Skipulags- og mannvirkjanefnd - 464. fundur - 26. október 2016

Dagskrá:

1.  

Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045

 

Við málsmeðferð Skipulagsstofnunar, á nýju deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, er gerð athugasemd um að ekki hafi legið fyrir umsögn siglingasviðs Vegagerðarinnar um lágmarksgólfkóta og kjallarahæðir. Í framhaldi var óskað eftir umsögn siglingarsviðs Vegagerðarinnar. Í umsögn um deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, er mælst fyrir að í greinagerð skipulagsins sé gert ráð fyrir lágmarksgólfkóta í hafnarkerfi 4.2 m og lágmarks bæjarkóta 2.9m . Einnig að hönnun kjallara skuli taka mið af tilgreindum flóðahæðum.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að um óverulega breytingu á greinargerð sé að ræða og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu.

 

   

2.  

Dagveðrardalur 7 - Umsókn um lóð - 2016100039

 

Halldór Þórólfsson sækir um lóð í Dagverðardal skv. Umsókn dags. 06.10.2016 og uppdrætti.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu en bendir umsækjanda á að sækja um að nýju, þegar deiliskipulag á svæðinu liggur fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að hefja undirbúning fyrir deiliskipulagningu svæðisins neðan vegagerðar.

 

   

3.  

Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042

 

Pálmar Kristmundsson óskar eftir því f.h. félagsins Valdisól ehf. að gera samkomulag um afnotarétt á svæði F25 í Dýrafirði, skv. umsókn dags. 27.09.2016

 

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

   

4.  

Birkilundur - Umsókn um lóðir - 2016100040

 

Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um lóðirnar Birkilundur 2-8 skv. umsókn dags. 10.10.2016

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

   

5.  

Grænigarður- Breyting á skráningu - 2016100025

 

Linda Rut Sigríðardóttir óskar eftir breyttri skráningu á Grænagarði skv. umsókn dags. 12.10.2016, breytingin felur í sér að skrifstofuhúsnæði verði breytt í sumarhús skv. skilmálum um snjóflóðahættu sbr. Tunguskógur. Ásamt breytingu á notkun lóðar úr iðnaðarlóð í sumarhúsalóð. landnúmer 217-485

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar breyttri skráningu, þar sem það stangast á við gildandi Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

 

   

6.  

Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

 

Ísafjarðarbær er að sækja um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Á meðal verkefna er styrkumsókn fyrir útivistarsvæði og bætt aðgengi ferðamanna að Naustahvilft. Styrkumsóknin felur í sér m.a. deiliskipulagsgerð þar sem grein verður gerð fyrir göngustígum og aðstöðu fyrir ferðafólk þegar upp er komið. Fyrir liggur viljayfirlýsing frá skipulagsfulltrúa dags. 15. okt. 2015, með fyrirvara um samþykki skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við útivistarsvæði við Naustahvilft.

 

   

7.  

Ósk um aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

 

Orkubú Vestfjarða óskar eftir heimild frá Ísafjarðarbæ til að til að vinna breytingu á gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar í samræmi við ofangreinda og meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu. Jafnframt er óskað eftir að skipulags- og matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII. og VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að skipulagsferlið verði í samræmi við kafla 7 í ofangreindri lýsingu

 

Afgreiðslu frestað og óskað eftir því að fulltrúi Verkíss verði boðaður inn á næsta fund.

 

   

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Magni Hreinn Jónsson

Sigurður Mar Óskarsson

 

Lína Björg Tryggvadóttir

Hildur Elísabet Pétursdóttir

 

Inga Steinunn Ólafsdóttir

Axel Rodriguez Överby

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?