Skipulags- og mannvirkjanefnd - 401. fundur - 2. október 2013

Dagskrá:

1.

2013060033 - Fjárhagsáætlun 2014

 

Lögð fram fjárhagsáætlun 2014.

 

Bókun Magnúsar Reynis Guðmundssonar vegna gjaldskrár vegna skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ.
Undirritaður er alfarið á móti því að greitt verði svokallað afgreiðslugjald sem skv. skilgreiningu er gjald "sem greitt er við móttöku umsóknar um byggingarleyfi, framkvæmdaleyfi og skipulagsbreytingar. Í gjaldinu felst kostanaður sveitarfélagsins við móttöku og yfirferð erindis. Gjaldið er ekki endurkræft þótt umsókn sé dregin til baka eða synjað". Gjaldtaka þessi er ósvífni þar sem ætlast er til að greitt sé gjald fyrir móttöku bæjarkerfisins á erindum frá bæjarbúum. Gjaldtaka Ísafjarðarbæjar er nú þegar í hámarki og mál að linni.

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að gera tillögu að breytingu á gjaldskrá Skipulags- og framkvæmdaleyfa í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð. Aðrar gjaldskrár samþykktar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Gísli Halldór Halldórsson.

Magnús Reynir Guðmundsson.

Karl Guðmundsson.

Björn Davíðsson.

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?