Skipulags- og mannvirkjanefnd - 387. fundur - 9. janúar 2013

Guðmundur Tryggvi Ásbergsson mætti á fundinn undir 5. lið dagskrár, erindi um smáhýsi í Tungudal í Skutulsfirði.

 

Dagskrá:

1.

2009070034 - Heimabær II. - Hesteyri.

 

 

Lagt fram bréf dags. 19. des. sl. frá Arnari Þór Stefánssyni hrl., þar sem vísað er í bréf frá 28. nóvember sl. er varðar bókun umhverfisnefndar frá 14. nóvember sl. Lagðar eru inn breyttar teikningar á Heimabæ II, Hesteyri.

 

 

Umhverfisnefnd samþykkir framkomnar teikningar enda hefur verið farið eftir ábendingum umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

 

   

 

2.

2012120030 - Stefnisgata 7, Suðureyri. - Umsókn um lóð.

 

 

Lagt fram erindi dags. 17. des. sl. frá Sigurjóni Andra Guðmundssyni, þar sem hann sækir um lóðina Stefnisgata 7, Suðureyri, samkvæmt deiliskipulagi af miðbæ Suðureyrar.

 

 

Þar sem umrædd lóð er ekki laus til umsóknar getur umhverfisnefnd ekki úthlutað lóðinni að svo stöddu.
Byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara.

 

 

   

 

3.

2012120025 - Austurvegur 2, Ísafirði. - Byggingarleyfi.

 

 

Lagt fram erindi dags. 11. des. sl. frá Ágústi Gíslasyni fh. Þallar ehf. þar sem óskað er eftir breyttri skráningu/notkun á húsnæði Þallar að Austurvegi 2, Ísafirði, samkvæmt teikningu frá Gísla Má Ágústssyni.

 

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að notkun á húseigninni Austurvegi 2, Ísafirði, verði breytt úr skrifstofuhúsnæði og í gistiheimili, enda í samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.

 

 

   

 

4.

2012120024 - Breytt notkun á leikvallarlóð á Austurvegi, Ísafirði.

 

 

Lagt fram erindi dags. 12. des. sl. frá Árna Traustasyni, Þorsteini Þráinssyni og Þórði J. Skúlasyni fh. Oddfellowstúknanna á Ísafirði, þar sem óskað er eftir breyttri nýtingu á leikvallarlóð við Austurveg.

 

 

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu í hönnunarferli af svæðinu.

 

 

   

 

5.

2010080007 - Smáhýsi í Tungudal, Skutulsfirði.

 

 

Lagt fram bréf dags. 26. nóvember sl. frá Guðmundi Tryggva Ásbergssyni, þar sem sótt er um leyfi til að reisa 20 smáhýsi á svæði, sem er innan og vestan við tjaldsvæðið í Tungudal, Skutulsfirði.
Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 12. des. sl. og var óskað eftir því að bréfritari kæmi á næsta fund nefndarinnar og sat hann fundinn undir þessum lið dagskrár.

 

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tekin verði upp að nýju deiliskipulagsvinna af svæðinu.
Gert yrði ráð fyrir smáhýsunum á næst innsta túninu í Tungudal, neðan Landsbankabústaðar.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir sat hjá við afgreiðslu erindisins.

 

                                     

6.

2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar í Engidal, Skutulsfirði.

                                 
 

Lagt fram erindi dags. 20. des. sl. frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmd OV ohf., á endurnýjun Fossárvirkjunar í Engidal, Skutulsfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 msb. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.
Jafnframt er lögð fram deiliskipulags- og matslýsing fyrir Fossárvirkjun, dags. 20. desember 2012.

                                 
 

Umhverfisnefnd metur það svo að framkomnar upplýsingar gefi ekki tilefni til að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum með vísan í 3. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br.
Umhverfisnefnd samþykkir framkomna deiliskipulags- og matslýsingu enda í samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

                                 

 

                                     

7.

2011020053 - Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar - Endurskoðun.

                                 
 

Lögð fram drög af starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar.

                                 
 

Umhverfisnefnd fagnar framkomnum drögum en telur að skýra þurfi eftirfylgni og framkvæmd stefnunnar.

                                 

 

                                     

8.

2011070030 - Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði.

                                 
 

Lagt fram bréf dags. 10. des. sl. frá Guðmundi Steinari Björgmundssyni fh. Búnaðarfélagsins Bjarma þar sem lögð er fram tillaga búnaðarfélagsins um fulltrúa í fjallskilanefnd Ísafjarðarbæjar.

                                 
 

Erindi rætt og ákvörðun frestað til næsta fundar.

                                 

 

                                     

9.

2012040041 - Neðri-mið-Hvammur í Dýrafirði. - Skipting lands.

                                 
 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 28. nóvember sl.

                                 
 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

                                 

 

                                     

10.

2011040052 - Deiliskipulag hjúkrunarheimilis

                                 
 

Lögð fram deiliskipulagstillaga að hjúkrunarheimili á Torfnesi, Ísafirði. Skipulagstillagan var samþykkt í umhverfisnefnd 21. mars 2012 og tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl 2012.
Í bréfi dags. 18. apríl 2012 frá Skipulagsstofnun, var ekki gerð athugasemd við að Ísafjarðarbær birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í b-deild Stjórnartíðinda.

                                 
 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

                                 

 

                                     

11.

2012090061 - Aðalskipulagsbreytingar - sumarhúsalóðir í Arnardal, Skutulsfirði.

                                 
 

Erindi var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 16. október sl.
Umsagnir voru sendar til eigenda lands í Arnardal.
3 umsagnir bárust. Þær voru frá eigendum jarðanna Fremri-Húsa og Fremri Arnardals, eigendum Fremri Arnardals 1 og eigendum nýbýlisins að Holti í Arnardal.

                                 
 

Umhverfisnefnd þakkar framkomnar ábendingar og vísar þeim í vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

                                 

 

                                     

12.

2011070023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu. - Umsagnarbeiðni.

                                 
 

Lagt fram bréf dags. 20. des. sl. frá Einari Jónssyni, verkefnastjóra landsskipulags, fh. Skipulagsstofnuar þar er bent er á greinargerð þar sem er að finna yfirlit, samantektir athugasemda, efnisleg svör Skipulagsstofnunar, afgreiðslu og tillögur stofnunarinnar til umhverfis- og auðlindaráðherra, um breytingar á auglýstri tillögu að landsskipulagsstefnu. Greinargerðina er að finna á www.landsskipulag.is

                                 
 

Lagt fram til kynningar.

                                 

 

                                     

13.

2012110030 - Erindisbréf umhverfisnefndar 2012.

                                 
 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 28. nóvember sl.

                                 
 

Umhverfisnefnd felur sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs að vinna áfram í drögum að erindisbréfi í samræmi við umræður á fundinum.

                                 

 

                                     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

Lína Björg Tryggvadóttir

Heimir Gestur Hansson

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?