Skipulags- og mannvirkjanefnd - 449. fundur - 27. janúar 2016

 Dagskrá:

1.  

Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir - 2016010045

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla.

 

Tillagan lögð fram og ræddar óverulegar breytingar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

   

2.  

Breyting á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. - 2016010062

 

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla.

 

Tillagan lögð fram og ræddar óverulegar breytingar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

   

3.  

Mávagarður C - umsókn um lóð - 2014120069

 

Vestfirskir verktakar sækja um endurnýjun á lóðarumsókn fyrir lóðina Mávagarður C skv. gildandi deiliskipulagi. Umsókn dags. 15. janúar 2015.

 

Umsókninni vísað til umsagnar í hafnarstjórn.

 

   

4.  

Mávagarður B - Umsókn um lóð - 2016010041

 

Vestfirskir verktakar sækja um lóðina Mávagarður B skv. gildandi deiliskipulagi. Umsókn dags. 15. janúar 2015.

 

Umsókninni vísað til umsagnar í hafnarstjórn.

 

   

5.  

Hafnarsvæði - Umsókn um lóð - 2016010042

 

Kaldalind ehf. sækir um 3000 fm lóð á hafnarsvæðinu á Ísafirði. Umsókn dags. 15. janúar 2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og verður umsóknin tekin til afgreiðslu í kjölfar auglýsingar á tilteknum lóðum á hafnarsvæðinu. Lóðirnar verða auglýstar til úthlutunar á næstu dögum skv. reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun lóða.

 

   

6.  

Dagverðardalur 1. Umsókn um stækkun lóðar - 2016010055

 

Björn Stefán Hallsson sækir um stækkun lóðarinnar Dagverðardalur 1, skv. meðfylgjandi uppdrætti.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir eigendum Fagrahvamms og Góustaða. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

   

7.  

Fyrirspurn - 2016010060

 

Fyrirspurn frá Sigurði Mar Óskarssyni:
Hafa afskipti og/eða skoðanir undirritaðs haft áhrif á þá ákvörðun Þroskahjálpar að falla frá fyrirætlunum um byggingu húss á Ísafirði fyrir skjólstæðinga sína? Þessi spurning er borin fram vegna ummæla formanns Skipulags- og mannvirkjanefndar á bæjarstjórnarfundi 21. jan sl. Ef svarið er jákvætt er óskað upplýsinga á hvern hátt svo var og hvort aðrir nefndarmenn voru sáttir við þá hugmynd sem fyrir lá um nýtingu þeirrar lóðar sem til umfjöllunar var.

 

Það er álit nefndarinnar að skoðanir einstakra nefndarmanna hafi ekki haft áhrif á ákvörðun Þroskahjálpar. Þvert á móti var góð samstaða í nefndinni um málsmeðferð. Formaður skipulags- og mannvirkjanefndar áréttar að engu öðru hafi verið haldið fram á bæjarstjórnarfundi 21. jan. sl. Þetta staðfestir bæjarstjóri sem sat fund nefndarinnar undir þessum lið.
Ákvörðun Þroskahjálpar var fyrirvaralaus og kom ákvörðunin nefndarmönnum í opna skjöldu eins og öðrum í bæjarfélaginu.

 

   

8.  

Vinna um samræmda lóðaafmörkun - 2016010024

 

Bréf Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi samræmda lóðaafmörkun.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Auglýsingar utan þéttbýlis 2016 - 2016010046

 

Bréf umhverfisstofnunar vegna auglýsinga utan þéttbýlis.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 9 - 1601006F

 

Fundargerð 9. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem haldinn var 21. janúar sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

 

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Inga María Guðmundsdóttir

 

Gunnar Jónsson

Inga Steinunn Ólafsdóttir

 

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

Brynjar Þór Jónasson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?