Skipulags- og mannvirkjanefnd - 398. fundur - 21. ágúst 2013

Dagskrá:

1.

2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2013

 

Lagt fram erindi dags. 16. júlí 2013 frá Oddfellowstúkunum á Ísafirði þar sem samráðsleysi bæjaryfirvalda við íbúa og þá sem hagsmuna eiga að gæta við Austurveg og Aðalstræti á Ísafirði er mótmælt.
Jafnframt lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 7. ágúst 2013 þar sem óskað er eftir gögnum er málið varðar vegna kæru íbúa og eigenda að Austurvegi 7 og Aðalstræti 42, Ísafirði.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi vegna skólalóðar.
Magnús Reynir Guðmundsson tekur ekki afstöðu til málsins.

 

   

2.

2013070060 - Saltverk, Reykjanes - bygging salttanka.

 

Lagður fram tölvupóstur frá Gunnlaugi Jónssyni dags. 25. júlí 2013 þar sem óskað er umsagnar á erindi Rnes ehf. um að stækka núverandi sjótanka.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið og leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt.

 

   

3.

2012100060 - Dynjandi 2013

 

Lögð fram fornleifakönnun við Dynjanda í Arnarfirði, dags. í júlí 2013, unnin af Náttúrustofu Vestfjarða.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2013080010 - Stekkjargata 29, Hnífsdal - afnot af landspildu í eigu Ísafjarðarbæjar

 

Lagt fram erindi dags. 31. júlí sl. frá Birgit Abrecht þar sem sótt er um að fá landspildu til afnota milli Stekkjargötu 21 og 29.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

   

5.

2013060033 - Fjárhagsáætlun 2014

 

Lögð fram framkvæmdaáætlun 2013-2016

 

Farið yfir framkvæmdaáætlun og ákveðið að fara nánar yfir hana á næsta fundi.

 

   

Lína Tryggvadóttir lagði til að settar verði upp ruslatunnur við göngustíginn frá Holtahverfi að Seljalandshverfi.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:15

 

 

Lína Björg Tryggvadóttir

 

Karl Guðmundsson

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?