Skipulags- og mannvirkjanefnd - 450. fundur - 10. febrúar 2016
Dagskrá:
1. |
Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045 |
|
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla. Uppdráttur og greinargerð dags. í janúar 2016. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
|
||
2. |
Breyting á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. - 2016010062 |
|
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
|
||
3. |
Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046 |
|
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun, frá AB -Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 7. til 28. janúar 2016 þar sem gefinn var kostur á koma með ábendingar varðandi aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum liggur þegar fyrir. |
||
Nefndin telur innsendar ábendingar ekki gefa tilefni til að breyta fyrirliggjandi tillögu. |
||
|
||
4. |
Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045 |
|
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun, frá AB -Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 7. til 28. janúar 2016 þar sem gefinn var kostur á koma með ábendingar varðandi aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum liggur þegar fyrir. |
||
Nefndin telur innsendar ábendingar ekki gefa tilefni til að breyta fyrirliggjandi tillögu. |
||
|
||
5. |
Bakki í Brekkudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015110077 |
|
Vestinvest ehf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á Bakka í Brekkudal í Dýrafirði skv. drögum að samningi um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að skógrækt eigi aðallega að vera innan landbúnaðarsvæða og eigi ekki að vera á verndarvæðum eins og svæðum á náttúruminjaskrá og hverfisvernduðum svæðum. Óskað er eftir rökstuðningi fyrir skógræktaráformum innan verndarsvæðisins. Umsögn Fiskistofu þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er veitt. |
||
|
||
6. |
Plæging jarðstrengja. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016020018 |
|
Orkubú Vestfjarða sækir um leyfi til að plægja í jörðu jarðstrengi í stað loftlína sem eyðilögðust í óveðri 7. desember 2015. Meðfylgjandi eru yfirlitsuppdrættir. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna. |
||
|
||
7. |
Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064 |
|
Hlöðver Pálsson sækir um leyfi til að breyta notkun á sumarhúsi í garðplöntustöð og byggja 75 fm gróðurskála við núverandi hús, skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.11.2015. Húsið er á snjóflóðahættusvæði í flokki C. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Byggingarfulltrúi vísar umsókn til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir eigendum aðliggjandi húsa. |
||
|
||
8. |
Hrafnatangi 2a - umsókn um lóð fyrir dísil-eldsneytisafgreiðslu - 2015050056 |
|
Skeljungur hf. endurnýjar umsókn um lóð nr. 2a við Hrafnatanga undir dísil-eldsneytisafgreiðslu skv. bréfi dags. 25. janúar 2015. Til vara er sótt um lóðina Æðartanga 1. |
||
Hrafnatangi 2a er skilgreind sem lóð fyrir spennitstöð svo þeirri umsókn er hafnað. Umsókn um lóðina Æðartanga 1 verður afgreidd ásamt öðrum umsóknum um auglýstar lóðir á svæðinu. |
||
|
||
9. |
Seljalandsvegur 85 - fyrirspurn um stækkun lóðar - 2016010075 |
|
Helga Ingeborg Hausner spyr hvort leyfð yrði stækkun lóðarinnar Seljalandsvegur 85, skv. tillöguuppdrætti og greinargerð. |
||
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem aðkoma að húsinu er frá Seljalandsvegi og ekkert deiliskipulag er í gildi. |
||
|
||
10. |
Vinna við breytingar á byggingarreglugerð - 2016010064 |
|
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012 sem miða að því að lækka byggingarkostnað vegna íbúða, bréf dags. 22. janúar 2016. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033 |
|
Á 916. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að lærdómsskýrslu vegna flóðanna á Ísafirði í febrúar 2015, bæjarráð vísaði skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd. |
||
Málinu frestað til næsta fundar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Sigurður Mar Óskarsson |
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Ásgerður Þorleifsdóttir |
Inga Steinunn Ólafsdóttir |
|
Ralf Trylla |
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir |
|
Brynjar Þór Jónasson |