Skipulags- og mannvirkjanefnd - 433. fundur - 22. apríl 2015

Dagskrá:

1.  

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014

 

Teknar fyrir að nýju umsagnir og athugasemdir við auglýsta skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Lögð fram greinargerð nefndarinnar dags. 22. apríl 2015.

 

Skipulags og mannvirkjanefnd hefur tekið fyrir og fjallað um umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á 427, 428, 429, 430 og 431 fundum nefndarinnar.

Með vísan í greinargerð dags. 22. apríl 2015 þar sem fram kemur rökstuðningur og afstaða nefndarinnar leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði samþykkt með neðangreindum breytingum og að þær breytingar sem ekki er bókað sérstaklega um verði teknar til áframhaldandi vinnslu aðalskipulagsins eins og þær koma fram í auglýstri skipulags- og matslýsingu og umfjöllun og afstöðu nefndarinnar í greinargerðinni.

Jafnframt leggur nefndin til að í staðinn fyrir að gerðar séu svo viðamiklar breytingar á aðalskipulaginu fari fram heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 þar sem samþykkt skipulags- og matslýsing verði lögð til grundvallar.
Eftirfarandi breytingar verði gerðar á auglýstri skipulags- og matslýsingu:

3.2 NESDALUR - MINNKUN Á SVÆÐI FYRIR FRÍSTUNDABYGGÐ
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir þær athugasemdir sem gerðar eru við gildandi aðalskipulag, er varðar Nesdal og leggur til að engin frístundabyggð verði leyfð í Nesdal.

3.6 ENGIDALUR - TILFÆRSLA Á REIÐLEIÐ
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar að framangreind breyting verði gerð á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Forsendur skortir fyrir framkvæmdinni, þegar eindregin andstaða landeiganda liggur fyrir.

3.7 SELJALANDSDALUR - EFNISTAKA
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar að framangreind breytingartillaga fari inn í aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Náma á þessum stað myndi verða mjög áberandi frá stóru svæði með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Efni í tilgreindan varnargarð er sótt annað og því getur ekki talist vera brýn þörf á nýrri efnisnámu í Skutulsfirði, á allra næstu árum.

3.10 STÓRA-EYJAVATN - VATNAFLUTNINGAR
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar að framangreind breyting verði gerð á aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Nefndin tekur heilshugar undir framkomnar athugasemdir um að ekki komi til greina að skerða náttúrulega fegurð Dynjanda með skerðingu á vatnasviði hans.

3.12 BREIÐADALSHEIÐI OG SKUTULSFJÖRÐUR - ENDURNÝJUN RAFLÍNA
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að tillaga að línuleið EDBCO, sem liggur utan brunnsvæðis og er öll í jörðu, verði sett inn sem breyting á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

3.13 TUNGUDALUR - ENDURSKOÐUN LANDNOTKUNAR
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ótímabært að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í Tungudal, á meðan að ekki liggur fyrir framtíðarsýn um svæðið.

Auk þess leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til að eftirfarandi breytingartillögur sem ekki eru inni í auglýstri matslýsingu verði teknar inn í heildarendurskoðun aðalskipulagsins:

Djúpvegur 61 við Krók, erindi Vegagerðarinnar.

Virkjun í Breiðadal.

Gististaðir samkvæmt bókun bæjarráðs, fundur 882.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Magni Hreinn Jónsson

Sigurður Mar Óskarsson

 

Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson

Jón Sigmundsson

 

Ralf Trylla

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

 

Brynjar Þór Jónasson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?