Skipulags- og mannvirkjanefnd - 384. fundur - 14. nóvember 2012

Dagskrá:

1.

2012110028 - Seljalandsvegur 102, Ísafirði. Bílskúr - byggingarleyfi.

 

Lagt fram bréf dags. 9. nóvember s.l., frá Þorbirni H. Jóhannessyni, þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi frá 2007 til byggingar á bílskúr við Seljalandsveg 102, Ísafirði

 

Með vísan í möguleg uppkaup á húsinu vegna ofanflóða, óskar umhverfisnefnd umsagnar bæjarráðs á erindinu.

 

   

2.

2009070034 - Heimabær II, Hesteyri í Jökulfjörðum.

 

Lagt fram bréf dags. 8. nóv. sl. frá Lex lögmannsstofu fh. eigenda að Heimabæ II, Hesteyri í Jökulfjörðum, þar sem vinsamlega er farið þess á leit við umhverfisnefnd að hún endurskoði afstöðu sína varðandi þakglugga á sumarhúsinu Heimabæ II, Hesteyri.

 

Umhverfisnefnd telur sér skylt að afgreiða málið eins og að breytingarnar hafi ekki verið framkvæmdar og ítrekar því afstöðu sína frá 18. maí sl. Umhverfisnefnd lítur eingöngu til byggingarstíls í viðkomandi byggð, þ.e. á Hesteyri, með ákvörðun sinni.
Magnús Reynir Guðmundsson tók ekki afstöðu í málinu.

 

   

3.

2012110004 - Frumvarp til laga um almenningssamgöngur á landi.

 

Á fundi bæjarráðs 5. nóvember sl. var lagt fram bréf frá Guðjóni Bragasyni hjá Samb. ísl. sveitarf., þar sem fjallað er um drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi. Frumvarpið má nálgast á slóðinni http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28294
Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og eignasviðs og umhverfisnefndar.

 

Umhverfisnefnd fagnar þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að tryggja eigi samgöngur innan þéttbýlis og auka ferðatíðni á milli helstu atvinnu- og þjónustukjarna í hverjum landshluta. Umhverfisnefnd vill benda á sérstöðu Ísafjarðarbæjar sem víðfeðms fjölkjarna sveitarfélags og að tryggja þurfi sveitarfélaginu eðlilegt fjármagn í málaflokkinn.

 

   

4.

2011070023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu. - Umsagnarbeiðni.

 

Erindið var síðast á dagskrá 31. október sl.

 

Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að færa skipulagslögsögu sveitarfélaga út í eina sjómílu utan við grunnlínu landhelginnar.
Í samfélaginu er mikil umræða um aukið íbúalýðræði. Nærtæk leið til að auka íbúalýðræði er að beina því m.a. í gegnum þann farveg sem nefndir sveitarfélaga og skipulagslög hafa þegar búið til. Metnaðarfull sveitarfélög hafa, undir eftirliti Skipulagsstofnunar, gert vandaðar skipulagsáætlanir á borð við aðalskipulag sveitarfélaga. Slík vinna er bæði samfélagslega eflandi og lýðræðisleg.
Víða um heim eru strandsvæðin innan einnar sjómílu utan við grunnlínu á skipulagsvaldi sveitarfélaga. Þannig er það í Noregi. Í Svíþjóð og Finnlandi eru skipulagsmörk sveitarfélaga 12 sjómílur utan grunnlínu. Að auki miðast Vatnatilskipun Evrópusambandsins við eina sjómílu utan við grunnlínu. Það er tæpast nokkur ástæða til þess fyrir Íslendinga að halda í flókið og svifaseint stofnanafyrirkomulag að svo miklu leyti sem hægt er að greiða úr málum með skipulagsvaldi sveitarfélaga og því íbúalýðræði sem því fylgir. Gera má ráð fyrir að skipulagsmál yrðu skilvirkari, heildstæðari og einfaldari ef skipulagsvald á strandssvæðum yrði fært til sveitarfélaga.

 

   

5.

2012110017 - Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun.

 

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 með síðari breytingum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2012030087 - Ársfundur Umhverfisstofnunar 2012.

 

Lagt fram bréf dags. 30. október sl. frá Umhverfisstofnun þar sem kynntur er 15. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, sem haldinn var 13. nóv. sl. í Miðgarði, Skagarfirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga, ásamt greinargerð, af Suðurtanga, Ísafirði. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik í október 2012.

 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að auglýsa eftir tillögum að götunöfnum og kynna framkomin drög að deiliskipulagi.
Drögin send til kynningar í hafnarstjórn.

 

   

8.

2012070034 - Mávagarður, olíubirgðastöð Skeljungs.

 

Erindið var síðast á dagskrá 31. október sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Skeljungur fái lóð E við Mávagarð, Ísafirði,  enda er gert ráð fyrir olíubirgðastöð á lóðinni í gildandi deiliskipulagi. Lóðinni verði úthlutað í samræmi við reglur sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

 

 

 

9.

2012110021 - Yfirlýsing um landamerki milli Auðkúlu og Sandalands í Ísafjarðarbæ.

 

Lögð fram yfirlýsing um landamerki á milli Auðkúlu og Sandalands í Ísafjarðarbæ.

 

Umhverfisnefnd samþykkir framkomin landamerki á milli Auðkúlu og Sandalands.

 

   

10.

2010070062 - Rómarstígur 2, 4, og 6, Suðureyri, ofl. - Endurbygging byggðarkjarna Suðureyrar.

 

Erindi var síðast á dagskrá fundar 31. okt. sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson, Suðureyri  fái umbeðnar lóðir til úthlutunar enda verði gengið til samninga vegna þeirra á grundvelli fyrirliggjandi samkomulagsdraga.

 

   

11.

2011070030 - Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði

 

Á 773. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar var lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 7. nóvember sl., þar sem hann fjallar um nýja fjallskilareglugerð Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna, er samþykkt var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 24. maí sl. Við setningu hennar eru ákveðin atriði er Ísafjarðarbær þarf að ganga frá og koma þau fram í minnisblaði bæjarstjóra.
Bæjarráð fól umhverfisnefnd að skipa fjallskilanefnd fyrir Ísafjarðarbæ.

 

Umhverfisnefnd óskar eftir að aðilar frá Búnaðarfélaginu Bjarma mæti á næsta fund umhverfisnefndar vegna málsins.

 

   

12.

2012110020 - Frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs, 120. mál - umsagnarbeiðni

 

Lagt fram bréf frá nefndarsviði Alþingis dagsett 8. nóvember sl., þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn á frumvarpi til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120 mál. Umsögn óskast eigi síðar en 22. nóvember n.k.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

2010050008 - Jafnréttisáætlun.

 

Lagt fram bréf frá Sædísi M. Jónatansdóttur, ráðgjafa í félagsþjónustu hjá Ísafjarðarbæ, dagsett 31. október sl. ásamt samþykktri jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar 2012-2014.

 

Lögð fram til kynningar.

 

 

  

14.

2012100021 - Sjókvíaeldi Fjarðareldis ehf. í Skutulsfirði - Umsagnarbeiðni.

 

Á fundi umhverfisnefndar 16. október sl., var erindið sent hafnarstjórn til umsagnar.
Hafnarstjórn bendir á að umrætt svæði er mjög nálægt siglingaleið smábáta og óskar eftir því að leitað verði álits Eldingar félags smábátasjómanna á Ísafirði, á þessu máli. Að öðru leyti gerir hafnarstjórn ekki athugasemdir við málið.
Hafnarstjórn tekur undir með umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar að ákvarðanir um svona mál verði færðar heim í hérað.

 

Umhverfisnefnd óskar eftir áliti Eldingar félags smábátaeigenda á erindinu.

 

   

15.

2012110030 - Erindisbréf umhverfisnefndar 2012.

 

Tekið fyrir erindisbréf umhverfisnefndar frá 1996.

 

Erindinu frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

Lína Björg Tryggvadóttir

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

Anna Guðrún Gylfadóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?