Skipulags- og mannvirkjanefnd - 399. fundur - 11. september 2013

Dagskrá:

1.

2013080034 - Strandgata 7b, Hnífsdal - stækkun lóðar.

 

Lagt fram erindi dags. 26. ágúst sl. frá Magnúsi Geir Helgasyni fh. Geirnaglans, þar sem óskað er eftir stækkun á lóð fyrirtækisins að Strandgötu 7b, skv. teikningu.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda mikils um vert að svæðið verði snyrtilegt. Byggingarfulltrúa falið að gera nýjan lóðaleigusamning.
Jóhann Birkir Helgason vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

 

   

2.

2012090004 - Leyfissvæði fyrir Íslenska kalkþörungafélagið í Arnarfirði.

 

Lagt fram bréf dags. 14. ágúst sl. frá Orkustofnun til Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., þar sem félaginu er kynnt breyting á leyfisbeitingarvaldi til Orkustofnunar frá iðnaðarráðherra í bréfi 10. júlí 2008 ásamt heimild stofnunarinnar til að breyta afmörkun leyfissvæðis við 115 m frá stórstraumsfjöru ásamt 5 m öryggissvæði.

 

Umhverfisnefnd áréttar að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.
Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2008060065 - Klukkuland og Hólakot í Dýrafirði - samningur um skógrækt.

 

Lagt fram bréf dags. 9. sept sl. frá eigendum jarðarinnar Núps í Dýrafirði, þar sem lögð er fram kæra vegna nytjaskógræktar í landi Klukkulands og Hólakots í Dýrafirði.

 

Umhverfisnefnd felur sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs að hafa samband við málsaðila vegna erindisins.

 

   

4.

2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2013.

 

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi á Eyrinni á Ísafirði - Austurvegur. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. september 2013.
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 21. ágúst sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
Umhverfisnefnd óskar eftir minnisblaði frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um framgang málsins.

Magnús Reynir Guðmundsson og Lína Björg Tryggvadóttir tóku ekki afstöðu til málsins.

 

   

5.

2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga að Nesdal, Hrauni og Álfadal, dags. í sept 2013. Í tillögunni hefur verið tekið tillit til hættumats á ofanflóðum.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga Nesdals og Álfadals verði auglýst.

 

   

6.

2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga ásamt greinargerð að Reykjanesi við Djúp. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf. og dags. í september 2013.

 

Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á deiliskipulagstillögunni.

 

   

7.

2013070015 - Suðurgata 11, Ísafirði - frystigeymsla.

 

Lögð fram grenndarkynning af lóðinni Suðurgata 11, Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2013060033 - Fjárhagsáætlun 2014

 

Erindi síðast á fundi umhverfisnefndar 21. ágúst sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

2013030023 - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi.

 

Lagt fram erindi dags. 9. sept sl. þar sem ÍAV óskar eftir leyfi til að vinna allt að 20 þús rúmmetra af efni úr grjótkambi ofan Seljalandsvegar, vestan megin við op sem er í gegnum varnargarðinn.

 

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari gögnum.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.        

Gísli Halldór Halldórsson.

 

Lína Björg Tryggvadóttir.                

Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Karl Guðmundsson.                          

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.

 

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?