Skipulags- og mannvirkjanefnd - 389. fundur - 13. febrúar 2013

Dagskrá:

1.

2013020001 - Sindragata 4b, Ísafirði. - Umsókn um lóð.


Lagt fram erindi dags. 1. febrúar sl. þar sem Guðmundur Tr. Ásbergsson sækir um lóðina Sindragata 4b, Ísafirði, undir fjölbýlishús.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Guðmundur Tr. Ásbergsson fái lóðina Sindragata 4b, Ísafirði,  með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 2.

2013020016 - Skeið 7, Ísafirði. - Umsókn um lóð.


Lagt fram erindi frá Verkís fh. Landsnets, þar sem sótt er um lóðina Skeið 7, Ísafirði, undir tengivirki Landsnets.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Landsnet fái lóðina Skeið 7, Ísafirði,  með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 3.

2009030054 - Brekkustígur 7, Suðureyri. - Byggingarleyfi.


Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 6. febrúar sl., til eiganda Brekkustígs 7, Suðureyri.


Lagt fram til kynningar.

 4.

2011100076 - Torfnes, Ísafirði. - Byggingarleyfi v/ áhorfendastúku.


Erindi síðast á dagskrá í umhverfisnefnd 23. janúar sl. Umhverfisnefnd óskaði eftir úrlausn mála frá byggingarnefnd stúkunnar.


Samkvæmt þeim gögnum sem lögð hafa verið fram hjá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, þá teljast þau fullnægjandi og þar með brugðist við athugasemdum.

 

 5.

2013020007 - Grenjavinnsla 2013.


Lagt fram bréf dags. 2. febrúar sl. frá Salvari Baldurssyni, formanni stjórnar Dúnlands, þar sem kynnt er ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Æðarræktarfélagsins Dúnlands, sem haldinn var á Mýrum í Dýrafirði 18. janúar sl.


Lagt fram til kynningar.

 6.

2012060008 - Endurskoðun samþykkta um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ.


Lagðar fram endurstoðaðar samþykktir um  hundahald og kattahald í Ísafjarðarbæ.


Umhverfisnefnd vísar drögum að samþykkt um hunda- og kattahald til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og héraðsdýralæknis (Matís) til umsagnar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

 7.

2013020017 - Gámar í Ísafjarðarbæ 2013.


Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, um staðsetningu gáma á Ísafirði og í Hnífsdal.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 8.

2013020015 - Þingsályktunartillaga um breytta framtíðarskipan refaveiða, 84. mál - umsagnarbeiðni.


Lagt fram erindi dags. 7. febrúar sl. frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál.


Umhverfisnefnd leggur áherslu á að það eigi að vera hlutverk ríkisins að halda ref og mink í skefjum og að ríkið beri af því allan kostnað.
Umhverfisnefnd telur æskilegt að rannsóknir og veiðistjórnun verði á einni hendi á ábyrgð ríkisins.

 9.

2013020024 - Frumvarp til laga um búfjármál, 282. mál. - Umsögn.


Lagt fram erindi dags. 8. febrúar sl. frá nefndasviði Alþingis, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 10.

2013020026 - Frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál - Umsögn.


Lagt fram erindi dags. 8. febrúar sl. frá nefndasviði Alþingis, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 11.

2013010015 - Skýrsla um ,,Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum“.


Á fundi bæjarráðs 11. febrúar sl.,  var lögð fram skýrslan ,,Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum“, sem unnin er af starfshópi um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Skýrslan kom út í desember 2012.


Skýrslan lögð fram til kynningar í bæjarráði og vísað til kynningar í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram til kynningar.

  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50.

 

 

Gísli Halldór Halldórsson

 

Magnús Reynir Guðmundsson

Heimir Gestur Hansson

 

Lína Björg Tryggvadóttir

Jóhann Birkir Helgason

 

Ralf Trylla

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?