Skipulags- og mannvirkjanefnd - 391. fundur - 27. mars 2013

Dagskrá:

1.

2013030028 - Tankurinn við Sólbakka á Flateyri. - Breytt skráning.

 

Lagt fram erindi dags. 20. mars sl., þar sem Karl Hjálmarsson fh. Fjallið Þorfinnur ehf., óskar eftir að breyta skráningu Tanksins á Flateyri úr iðnaðarhúsnæði  í íbúðarhúsnæði.

 

Umhverfisnefnd getur ekki fallist á að breyta skráningu hússins úr iðnaðarhúsi og í íbúðarhús þar sem það er staðsett á snjóflóðahættusvæði. Hinsvegar getur umhverfisnefnd fallist á að breyta skráningu hússins í sumarhús og í lóðaleigusamning verði ákvæði um að búseta sé aðeins heimil á tímabilinu 30. apríl til 1. nóvember ár hvert.

 

   

2.

2013020007 - Grenjavinnsla 2013.

 

Lagt fram erindi dags. 9. mars sl. þar sem Finnbogi J. Jónasson leggur inn umsókn um grenjavinnslu og refaveiðar í Skutulsfirði og Hnífsdal í Ísafjarðarbæ.

 

Þar sem ekki er víst hvort samningur við Félag refa- og minkaveiðimanna verði endurnýjaður, óskar umhverfisnefnd eftir áliti bæjarráðs á erindinu.

 

   

3.

2013030022 - Fjallskilanefnd Súðavíkurhrepps.

 

Lagt fram bréf dags. 13. mars sl. frá Ómari Má Jónssyni, sveitarstjóra í Súðavíkurhreppi, þar sem tilkynnt er skipan í fjallskilanefnd Súðavíkurhrepps.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2013030027 - Frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu, 634. mál.

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 14. mars sl. frá atvinnuveganefnd Alþingis, þar sem lagt er fram frumvarp til laga um vatnalög og rannskóknir á auðlindum í jörðu (samræming reglna um vatnsréttindi), 634. mál. Umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 19. mars nk.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið,  en lýsir yfir óánægju sinni við þann stutta tíma sem gefinn er til umsagnar.

 

   

5.

2013030009 - Samstarfssamningur Skógræktarfélags Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar.

 

Á fundi bæjarráðs 18. mars sl. var lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 6. mars sl., þar sem félagið er að leita eftir samstarfssamningi við Ísafjarðarbæ. Bréfinu fylgja drög að slíkum samstarfssamningi. Fulltrúar Skógræktarfélagsins óska eftir fundi með fulltrúum umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar eins fljótt og mögulegt er, til að ræða þessi mál og önnur er á félaginu brenna. Bæjarráð vísaði erindinu til vinnslu á umhverfis- og eignasviði og í umhverfisnefnd.

 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ræða við Skógræktarfélagið í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

6.

2013020060 - Malbikun gatna 2013.

 

Lagt fram yfirlit frá tæknideild Ísafjarðarbæjar yfir götur á Ísafirði, þar sem slitlag er orðið lélegt.  Erindi frestað á síðasta fundi umhverfisnefdnar.

 

Umhverfisnefnd samþykkir að farið verði í hellulögn í Smiðjugötu og að Seljalandsvegur frá Miðtúnsbrekku að Engi verði malbikaður í samræmi við fjárhagsáætlun.

 

   

7.

2013030023 - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi.

 

Lagt fram bréf dags. 18. mars sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs fh. Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna byggingu ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt fyrir ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði með eftirfarandi skilyrðum:
    Að gengið verði til samninga við Skógræktarfélag Ísafjarðar um bætur vegna þeirra trjáa sem eru innan framkvæmdasvæðis.
    Að landmótun og frágangur yfirborðs verði í samræmi við deiliskipulag og umhverfismat framkvæmda á svæðinu.
    Að framkvæmdaraðili hugi sérstaklega að vökvunarbúnaði við uppgræðslu, vegna lítillar ofankomu yfir sumartímann.
    Að framkvæmdaraðili leggi fram greinargerð um að regnvatnslagnir, sem ofanvatni er beint í, anni því vatnsmagni sem fyrirséð er að komi úr hlíðinni fyrir ofan.
    Að gætt verði að, að  aðeins verði unnið innan skilgreinds framkvæmdasvæðis.
    Að sérstaklega verði gætt að ofanvatni á framkvæmdatíma.

 

   

8.

2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði.

 

Á fundi umhverfisnefndar 14. nóvember 2012, var sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, falið að auglýsa eftir tillögum að götunöfnum á Suðurtanga á Ísafirði. Lagðar fram 24 tillögur að götunöfnum á Suðurtanga.

 

Tæknideild falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

9.

2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga og greinargerð Forssárvirkjunar fyrir Orkubú Vestfjarða ohf. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. mars 2013.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
Jafnframt leggur umhverfisnefnd til að fallið verði frá kynningu á deiliskipulagstillögunni í samræmi við grein 5.6.1, í skipulagsreglugerð nr.90/2013 enda liggja allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 og landeigendur voru boðaðir á fund vegna málsins 18. mars sl.

 

   

10.

2013030033 - Samráðsfundur 2013. - Skipulagsstofnun og Samb. ísl. sveitarf.

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 25. mars sl. frá Skipulagsstofnun þar sem kynntur er árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna. Fundurinn verður haldinn 11. og 12. apríl 2013 á Hótel Cabin, 7. hæð, Borgartúni 32, Reykjavík.
Fundurinn er ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaganna í skipulagsmálum.

 

Umhverfisnefnd samþykkir, að Albertína Elíasdóttir og Gísli Halldór Halldórsson mæta á fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Lína Björg Tryggvadóttir

 

Magnús Reynir Guðmundsson

Heimir Gestur Hansson

 

Anna Guðrún Gylfadóttir

Jóhann Birkir Helgason

 

Ralf Trylla

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?