Skipulags- og mannvirkjanefnd - 388. fundur - 23. janúar 2013

Dagskrá:

1.

2012070029 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi 2012.

 

Á fundi bæjarráðs 8. janúar sl., var lagt fram tölvubréf frá Guðjóni Bragasyni hjá Samb. ísl. sveitarf., þar sem hann vekur athygli sveitarfélaga á lagabreytingum er voru samþykktar á Alþingi þann 19. desember 2012 og snerta sveitarfélögin í landinu. Tölvubréfið var lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2012040002 - Sjóvarnir og sportbátaaðstaða við Pollinn á Ísafirði.

 

Lögð fram drög að skýrslu starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði, dags. jan. 2013.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. í Dýrafirði.

 

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 8. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir tilkynningu frá Dýrfiski ehf., til Skipulagsstofnunar, um aukningu á framleiðslu á regnbogasilungi (eða laxi) í Dýrafirði. Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á því hvort eða á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 og óskast umsögn send fyrir 25. janúar n.k.

 

Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.
Þar sem um er að ræða mikið hagsmunamál, m.a. með vísan í æðarvarp á Mýrum og víðar í firðinum, þá leggur umhverfisnefnd til við Skipulagsstofnun að auglýst verði eftir athugasemdum eins og um deiliskipulag væri að ræða.
Þar sem hluti svæðis er innan hafnarsvæðis Ísafjarðarbæjar er nauðsynlegt að fyrir liggi umsögn hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á erindinu.

 

   

4.

2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga að Ingjaldssandi.
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 3. október 2012.

 

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögu fyrir Álfadal svæði F31 og F32, þar til gengið hefur verið með formlegum hætti frá skiptum á jörðunum Ástúni og Álfadal.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga af Nesdal svæði F27 og Hrauni F29 og F30 verði samþykkt enda styðja fyrirliggjandi gögn eignarhald Sæbóls að Nesdal og enginn annar hefur lýst eign sinni í auglýsingarferli deiliskipulagstillögunnar.

 

   

5.

2013010045 - Ecological quality assessment for Pollurinn by using biotic indices.

 

Lögð fram meistararitgerð, Ecological quality assessment for Pollurinn (Ísafjörður) by using biotic indices. Ritgerðin er unnin af Arastou Gharibi nemanda í Coastal and Marine Management, í apríl 2011.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2011100076 - Torfnes. - Byggingarleyfi v/ áhorfendastúku.

 

Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 21. janúar sl.

 

Umhverfisnefnd óskar eftir úrlausn málsins frá byggingarnefnd stúkunnar, að öðrum kosti fari erindið í ferli dagsektarmála hjá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að loknum næsta fundi nefndarinnar.

 

   

7.

2013010041 - Minjastofnun Íslands.

 

Lagt fram bréf dags. 9. janúar sl. frá Agnesi Stefánsdóttur, deildastjóra, fh. forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, þar sem bent er á ný lög um menningarminjar nr. 80/2012,  sem tóku gildi 1. janúar 2013. Með gildistöku þessara laga voru Fornleifavernd ríkisins og Húsafriðunarnefnd ríkisins lagðar niður og ný stofnun, Minjastofnun Íslands tók til starfa.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2013010051 - Frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál.

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 17. janúar sl. frá nefndasviði Alþingis, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir Ísafjarðarbæ til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

2011070030 - Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði.

 

Erindi frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að greiðsla vegna vinnu við endurskoðun Fjallskilasamþykktar verði samþykkt.

 
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldir aðilar verði skipaðir fulltrúar í Fjallskilanefnd Ísafjarðarbæjar: Karl Guðmundsson, Súgandafirði, Kristján Andri Guðjónsson, Skutulsfirði, Kristján Jónsson, Skutulsfirði, Svala Sigríður Jónsdóttir, Súgandafirði, Ásvaldur Magnússon, Önundarfirði, Sighvatur Jón Þórarinsson, Dýrafirði og Ómar Dýri Sigurðsson, Dýrafirði.

Fjallskilanefnd velji sér formann.

 

   

10.

2009060058 - Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga frístundabyggðar í Tungudal, Skutulsfirði, unnin af Teiknistofunni Eik.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

   

11.

2004020154 - Snjóflóðavarnir í Kubba. - Breyting á deiliskipulagi.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga vegna snjóflóðavarna í Kubba á Ísafirði, unnin af Teiknistofunni Eik.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

   

12.

2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri. - Miðsvæði.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga af miðbæ Suðureyrar, unnin af Teiknistofunni Eik.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Lína Björg Tryggvadóttir

Heimir Gestur Hansson

 

Anna Guðrún Gylfadóttir

Jóhann Birkir Helgason

 

Ralf Trylla

 

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?