Skipulags- og mannvirkjanefnd - 402. fundur - 9. október 2013

Dagskrá:

1.

2013090046 - Umsókn um lóð við Brjótinn, Suðureyri.

 

Lagt fram erindi dags. 20. september sl. frá Elíasi Guðmundssyni þar sem lögð er fram fyrirspurn um svæði við Brjótinn á Suðureyri.

 

Umhverfisnefnd óskar álits hafnarstjórnar á erindinu.

 

   

2.

2013090020 - Suðurtangi - umsókn um svæði.

 

Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 25. september sl.
Bæjarráð óskaði eftir að að umhverfisnefnd kanni aðra möguleika á staðsetningu á fundi sínum 30. sept. sl.

 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ganga í málið í samráði við hafnarstjóra.

 

   

3.

2008060065 - Klukkuland og Hólakot í Dýrafirði - samningur um skógrækt.

 

Lagt fram bréf dags. 1. október sl. frá Lúðvík Emil Kaaber stjórnarformanni Trjáa ehf. vegna skógræktar í landi Klukkulands og Hólakots í Dýrafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2010060059 - Lóðaleigusamningur í Hveravík Reykjanesi.

 

Lagt fram bréf dags. september 2013 frá Margréti Karlsdóttur og Rúnari Þór Brynjólfssyni eigendum Hveravíkur í Reykjanesi, Súðavíkurhrepp, þar sem óskað er eftir endurnýjun á lóðaleigusamning umhverfis íbúðarhús og skúr á lóðinni.

 

Umhverfisnefnd felur tæknideild að leggja fram drög að nýjum lóðaleigusamningi, ásamt afriti af eldri lóðaleigusamningi, fyrir næsta fund umhverfisnefndar.

 

 

 

5.

2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

 

Lögð fram ný deiliskipulagstillaga af Álfadal svæði F32 við Vonarland á Ingjaldssandi.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst í stað fyrri deiliskipulagstillögu, þar sem fyrir liggja nýjar upplýsingar frá Veðurstofu Íslands um hættumatslínur.

 

   

6.

2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi.

 

Erindi síðasta á dagskrá umhverfisnefndar 11. september sl.
Bæjarráð gerði ekki athugasemd við erindið á fundi sínum 23. september sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að deiliskipulagstillagan verði send til Súðavíkurhrepps til auglýsinga- og athugasemdarferlis.
Umhverfisnefnd óskar eftir að fá athugasemdir, ef fram koma, til umsagnar áður en Súðavíkurhreppur tekur afstöðu til þeirra.
Lína Björg Tryggvadóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

   

7.

2011020060 - Deiliskipulag smáhýsa í Tungudal

 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 25. september sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði send til úrvinnslu í vinnuhóp um deiliskipulag Tungudals og Seljalandsdals.

Magnús Reynir Guðmundsson bókaði eftirfarandi:
Undirritaður telur að samþykkja eigi hugmynd að byggingu smáhýsa í Tungudal. Slík hús yrðu góð viðbót við framboð gistingar á svæðinu bæði sumar og vetur. Það er mikilvægt að taka nýjum hugmyndum um uppbyggingu í bæjarfélaginu fagnandi í stað þess þvælast stöðugt fyrir með efasemdum og úrtölum. Bæjaryfirvöld þurfa að leita allra ráða til að efla byggðina og taka fagnandi öllum tillögum sem miða að framförum.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Lína Björg Tryggvadóttir

 

Magnús Reynir Guðmundsson

Karl Guðmundsson

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?