Skipulags- og mannvirkjanefnd - 451. fundur - 24. febrúar 2016

 Dagskrá:

1.  

Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033

 

Á 916. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að lærdómsskýrslu vegna flóðanna á Ísafirði í febrúar 2015, bæjarráð vísaði skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

Skýrslunni vísað til sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og óskað eftir minnisblaði fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

   

2.  

Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag - 2016020061

 

Verkís, f.h. Vegagerðarinnar óskar eftir heimild Ísafjarðarbæjar til að láta gera deiliskipulag við báða jarðgangamunna væntanlegra Dýrafjarðarganga, sbr. bréf dags. 16.02.2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

3.  

Beiðni um úthlutun landskika til fósturs - 2016020028

 

Rótarýklúbbur Ísafjarðar óskar eftir að fá úthlutað landskika í skógi til að fóstra skv. bréfi dags. 8. febrúar 2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar frumkvæði Rótarýklúbbs Ísafjarðar og öllum aðgerðum sem stuðla að bættu aðgengi og aðstöðu fyrir almenning á skógræktarsvæðum í sveitarfélaginu. Nefndin bendir á að samningar eru í gildi á flestum skógræktarsvæðum í Skutulsfirði. Hafa þarf samband við samningshafa vegna erindisins.

 

   

4.  

Dynjandi, endurskoðun á auglýsingu um friðlýsingu og mörkum náttúruvættisins - 2016020044

 

Umhverfisstofnun óskar eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til tillögu að stækkun náttúruvættisins Dynjanda og óskar eftir tilnefningu fulltrúa í samráðshóp. Bréf dags. 9. febrúar 2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í stækkun náttúruvættisins Dynjanda í samráði við sveitarfélagið. Nefndin leggur til að umhverfisnefnd tilnefni fulltrúa í samráðshópinn.

 

   

5.  

Vinna um samræmda lóðaafmörkun - 2016010024

 

Bréf Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi samræmda lóðaafmörkun. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við nálgun á viðfangsefninu og óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu verkefnisins.

 

   

6.  

Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

 

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun fyrir framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi í sjó í Ísafjarðardjúpi á vegum Háfells ehf.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að matsáætlun.

Nefndin telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.
Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og í þessu tilfelli hefði slík áætlun verið til mikilla bóta.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.

Inga S. Ólafsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50

 

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Lína Björg Tryggvadóttir

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Inga Steinunn Ólafsdóttir

 

Jón Kristinn Helgason

Ralf Trylla

 

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?