Skipulags- og mannvirkjanefnd - 402. fundur - 9. október 2013
Dagskrá:
|
1. |
2013090046 - Umsókn um lóð við Brjótinn, Suðureyri. |
|
|
Lagt fram erindi dags. 20. september sl. frá Elíasi Guðmundssyni þar sem lögð er fram fyrirspurn um svæði við Brjótinn á Suðureyri. |
||
|
Umhverfisnefnd óskar álits hafnarstjórnar á erindinu. |
||
|
|
||
|
2. |
2013090020 - Suðurtangi - umsókn um svæði. |
|
|
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 25. september sl. |
||
|
Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ganga í málið í samráði við hafnarstjóra. |
||
|
|
||
|
3. |
2008060065 - Klukkuland og Hólakot í Dýrafirði - samningur um skógrækt. |
|
|
Lagt fram bréf dags. 1. október sl. frá Lúðvík Emil Kaaber stjórnarformanni Trjáa ehf. vegna skógræktar í landi Klukkulands og Hólakots í Dýrafirði. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
4. |
2010060059 - Lóðaleigusamningur í Hveravík Reykjanesi. |
|
|
Lagt fram bréf dags. september 2013 frá Margréti Karlsdóttur og Rúnari Þór Brynjólfssyni eigendum Hveravíkur í Reykjanesi, Súðavíkurhrepp, þar sem óskað er eftir endurnýjun á lóðaleigusamning umhverfis íbúðarhús og skúr á lóðinni. |
||
|
Umhverfisnefnd felur tæknideild að leggja fram drög að nýjum lóðaleigusamningi, ásamt afriti af eldri lóðaleigusamningi, fyrir næsta fund umhverfisnefndar. |
||
|
|
|
|
|
5. |
2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi. |
|
|
Lögð fram ný deiliskipulagstillaga af Álfadal svæði F32 við Vonarland á Ingjaldssandi. |
||
|
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst í stað fyrri deiliskipulagstillögu, þar sem fyrir liggja nýjar upplýsingar frá Veðurstofu Íslands um hættumatslínur. |
||
|
|
||
|
6. |
2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi. |
|
|
Erindi síðasta á dagskrá umhverfisnefndar 11. september sl. |
||
|
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að deiliskipulagstillagan verði send til Súðavíkurhrepps til auglýsinga- og athugasemdarferlis. |
||
|
|
||
|
7. |
2011020060 - Deiliskipulag smáhýsa í Tungudal |
|
|
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 25. september sl. |
||
|
Umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði send til úrvinnslu í vinnuhóp um deiliskipulag Tungudals og Seljalandsdals. |
||
|
|
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05
|
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Karl Guðmundsson |
|
Jóhann Birkir Helgason |
|
Ralf Trylla |
|
Anna Guðrún Gylfadóttir |