Skipulags- og mannvirkjanefnd - 390. fundur - 13. mars 2013

Dagskrá:

1.

2013020047 - Stöðuleyfi fyrir gám á Flateyri.

 

Lögð fram umsókn frá Iceland Profishing hf, Hafnarstræti 9, Flateyri, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir gámahúsi ásamt palli fyrir grillaðstöðu á smábátahöfninni  Melagötu á Flateyri.

 

Umhverfisnefnd óskar álits íbúasamtaka Önundarfjarðar á erindi Iceland Profishing hf. vegna grillaðstöðunnar.
Ósk um stöðuleyfi fyrir gám er sent til Hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Lausn sem þessi, með lausum gámum ætti alltaf að vera tímabundin.

 

   

2.

2013020017 - Gámar í Ísafjarðarbæ 2013.

 

Lögð fram samantekt, unnin af byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, um stöðuleyfi fyrir gáma í Ísafjarðarbæ.

 

Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með úttektina og felur byggingarfulltrúa að vinna áfram að gámamálunum í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

3.

2012060008 - Endurskoðun samþykkta um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ.

 

Tekin fyrir að nýju samþykkt um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á drögunum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2013020070 - Reglugerð um hlutverk Umhverfisstofnunar sbr. lög um náttúruvernd. - Umsagnarbeiðni.

 

Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dagsett 25. febrúar 2013, er varðar drög að reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins.
Óskað er umsagnar á reglugerðardrögunum eigi síðar en 22. mars nk.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drögin.

 

   

5.

2013020068 - Sindragata 13a, Ísafirði. - Umsókn um lóð.

 

Lagður fram tölvupóstur frá Bernharð Hjaltalín dags. 27. febrúar 2013, þar sem sótt er um lóðina að Sindragötu 13a á Ísafirði.

 

Umhverfisnefnd óskar eftir áliti Hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á umsókn, þar sem lóðin er á skipulögðu hafnarsvæði skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.

 

   

6.

2013020060 - Malbikun gatna 2013.

 

Lagt fram yfirlit frá tæknideild Ísafjarðarbæjar yfir götur á Ísafirði, þar sem slitlag er orðið lélegt.

 

Erindi frestað til næsta fundar.

 

   

7.

2013020073 - Skipulagsreglugerð 90/2013.

 

Lögð fram ný skipulagsreglugerð nr.90/2013. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 27. febrúar 2013, er varðar kynningu á nýju skipulagsreglugerðinni.
Kynningin verður haldin í fundarsal Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði,  miðvikudaginn 13. mars 2013 kl.13-15.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði.

 

Lagt fram bréf frá Verkís, f.h. Landsnets og Orkubús Vestfjarða dagsett 28. febrúar 2013,  er varðar leyfi landeiganda til að fá að þvera Tunguá í Skutulsfirði með ídráttarrörum fyrir rafstrengi vegna flutnings tengivirkis úr Stórurð að Skeiði 7, Ísafirði.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið en óskar eftir að framkvæmdaáætlun verði lögð fram til tæknideildar áður en framkvæmdir hefjast. Valinn verði framkvæmdatími sem minnst áhrif hefur á lífríkið. Haft verði samráð við tæknideild um frágang.

 

   

9.

2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði.

 

Lagt fram bréf Verkís, f.h. Landsnets og Orkubús Vestfjarða er varðar framkvæmdaleyfi við lagningu rafstrengs vegna færslu tengivirkis í Stórurð á Ísafirði. Gert er ráð fyrir að leggja þrjá 11 kV strengi frá Stakkanesi að tengivirki við Skeiði 7 og tvo 66 kV strengi frá Seljalandi að tengivirki við Skeiði 7.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið en óskar eftir að framkvæmdaáætlun verði lögð fram til tæknideildar áður en framkvæmdir hefjast. Haft verði samráð við tæknideild um frágang og sérstök áhersla verði lögð á frágang við göngustíg.

 

   

10.

2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði

 

Á fundi umhverfisnefndar 14. nóvember 2012, var sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, falið að auglýsa eftir tillögum að götunöfnum á Suðurtanga á Ísafirði. Lagðar fram 24 tillögur að götunöfnum á Suðurtanga.

 

Erindi frestað og unnið áfram að málinu fram að næsta fundi umhverfisnefndar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:55.

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Lína Björg Tryggvadóttir

 

Heimir Gestur Hansson

Jóhann Birkir Helgason

 

Ralf Trylla

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?