Skipulags- og mannvirkjanefnd - 392. fundur - 10. apríl 2013

Dagskrá:

1.

2013030034 - Túngata 5, Flateyri. - Afsal á lóðarréttindum.

 

Lagt fram erindi dags. 25. mars sl. þar sem Úlfar Önundarson afsalar sér lóðinni Túngata 5, Flateyri. Geymsluhús var á lóðinni sem fauk árið 2007.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóðaleigusamningurinn verði felldur úr gildi.  Byggingarfulltrúa falið að auglýsa lóðina lausa til umsóknar.

 

   

2.

2013040011 - Brunavarnir í sumarhúsabyggð í Tunguskógi.

 

Lagt fram erindi móttekið 5. apríl sl. frá Níels R. Björnssyni,  þar sem hann óskar eftir upplýsingum um brunaáætlun og brunahönnun í Tunguskógi í Skutulsfirði.

 

Umhverfisnefnd óskar umsagnar slökkviliðsstjóra á erindinu.

 

   

3.

2010120048 - Snjóflóðavarnir undir Kubba. - Framkvæmdaleyfi.

 

Lagðar fram myndir af frágangi á snjóflóðavarnargaði undir Kubba í Skutulsfirði.

 

Umhverfisnefnd vekur athygli Framkvæmdasýslu rískisins á hættu vegna ófrágenginna netgrinda og óskar eftir úrbótum nú þegar.

 

   

4.

2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði.

 

Erindi var síðast á dagskrá fundar umhverfisnefndar 27. mars sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að götuheiti á Suðurtanga, Ísafirði, sem unnar hafa verið úr innsendum tillögum, verði sem hér segir.
A-gata fái heitið Æðartangi,           B-gata fái heitið Hrafnatangi,
C-gata fái heitið Kríutangi,           D-gata fái heitið Neðstafjara,
E-gata fái heitið Bryggjufjara,      F-gata fái heitið Bátafjara og
G-gata fái heitið Eyrarfjara.
Umhverfisnefnd þakkar öllum sem sendu inn tillögur.

 

   

5.

2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012.

 

Lögð fram frumdrög að skólalóð Grunnskólans á Ísafirði. Teikningin er unnin af Teiknistofunni Eik og dagsett í  mars 2013.

 

Uhverfisnefnd óskar eftir umsögn slökkviliðsstjóra á frumdrögunum.
Tæknideild falið að vinna áfram að frumdrögunum í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:25

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

 

Gísli Halldór Halldórsson.

Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Lína Björg Tryggvadóttir.

Heimir Gestur Hansson.

 

Jóhann Birkir Helgason.

Ralf Trylla.

 

Anna Guðrún Gylfadóttir.

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?