóttir

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Hildur Elísabet Pétursdóttir

 

Brynjar Þór Jónasson

Axel Rodriguez Överby

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?