Skipulags- og mannvirkjanefnd - 440. fundur - 12. ágúst 2015

Dagskrá:

1.  

Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005

 

Einar Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Framfarar, styrktarsjóðs. Framkvæmdir voru stöðvaðar þar sem deiliskipulag Dagverðardals reyndist ekki í gildi og þarf því að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn.
Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Dagverðardals 2, 3, og 4.

 

Innsendar athugasemdir ræddar. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda og þá sem athugasemdir gerðu í samræmi við umræðu á fundinum. Afgreiðslu frestað.

 

   

2.  

Dagverðardalur 11 - byggingarleyfi - 2014110069

 

Einar Tryggvason sækir um byggingarleyfi, fyrir hönd Unnars Hermannssonar, fyrir sumarhúsi að Dagverðardal 11. Grenndarkynning hefur farið fram. Engin athugasemd barst. Færa þarf raflínu sem liggur þvert yfir byggingarreit.

 

Afgreiðslu frestað þar til gengið hefur verið frá lóðaleigusamningi.

 

   

3.  

Umsókn um stöðuleyfi - Skíðasvæði Seljalandsdal - 2015070011

 

Ísafjarðarbær sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám ofan við Skíðheima á Seljalandsdal til að nýta sem geymslu.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur rétt að benda umsækjanda á að eðlilegra væri að sækja um byggingarleyfi fyrir skýli af því tagi sem lýst er í umsókninni.
Stöðuleyfi má eingöngu veita að hámarki til eins árs í senn og þarf leyfishafi að endurnýja umsóknina á hverju ári. Til stendur að endurskoða vinnulag við úthlutun stöðuleyfa og samræma gildistíma stöðuleyfa, til að auðvelda eftirfylgni og innheimtu stöðuleyfisgjalda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita umsækjanda stöðuleyfi fyrir umræddann gám og gildir það til 1. febrúar 2016. Stöðuleyfi tekur gildi þegar stöðuleyfisgjald hefur verið greitt.

 

   

4.  

Strandblakvellir í Tungudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060080

 

Blakfélagið Skellur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir strandblakvelli í Tungudal skv. uppdrætti frá Teiknistofunni Eik, júní 2015. Óskað er eftir að nefndin taki síðustu afgreiðslu til endurskoðunar sbr. bréf dags. 7. ágúst 2015.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir blakvöllinn skv. fyrirliggjandi gögnum verði veitt þegar samningur við Mýrarboltafélagið rennur út.

 

   

5.  

Vatnsaflsvirkjun við Þverá í Önundarfirði, Ísafjarðarbæ - beiðni um umsögn - 2015070037

 

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum vatnsaflsvirkjun í Þverá í Önundarfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Erindi dags. 10. júlí 2015.

 

Sótt hefur verið um breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar sem er skipulagsskyld.
Í aðalskipulagi eru umhverfisáhrif metin skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur óeðlilegt að veita umsögn um og/eða að taka afstöðu til matsskyldu framkvæmdar sem á að vera í samræmi við skipulag þegar framkvæmdin hefur hvorki farið i gegnum aðalskipulagsferlið, þar sem umhverfisáhrifin eru metin, eða verið samþykkt í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að ekki verði tekin afstaða til matsskyldu fyrr en tekin hefur verið afstaða til framkvæmdarinnar í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

 

   

6.  

Vatnsaflsvirkjun við Kaldá í Önundarfirði, Ísafjarðarbæ - beiðni um umsögn - 2015070038

 

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum vatnsaflsvirkjun í Kaldá í Önundarfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Erindi dags. 10. júlí 2015.

 

Sótt hefur verið um breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar sem er skipulagsskyld.
Í aðalskipulagi eru umhverfisáhrif metin skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur óeðlilegt að veita umsögn um og/eða að taka afstöðu til matsskyldu framkvæmdar sem á að vera í samræmi við skipulag þegar framkvæmdin hefur hvorki farið i gegnum aðalskipulagsferlið, þar sem umhverfisáhrifin eru metin, eða verið samþykkt í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að ekki verði tekin afstaða til matsskyldu fyrr en tekin hefur verið afstaða til framkvæmdarinnar í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

 

   

7.  

Ljósleiðari - Innrihluti Skutulsfjarðar og Engidalur - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015080018

 

Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu ljósleiðara í innri hluta Skutulsfjarðar og Engidal skv. uppdrætti frá Orkubúi Vestfjarða dags. 07.07.2015.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

8.  

Ljósleiðari - Botn og Birkihlíð Súgandafirði - Umsókn um skipulag - 2015080020

 

Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fjarskiptastrengja í landi Botns og Birkihlíðar skv. uppdrætti frá Snerpu dags. 27.07.2015.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

9.  

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 4 - 1507010F

 

Fundargerð 4. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Magni Hreinn Jónsson

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Ralf Trylla

 

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

Brynjar Þór Jónasson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?