Skipulags- og mannvirkjanefnd - 395. fundur - 5. júní 2013

Dagskrá:

1.

2013050069 - Heimabær II, Hesteyri, Jökulfjörðum. - Kæra byggingarleyfis.

 

Lagt fram erindi dags. 31. maí sl. frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kært er byggingarleyfi á stækkun fasteignar að Heimabæ II, Hesteyri, Jökulfjörðum. Farið er fram á stöðvun framkvæmda.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2012080011 - Kæra á afgreiðslu umhverfisnefndar.

 

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem tekin var fyrir ákvörðun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 16. júlí 2012 um að veita Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. afnot að lóð við Kirkjuból III, Engidal, Skutulsfirði..

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2013050054 - Skógar ehf., Ísafirði. -Umsókn um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús.

 

Lagt fram erindi dags. 16. maí 2013 frá Skógum ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um stöðuleyfi torgsöluhúsa á 5 mismunandi staðsetningum á Ísafirði með fyrirvara um samþykki lóðahafa.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

4.

2009120026 - Þjónustuaðstaða í Reykjanesi.

 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 29. maí sl.

 

Ísafjarðarbær sem landeigandi gefur Rnes ehf ,. heimild fyrir sitt leiti til að hlaða sjávarpotta úr sjávargrjóti í Hveravík í samræmi við teikningu Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, dags. 23.05.2013, enda sé framkvæmdin afturkræf. Þess verði gætt að sem minnst rask verði á framkvæmdatíma og frágangur góður. Umhverfisnefnd bendir á að þarna gildir almannaréttur og gerir sem skilyrði að hann verður virtur. Nauðsynlegt er að tilskilið samþykki Súðavíkurhrepps liggi fyrir.

 

   

5.

2012040002 - Sjóvarnir og sportbátaaðstaða við Pollinn á Ísafirði.

 

Á fundi í bæjarráði 29. apríl sl., var lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði.
Bæjarráð vísaði skýrslunni til umhverfisnefndar.

 

Umhverfisnefnd hvetur til að unnið verði eftir tillögum nefndarinnar.

 

   

6.

2013030009 - Samstarfssamningur Skógræktarfélags Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar.

 

Lagður fram samstarfssamningur á milli Ísafjarðarbæjar og Skógræktarfélags Ísafjarðarbæjar um skógrækt í Skutulsfirði næstu 20. árin.

 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að koma tillögum að breytingum á samningnum til Skógræktarfélags Ísafjarðar.

 

   

7.

2010080007 - Smáhýsi í Tungudal, Skutulsfirði.

 

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi ,,Opið svæði í Tungudal", unnið af Sigurði Friðgeir.
Tillagan gerir ráð fyrir byggingu á allt að 21 smáhýsi ásamt gerð göngustíga.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

   

8.

2010080057 - Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar.

 

Á 796. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 27. maí 2013, voru lögð fram drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar, sem merkt er sem vinnuskjal 24. maí 2013. Stefnan er unnin í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Neil Shiran K. Þórisson.
Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar á drögum að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar og skoði sérstaklega hlutverk og ábyrgðarsvið sitt í atvinnumálastefnunni.

 

Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

9.  Önnur mál: Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um nýtingu Tungudals og Seljalandsdals sem útivistarsvæðis.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Heimir Gestur Hansson

Björn Davíðsson

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?