Skipulags- og mannvirkjanefnd - 406. fundur - 22. janúar 2014

Dagskrá:

1.

2013050011 - Dagverðardalur 7 - umsókn um lóð.

 

 

Lögð fram umsókn dags. 17. janúar 2014 frá Hjálmari Guðmundssyni þar sem sótt er um sumarhúsalóðina Dagverðardalur 7.

 

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hjálmar Guðmundsson fái lóð nr. 7 í Dagverðardal, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

 

   

 

2.

2012010064 - Dagverðardalur 1 - Umsókn um lóð.

 

 

Lögð fram lóðarumsókn, dags. 8. janúar sl. frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni þar sem sótt er um að nýju um sumarhúsalóðina Dagverðardalur 1, Ísafirði.

 

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Marzellíus Sveinbjörnsson fái lóð nr. 1 í Dagverðardal, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

 

   

 

3.

2013090046 - Umsókn um lóð við Brjótinn, Suðureyri.

 

 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 8. janúar sl.

 

 

Umhverfisnefnd felur tæknideild að skoða möguleg geymslusvæði við Brjótinn, flugvöll og við hesthús og leggja fram á næsta fundi umhverfisnefndar.

 

 

   

 

4.

2014010045 - Stækkun lóðar við Fífutungu 8, Ísafirði.

 

 

Lagt fram erindi dags. 15. janúar sl. frá Benedikt Bjarnasyni þar sem óskað er eftir stækkun á lóð Fífutungu 8, Ísafirði.

 

 

Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að útbúa skilmála um svæði sem tekin eru í "fóstur".

 

 

   

 

5.

2012060046 - Ósk um stækkun lóðar Neðri Tungu 1 í Skutulsfirði

 

 

Lagt fram erindi dags. 16. janúar sl. frá Rúnari Karlssyni íbúa í Fífutungu 5, Ísafirði vegna bókunar umhverfisnefndar frá 8. janúar sl. vegna stækkunar Tungu 1.

 

 

Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að útbúa skilmála um svæði sem tekin eru í "fóstur".
Umhverfisnefnd felur tæknideild að kynna íbúum í Hrauntungu og Fífutungu um breytta aðkoma að æfingavelli Golfklúbbs Ísafjarðar.
Þar sem fallið hefur verið frá stækkun við Neðri Tungu 1, eiga athugasemdir Rúnars Karlssonar ekki lengur við.

 


Tryggvi Sigtryggsson formaður Golfklúbbs Ísafjarðar kom inn á fundinn undir þessum lið.

 

                                     

6.

2011010034 - Ísafjarðarhöfn - Ýmis mál.

                                 
 

Erindi tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar 20. desember sl. Erindinu var vísað til umhverfisnefndar til umsagnar.

                                 
 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd og óskar umsagnar Samgöngustofu á erindinu.

                                 

 

                                     

7.

2014010021 - Tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra, 202. mál - umsögn.

                                 
 

Lagt fram erindi dags. 6. janúar sl. frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra, 202. mál.

                                 
 

Lagt fram til kynningar.

                                 

 

                                     

8.

2014010020 - Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarð, 169. mál - umsögn.

                                 
 

Lagt fram erindi dags. 6. janúar sl. frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169. mál.

                                 
 

Lagt fram til kynningar.

                                 

 

                                     

9.

2009120009 - Þingeyri - deiliskipulag

                                 
 

Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ og hafnarsvæðið á Þingeyri. Drögin eru unnin af Landmótun fyrir Ísafjarðarbæ í janúar 2014. Erindið var síðast á dagskrá 13. nóvember 2013.

                                 
 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst.

                                 

 

                                     

10.

2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar

                                 
 

Lögð fram fyrirspurn dags. 16. janúar sl. frá Sölva Sólbergssyni fh. OV ohf. vegna breytinga á byggingu stöðvarhúss Fossárvirkjunar og þrýstipípu.

                                 
 

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að leggja þurfi fram breytingu á deiliskipulagi Fossárvirkjunar.

                                 

 

                                     

 

11.  Önnur mál:

Umhverfisnefnd óskar eftir að byggingarfulltrúi leggi fram lista yfir afgreiðslur byggingarfulltrúa á árinu 2013.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:55

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Lína Björg Tryggvadóttir

 

Karl Guðmundsson

Björn Davíðsson

 

Anna Guðrún Gylfadóttir

Jóhann Birkir Helgason

 

Ralf Trylla

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?