Skipulags- og mannvirkjanefnd - 445. fundur - 11. nóvember 2015

 Dagskrá:

1.  

Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi - 2014110004

 

Framkvæmdasjóður Skrúðs sækir um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Skrúð á Núpi í Dýrafirði.
Lögð fram greinargerð ásamt uppdrætti af fyrirhuguðu þjónustuhúsi frá Kol & salt ehf. dags. 06.05.2015. Bæjarstjórn samþykkti á 362. fundi sínum þann 4. júní 2015 að deiliskipulagstillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 2. júlí - 13. ágúst 2015. Tvær athugasemdir bárust. Lagt fram bréf framkvæmdasjóðs Skrúðs dags. 30. október 2015 ásamt breyttum deiliskipulagsuppdrætti.

 

Breytingatillagan rædd og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur. Afgreiðslu frestað.

 

   

2.  

Skíðasvæði Tungudal - framkvæmdaleyfi - 2015110016

 

Gautur Ívar Halldórsson f.h. Ísafjarðarbæjar, sækir um leyfi til að gera drenskurð og leyfi fyrir uppsetningu á ankerum á skíðasvæðinu í Tungudal skv. uppdrætti dags. 22.10.2015.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur framkvæmdirnar óverulegar en leggur áherslu á að haft sé samráð við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

 

   

3.  

Endurnýjun á innsiglingarvita - framkvæmdaleyfi - 2015110018

 

Guðmundur M. Kristjánsson, f.h. Ísafjarðarhafnar sækir um leyfi til að endurnýja innsiglingarvita á Flateyri.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur framkvæmdirnar óverulegar en leggur áherslu á að haft sé samráð við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

 

   

4.  

Land undir frístundabyggð í Dýrafirði - 2015110025

 

Pálmar Kristmundsson sækir um að fá úthlutað svæði F25 skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 til að deiliskipuleggja frístundahúsabyggð.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í að úthluta Pálmari Kristmundssyni landinu undir sumarhúsabyggð.

 

   

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10

 

 

Magni Hreinn Jónsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Ásgerður Þorleifsdóttir

 

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

Brynjar Þór Jónasson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?