Skipulags- og mannvirkjanefnd - 447. fundur - 11. desember 2015

 Dagskrá:

1.  

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

 

Lögð fram lýsing á endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, ásamt grunni að endurskoðun.

 

Lýsing og grunnur að endurskoðun rætt og skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra tæknideildar falið að ganga frá drögum að samningi við ráðgjafa.

 

   

2.  

Bakki í Brekkudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015110077

 

Vestinvest ehf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á Bakka í Brekkudal í Dýrafirði skv. drögum að samningi um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt.

 

Erindinu vísað til umsagnar umhverfisstofnunar og umhverfis- og framkvæmdanefndar.

 

   

3.  

Hjallavegur 27, Suðureyri - umsókn um byggingarleyfi - 2015110062

 

Sigurður Þórisson sækir um leyfi til að byggja sólstofu við íbúðarhúsið skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 5.10.2015. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Byggingarfulltrúi vísar umsókn til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að erindið verði grenndarkynnt húseigendum að Hjallavegi 25 og 29.

 

   

4.  

Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064

 

Hlöðver Pálsson sækir um leyfi til að byggja sólstofu við sumarhús skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.11.2015. Húsið er á snjóflóðahættusvæði í flokki C. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Byggingarfulltrúi vísar umsókn til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að um sé að ræða viðbyggingu en ekki sólstofu miðað við byggingarmagn. Nefndin hafnar erindinu eins og það er lagt fyrir. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

 

   

5.  

Upplýsingaskilti - 2015120009

 

Erindi frá Halldóri Pálma Bjarkasyni dags. 1. desember 2015 þar sem lagt er til að upplýsingaskilti í miðbæ Ísafjarðar verði uppfært.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar erindið og leggur til að merkingar í Ísafjarðarbæ verði endurskoðaðar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Magni Hreinn Jónsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

 

Brynjar Þór Jónasson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?