Skipulags- og mannvirkjanefnd - 400. fundur - 25. september 2013

1.     2013090020 - Suðurtangi - umsókn um svæði
Lagt fram bréf Brynjars Arnar Þorbjörnssonar og Valþórs Atla Birgissonar, ódagsett þar sem sótt er um svæði milli Suðurtanga 2 og skipasmíðastöðvar.
Umhverfisnefnd samþykkir að veita bréfriturum afnot af svæðinu til þriggja ára, sem tekin verði til endurskoðunar á hverju ári.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að svæðinu verði haldið snyrtilegu.
        
2.     2012100060 - Dynjandi 2013
Lögð fram deiliskipulags- og matslýsing dagsett í september 2013 unnin af Landform.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulags- og matslýsingin verði auglýst.
        
3.     2010120030 - Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar
Tekin fyrir að nýju umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að amk. A-flokkur í áætluninni verði kláraður á næsta ári.
        
4.     2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.
Lögð fram deiliskipulagstillaga Álfadals, Hrauns og Nesdals á Ingjaldssandi, svæði F27, F29, F30, F31 og F32 ásamt uppdrætti dags 11.09.2013 af landamerkjum milli Álfadals og Ástúns.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan fyrir Hraun verði auglýst.
        
5.     2011020060 - Deiliskipulag smáhýsa í Tungudal
Auglýsinga- og athugasemdarfrestur er runninn út.
5 athugasemdir bárust. Þær eru frá Brynju Huld Óskarsdóttur, Kristjönu Einarsdóttur, Herði Sævari Harðarssyni, Magdalenu Sigurðardóttur og Torfa Einarssyni.
Umhverfisnefnd tekur undir með bréfriturum að verið sé að ganga á útivistarsvæði, merkt L1 í gildandi deiliskipulagi í Tungudal. Skiptar skoðanir eru þó í nefndinni á því hvort svæðið nýtist með sama hætti og áður.
Umhverfisnefnd óskar eftir upplýsingum frá umhverfis- og eignasviði, hver stór hluti svæðis fyrir smáhýsi er í Tungudal, gagnvart útivistarsvæði L1 og einnig gagnvart opnum útivistarsvæðum í Tungudal.
Lína Björg Tryggvadóttir og Albertína Elíasdóttir bóka að taka þurfi útivistarsvæðið í Tungudal í heild og deiliskipuleggja til að móta stefnu sveitarfélagsins um framtíð svæðissins áður en afstaða er tekin til deiliskipulagstillögunnar af smáhýsum í Tungudal.
Lína Björg Tryggvadóttir vill einnig taka fram að hún er ekki á móti smáhýsabyggð af þessu tagi en telur þó að taka þurfti útivistarsvæðið í heild og deiliskipuleggja.
Svar við athugasemdum Magdalenu Sigurðardóttur:
1. Umhverfisnefnd telur heppilegast að gerður yrði lóðaleigusamningur fyrir svæðið í heild og hann verði tímabundinn til að hámarki 15. ára.
2. Fasteignagjöld verða greidd af húsunum eins og af öðrum húsum í sveitarfélaginu.
3. Framkvæmdaraðili greiðir kostnað við tengingu við vatnsveitu samkvæmt gjaldskrá Ísafjarðarbæjar.
4. Framkvæmdaraðili greiðir kostnað vegna frárennslis og rotþróa.
5. Eigandi greiðir fyrir sorphirðingu og förgun.
6. Umhverfisnefnd leggur til að kveðið verði á um í samningi að framkvæmdaraðili standi straum af kostnaði við snjómokstur.
7. Nýr byggingaraðili þyrfti að sækja um nýtt leyfi.
Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að sett verði ákvæði í samning um að ekki verði heimilt að selja einstök hús úr heildinni.
Gert er ráð fyrir bílastæðum innan skipulagssvæðissins.
Æskilegt er að tjaldsvæðið hafi rými til stækkunar.
Deiliskipulag er í gildi þar til bæjarstjórn samþykkir annað.
Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
        
6.     2013060033 - Fjárhagsáætlun 2014
Teknar fyrir gjaldskrár umhverfis- og eignasviðs ásamt viðhalds- og fjárfestingarverkum fyrir árið 2014-2017.
Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.
        
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:25

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Gísli Halldór Halldórsson
Lína Björg Tryggvadóttir

Karl Guðmundsson
Björn Davíðsson

Jóhann Birkir Helgason
Ralf Trylla

Anna Guðrún Gylfadóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?