Skipulags- og mannvirkjanefnd - 430. fundur - 11. mars 2015

Dagskrá:

1.  

Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

 

Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari úrvinnslu, hugmyndin verði útfærð nánar og henni fylgi útfærsla og kostnaðaráætlun. Einnig verði kannað með hvaða hætti Vegagerðin muni koma að málinu.

 

Fyrirliggjandi er tillaga Vegagerðarinnar. Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs falið að vinna að málinu.

 

   

2.  

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014

 

Framhald umræðu frá síðasta fundi um umsagnir og athugasemdir við skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

 

Samantekt og greining á innsendum umsögnum og athugasemdum við skipulags- og matslýsingu frá teiknistofunni Eik dags. 5.2.2015 uppfært 17.2.2015. Umræða um einstök atriði breytingatillagna. Afgreiðslu frestað.

 

   

3.  

Hafnarstræti 19, Þingeyri - stöðuleyfi fyrir gám - 2015020091

 

Umsókn Orkubús Vestfjarða um stöðuleyfi fyrir gám, varaaflstöð, á lóð Orkubúsins, Hafnarstræti 19, Þingeyri.

 

Stöðuleyfið er samþykkt enda engin grenndaráhrif á íbúa.

 

   

4.  

Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi - 2014110004

 

Aftur til afgreiðslu vegna formgalla á fyrri afgreiðslu.

 

Óskað er eftir frekari gögnum og útfærslu varðandi fyrirhugað ræktunar-og aðstöðuhús. Afgreiðslu frestað.

 

   

5.  

Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

 

Tekið fyrir að nýju ósk um niðurrif á húsi nr. 03 0101 á Látrum (fastanúmer 226-4555) í Aðalvík, Sléttuhreppi í Ísafjarðarsýslu. Svarbréf frá Lagastoð dags. 23. febrúar 2015 við bréfi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 3. febrúar 2015.

 

Í bréfi lögmannsins kemur fram að eigendur upphaflegs húss hafi ekki komið að viðbyggingu hússins, séu ekki eigendur viðbyggingarinnar og hafi ekki frekari upplýsingar um framkvæmdir. Þá er óskað eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til þess hvort málinu teljist lokið hvað eigendur Sjávarhúss varðar.

Ekki er unnt að fallast á þessi sjónarmið eigenda Sjávarhúss varðandi viðbyggingu fasteignarinnar. Viðbygging verður að teljast tilheyra þeirri fasteign sem hún er skeytt við, sbr. 2. gr. laga nr. 40/2002, og þannig á ábyrgð eiganda eða eigenda þeirrar fasteignar að lögum.

Byggingarfulltrúa er falið að tilkynna eigendum Sjávarhúss þá afstöðu Ísafjarðarbæjar að málinu sé þannig ekki lokið gagnvart þeim. Eigendum fasteignarinnar skal jafnframt tilkynnt, með vísan til 2. mgr. 55. gr. laga nr. 160/2010, þrátt fyrir framangreinda afstöðu þeirra til málsins, að til greina komi að krefjast þess að óleyfisframkvæmdirnar verði fjarlægðar, og skal þeim gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum og andmælum hvað það varðar.

 

   

6.  

Heimabær II, Hesteyri - kæra byggingarleyfis. - 2013050069

 

Svarbréf frá LEX lögmannsstofu dags. 5. febrúar 2015 við bréfi byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 15. janúar 2015, þar sem niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella byggingarleyfi úr gildi er tilkynnt.

 

Byggingarfulltrúa falið að vinna að lausn málsins í samræmi við umræðu á fundinum.

 

   

7.  

Deiliskipulag - Mjósund - 2014090004

 

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa í kjölfar bókunar á 426. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem skipulags-og byggingarfulltrúa var falið að ræða við húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um lausnir sem koma til móts við þarfir þeirra.

 

Samkvæmt samtali við framkvæmdastjóra húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar er ekki þörf á að tekið verði tillit til þarfa Þroskahjálpar við skipulag Mjósunda.
Sviðsstjóra og byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

 

   

8.  

Deiliskipulag Torfnesi, tillaga - 2015030035

 

Tillaga frá Sigurði Mar Óskarssyni og Ingólfi Þorleifssyni varðandi deiliskipulag íþróttasvæðis á Torfnesi:
,,Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að hafist verði handa við endurskoðun gildandi deiliskipulags íþróttasvæðis á Torfnesi. Til umræðu eru endurbætur á knattspyrnuvelli ásamt girðingum sem núverandi deiliskipulag tekur ekki til. Einnig er brýnt að færa inn mannvirki sem byggð hafa verið án deiliskipulags eftir grenndarkynningu. Við gerð deiliskipulagsins verði tekið tillit til þeirra hugmynda sem lengi hafa verið til umræðu um nýtingu svæðisins og gildandi deiliskipulag tiltekur að hluta. Jafnframt þarf samhliða deiliskipulagsvinnu að gæta að framtíðarlausn frárennslismála, bæði frá svæðinu og ofan þess."

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillöguna.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:38

 

 

Magni Hreinn Jónsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson

 

Ralf Trylla

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

 

Brynjar Þór Jónasson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?