Skipulags- og mannvirkjanefnd - 423. fundur - 17. desember 2014

Dagskrá:

1.

2014090004 - Deiliskipulag - Mjósund

 

Teknar fyrir tilögur að nýtingu svæðisins frá Teiknistofunni Eik. Tillögurnar eru 14 talsins.
Jafnframt er lögð fram breyting á skipulaginu Eyrin á Ísafirði sem felst í að breyta skipulagsmörkum.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir fundi með Teiknistofunni Eik þann 7. janúar 2015 vegna málsins.

 

   

2.

2013050069 - Heimabær II, Hesteyri - kæra byggingarleyfis.

 

Lagt fram minnisblað frá bæjarlögmanni dags. 10. desember sl. er varðar úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2008020077 - Veðrará 2, Breiðadal - vatnsvirkjun

 

Lagður fram útskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. nóvember 2014 þar sem felld er úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 7. júní 2012 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 1.200 m þrýstivatnslagnar frá stöðvarhúsi að inntaki í Heiðarvatnslæk og Langá og fyrir inntaksþró vegna stækkunar Breiðadalsvirkjunar í Önundarfirði.
Jafnframt lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dags. 10. desember 2014 er varðar úrskurðs úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að í breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 sem nú er í vinnslu er gert ráð fyrir virkjun í Breiðadal. Nefndin bendir framkvæmdaraðila á að breyta þurfi deiliskipulagi í samræmi við virkjunarframkvæmdir og leggja fyrir nefndina.

 

   

4.

2014120029 - Rekstur tjaldsvæðis á Suðurtanga 2015-2016

 

Lögð fram umsókn dags. 4. desember 2014 frá Kagrafelli ehf þar sem sótt er um áframhaldandi leyfi til rekstrar á tjaldsvæði á Suðurtanga, Ísafirði.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlengingu á samningi um tvö ár með óbreyttum forsendum.

 

   

5.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Lögð fram fjárhagsáætlun 2015 ásamt fjárfestingaáætlun sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. desember sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2014120031 - Gæðakerfi byggingarfulltrúa

 

Lagt fram gæðakerfi byggingarfulltrúa sem unnið var af Provis fyrir Félag byggingarfulltrúa.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Magni Hreinn Jónsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Ásgerður Þorleifsdóttir

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

Gísli Halldór Halldórsson

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?