Skipulags- og mannvirkjanefnd - 432. fundur - 15. apríl 2015

Dagskrá:

1.  

Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal - 2014030045

 

Frestað á síðasta fundi. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 23. mars 2015 lögð fram.

 

Afgreiðslu frestað þar sem umsögn Umhverfisstofnunar hefur ekki borist.

 

   

2.  

Borun eftir heitu vatni í Botni, Súgandafirði - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015030038

 

Frestað á síðasta fundi. Umsókn frá Birni Birkissyni um framkvæmdaleyfi til að bora eftir heitu vatni í Botni í Súgandafirði.

 

Um er að ræða tvær borholur á röskuðu landi. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu.

 

   

3.  

Jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiði - viðbragðsáætlun - 2015030026

 

Frestað á síðasta fundi. Erindi Vegagerðarinnar dags. 3. mars 2015 þar sem farið er fram á samþykki byggingaryfirvalda Ísafjarðarbæjar á viðbragðsáætlun fyrir jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiðar. Jafnframt lagt fram álit slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að viðbragðsáætlunin verði samþykkt enda liggur fyrir álit slökkviliðsstjóra. Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

   

4.  

Neðri Tunga 1 - umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - 2015030089

 

Frestað á síðasta fundi. Til afgreiðslu umsókn Ragnheiðar Hákonardóttur um stofnun fasteigna í fasteignaskrá.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirætlanir eiganda og hvernig þær samræmast upphaflegum hugmyndum um framtíð fasteignarinnar. Nefndin óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig kvaðir í kaupsamningi hafa verið uppfylltar.

 

   

5.  

Landsskipulagsstefna 2015 - 2026 - 2014010001

 

Frestað á síðasta fundi. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. mars 2015 vegna umsagna um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Sólbakki 6 - umsókn um byggingarleyfi - 2015030086

 

Sólbakki 6 ehf sækir um leyfi til að breyta skráningu á íbúðarhúsnæði að Sólbakka 6, Flateyri í sumarhús þar sem húsið er á snjóflóðahættusvæði.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.

 

   

7.  

Leyfi fyrir fornleifauppgreftri í Hnífsdal - 2015030087

 

Á 880. fundi bæjarráðs 31. mars sl., var erindi Kristjáns Pálssonar, sagnfræðings, dags. 24. mars sl., vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar, þar sem óskað er eftir leyfi Ísafjarðarbæjar fyrir fornleifagreftri í Hnífsdal.

 

Skipulags-og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði leyfi Ísafjarðarbæjar sem landeiganda fyrir fornleifagreftrinum enda séu önnur skilyrði laga fyrir uppgreftrinum uppfyllt.

 

   

8.  

Skógarbraut b - umsókn um lóð - 2015040009

 

Umsókn um einbýlishúsalóð að Skógarbraut b skv. deiliskipulagi Seljalandshverfis.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Björn Stefán Hallsson fái lóð b við Skógarbraut, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

9.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Erindi frá Gauta Geirssyni dags. 24.03.2015 þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær í samstarfi við Ofanflóðasjóð endurskoði varnir í Kubba frá grunni með tilliti til greinargerðar sem fylgir erindinu.

 

Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna í málinu. Afgreiðslu frestað.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:46

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Inga María Guðmundsdóttir

 

Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?