Skipulags- og mannvirkjanefnd - 424. fundur - 7. janúar 2015

Dagskrá:

1.

2014090004 - Deiliskipulag - Mjósund

 

Teknar fyrir tilögur að nýtingu svæðisins frá Teiknistofunni Eik. Tillögurnar eru 14 talsins.
Jafnframt er lögð fram breyting á skipulaginu Eyrin á Ísafirði sem felst í að breyta skipulagsmörkum.

 

Til fundarins er mætt Erla Bryndís Kristjánsdóttir frá Teiknistofunni Eik, hún fór yfir tillögurnar og ræddi kosti og galla þeirra.
Nefndin fækkaði tillögunum niður í fimm og óskar eftir að þær verði unnar áfram og lagðar fyrir nefndina.

Sigurður Mar Óskarsson lagði fram bókun:
Áratugalangri baráttu fyrir flutningi olíutanka úr Miðkaupsstað og Mjósundum er nú lokið. Tækifæri er að skapa nýja bæjarmynd ásamt því að geta boðið upp á lóðir fyrir íbúðir með góðu og öruggu aðgengi í bland við húsnæði fyrir atvinnu- og þjónustustarfsemi nútímans.
Nú eru til umfjöllunar tillögur skipulagsráðgjafa um nýtingu svæðisins sem afmarkast af Aðalstræti, Mjósundum og Sindragötu. En brýnt er að skoða allt svæðið niður að Njarðarsundum og skapa þannig nýja ásýnd bæjarins frá höfninni séð jafnframt því að gæta að núverandi götumynd Aðalstrætis og Suðurgötu.
Til að ná settu marki legg ég til að haldin verið hugmyndasamkeppni um deiliskipulag í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, með vel ígrundaðri forsögn, er taki til beggja olíulóðanna ásamt svæði neðan Edinborgarhúss og mögulegum tengslum við bátahöfnina. Með þessu er hægt að taka tillit til þess sem m.a. var til umræðu í vinnu Pollnefndar.

Sigurður Mar Óskarsson.

 

   

2.

2014120069 - Mávagarður C - umsókn um lóð

 

Tekin fyrir umsókn dags. 29. desember 2014 frá Vestfirskum verktökum ehf. þar sem sótt er um lóð C við Mávagarð.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð C við Mávagarð, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

3.

2014120068 - Mávagarður D - umsókn um lóð

 

Tekin fyrir umsókn dags. 29. desember 2014 frá Vestfirskum verktökum ehf. þar sem sótt er um lóð D við Mávagarð.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð D við Mávagarð, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Magni Hreinn Jónsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Ásgerður Þorleifsdóttir

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

Gísli Halldór Halldórsson

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?