Skipulags- og mannvirkjanefnd - 438. fundur - 1. júlí 2015

Dagskrá:

1.  

Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059

 

Bréf Skipulagsstofnunar dags 5. júní 2015 þar sem gerð er athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda vegna form- og efnisgalla.

 

Skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við athugasemdir.

 

   

2.  

Þingeyri - deiliskipulag - 2009120009

 

Bréf Skipulagsstofnunar dags 4. júní 2015 þar sem gerð er athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda vegna form- og efnisgalla.

 

Skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við athugasemdir.

 

   

3.  

Lagning röra og fjarskiptastrengja - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060081

 

Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu röra og fjarskiptastrengja í Ísafjarðarbæ.

 

Framkvæmdin er ekki framkvæmdaleyfisskyld. Nefndin gerir athugasemdir við einstakar útfærslur og bendir á að verkið skal unnið í samvinnu við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

 

   

4.  

Strandblakvellir í Tungudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060080

 

Blakfélagið Skellur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir strandblakvelli í Tungudal skv. uppdrætti frá Teiknistofunni Eik, júní 2015.

 

Erindinu er hafnað þar sem Mýrarboltafélagið er með afnotasamning af svæðinu. Nefndin felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að finna völlunum aðra staðsetningu í samvinnu við blakfélagið.

 

   

5.  

Umsókn um stöðuleyfi fyrir olíutank - 2015060082

 

Simbahöllin ehf. Þingeyri sækir um stöðuleyfi fyrir olíutank skv. meðfylgjandi uppdrætti.

 

Nefndin tekur vel í erindið og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

 

   

6.  

Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

 

Umsögn hverfisráðs Súgandafjarðar dags. 18 júní 2015.

 

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Aðalgata Suðureyri verði gerð að tvístefnugötu samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar, jafnframt er sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs falið að vinna í samvinnu við Hverfisráð Súgandafjarðar útfærslur á hraðatakmörkunum.

 

   

7.  

Bílastæði, göngustígar og útsýnispallar við Dynjanda í Arnarfirði - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060091

 

Umsókn Umhverfisstofnunar um framkvæmdaleyfi 19. júni, fyrir bílastæði, göngustígum og útsýnispalli við Dynjanda í Arnarfirði.

 

Erindið er samþykkt.

 

   

8.  

Virkjun bæjarlæksins á Hesteyri - 2014100013

 

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Samþykki landeigenda lagt fram.

 

Nefndin samþykkir erindið.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Magni Hreinn Jónsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Ásgerður Þorleifsdóttir

 

Ralf Trylla

Brynjar Þór Jónasson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?