Skipulags- og mannvirkjanefnd - 450. fundur - 10. febrúar 2016

Dagskrá:

1.  

Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla. Uppdráttur og greinargerð dags. í janúar 2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

2.  

Breyting á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. - 2016010062

 

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla.
Uppdráttur og greinargerð dags. í janúar 2016, þar sem búið er að fella inn breytingu sem gerð var á deiliskipulaginu varðandi vigtarskúr á hafnarsvæði.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

3.  

Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046

 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun, frá AB -Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 7. til 28. janúar 2016 þar sem gefinn var kostur á koma með ábendingar varðandi aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum liggur þegar fyrir.

 

Nefndin telur innsendar ábendingar ekki gefa tilefni til að breyta fyrirliggjandi tillögu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ábendingu varðandi umferð er vísað til deiliskipulagsvinnu.

 

   

4.  

Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045

 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun, frá AB -Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 7. til 28. janúar 2016 þar sem gefinn var kostur á koma með ábendingar varðandi aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum liggur þegar fyrir.

 

Nefndin telur innsendar ábendingar ekki gefa tilefni til að breyta fyrirliggjandi tillögu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ábending vegna fjarlægðar stöðvarhúss frá íbúðarhúsi er vísað til deiliskipulagsvinnu.

 

   

5.  

Bakki í Brekkudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015110077

 

Vestinvest ehf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á Bakka í Brekkudal í Dýrafirði skv. drögum að samningi um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt.
Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfisstofnunar en umsögn barst með bréfi dags. 18. janúar 2016 og til umhverfis- og framkvæmdanefndar sem tók málið fyrir á 24. fundi nefndarinnar 26. janúar 2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að skógrækt eigi aðallega að vera innan landbúnaðarsvæða og eigi ekki að vera á verndarvæðum eins og svæðum á náttúruminjaskrá og hverfisvernduðum svæðum. Óskað er eftir rökstuðningi fyrir skógræktaráformum innan verndarsvæðisins. Umsögn Fiskistofu þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er veitt.

 

   

6.  

Plæging jarðstrengja. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016020018

 

Orkubú Vestfjarða sækir um leyfi til að plægja í jörðu jarðstrengi í stað loftlína sem eyðilögðust í óveðri 7. desember 2015. Meðfylgjandi eru yfirlitsuppdrættir.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

 

   

7.  

Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064

 

Hlöðver Pálsson sækir um leyfi til að breyta notkun á sumarhúsi í garðplöntustöð og byggja 75 fm gróðurskála við núverandi hús, skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.11.2015. Húsið er á snjóflóðahættusvæði í flokki C. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Byggingarfulltrúi vísar umsókn til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir eigendum aðliggjandi húsa.

 

   

8.  

Hrafnatangi 2a - umsókn um lóð fyrir dísil-eldsneytisafgreiðslu - 2015050056

 

Skeljungur hf. endurnýjar umsókn um lóð nr. 2a við Hrafnatanga undir dísil-eldsneytisafgreiðslu skv. bréfi dags. 25. janúar 2015. Til vara er sótt um lóðina Æðartanga 1.

 

Hrafnatangi 2a er skilgreind sem lóð fyrir spennitstöð svo þeirri umsókn er hafnað. Umsókn um lóðina Æðartanga 1 verður afgreidd ásamt öðrum umsóknum um auglýstar lóðir á svæðinu.

 

   

9.  

Seljalandsvegur 85 - fyrirspurn um stækkun lóðar - 2016010075

 

Helga Ingeborg Hausner spyr hvort leyfð yrði stækkun lóðarinnar Seljalandsvegur 85, skv. tillöguuppdrætti og greinargerð.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem aðkoma að húsinu er frá Seljalandsvegi og ekkert deiliskipulag er í gildi.

 

   

10.  

Vinna við breytingar á byggingarreglugerð - 2016010064

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012 sem miða að því að lækka byggingarkostnað vegna íbúða, bréf dags. 22. janúar 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.  

Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033

 

Á 916. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að lærdómsskýrslu vegna flóðanna á Ísafirði í febrúar 2015, bæjarráð vísaði skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

Málinu frestað til næsta fundar.

 

   

  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Lína Björg Tryggvadóttir

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Inga Steinunn Ólafsdóttir

 

Ralf Trylla

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

 

Brynjar Þór Jónasson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?