Skipulags- og mannvirkjanefnd - 383. fundur - 31. október 2012

Dagskrá:

1.

2012070034 - Mávagarður á Ísafirði. - Olíubirgðastöð Skeljungs.

 

Á fundi bæjarráðs 30. okt. sl. var lagt fram bréf frá Skeljungi hf., dagsett 19. október sl., þar sem félagið sækir um lóð E á Mávagarði við Ísafjarðarhöfn, fyrir olíubirgðastöð, samkvæmt gildandi skipulagi.
Erindinu var vísað til umhverfisnefndar til frekari vinnslu.

 

Umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar á erindinu.

 

   

2.

2009020030 - Mjósund 2/Mávagarður Ísafirði. - Olíubirgðastöð.

 

Lögð fram áætlun um meðhöndlun jarðvegs, Olíubirgðastöðvar við Mjósund og Suðurgötu á Ísafirði. Áætlunin er unnin af Gesti Guðjónssyni umhverfis-verkfræðingi, M.Sc. í júní 2012.

 

Umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa að vinna í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

3.

2009020030 - Mjósund 2/Mávagarður Ísafirði. - Olíubirgðastöð.

 

Á fundi í bæjarráði 30. okt. sl. var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 18. október sl., er varðar útgáfu starfsleyfis fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf., á Mávagarði Ísafirði. Þar sem engar athugasemdir hafa borist við staðsetninguna á auglýsingartíma, ekki gerðar breytingar á texta leyfisins við útgáfuna frá þeim ákvæðum, sem voru í auglýstri tillögu, þá öðlast starfsleyfið gildi og gildir til 1. nóvember 2028.
Erindið var lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2012100037 - Upplýsingaskilti við Látra í Aðalvík

 

Lagt fram bréf dags. 25. september sl. frá Sólrúnu Þorsteinsdóttur, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp tvö upplýsingaskilti við Látra í Aðalvík í Hornstrandafriðlandinu.

Einnig að setja upp ljósmyndir á útveggi rústanna af ratsjárstöðinni á Straumnesfjalli.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið fyrir sitt leiti að því gefnu að leyfi landeigenda, Hornstrandastofu og eiganda rústa á Straumnesfjalli liggi fyrir.

 

   

5.

2012100044 - Skógarbraut 3 og 3a, Ísafirði. - Ýmis mál.

 

Lagt fram erindi dags. 22. október sl. frá Guðmundi Óla K. Lyngmó fh. húsfélagsins að Skógarbraut 3 og 3a, Ísafirði, þar sem lagðar eru fram ályktanir frá fundi húsfélagsins.

 

Umhverfisnefnd vísar liðum a, b og c til fjárhagsáætlunargerðar. Varðandi d lið, þá hefur málinu verið vísað til eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar.

 

   

6.

2012100017 - Skráning reiðleiða í kortasjá. - Styrkbeiðni.

 

Á fundi í bæjarráði 15. október sl var lagt fram bréf frá Landssambandi hestamannafélaga, dagsett 3. október sl., er fjallar um vinnu við skráningu reiðleiða á öllu landinu, í samvinnu við Vegagerðina, allt frá árinu 2007. Óskað er eftir fjárstuðningi frá sveitarfélögum vegna þessa verkefnis og er farið fram á

kr. 100.000.- á ári næstu fjögur árin.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.

 

Þó að slíkar upplýsingar séu gagnlegar þá telur umhverfisnefnd að þær séu ekki nauðsynlegar.

 

   

7.

2012100040 - Bílastæði fyrir hópferðabíla á Suðureyri.

 

Lagt fram erindi dags. 14. október sl. frá Elíasi Guðmundssyni, þar sem sótt er um leyfi og lóðaleigusamning til að koma fyrir bílastæði fyrir hópferðabíla á uppfyllingu á milli þjóðvegar og uppsáturs við Suðureyrarhöfn.

 

Umhverfisnefnd óskar umsagnar Vegagerðarinnar og hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á erindinu.

 

   

8.

2010070062 - Rómarstígur 2, 4 og 6, Suðureyri, o.fl. - Endurbygging byggðarkjarna Suðureyrar.

 

Lagt fram erindi dags. 18. október sl. frá Elíasi Guðmundssyni, þar sem óskað er eftir samningi við Ísafjarðarbæ um úthlutun á 6 lóðum við Rómarstíg og Stefnisgötu, Suðureyri.

 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram drög að hugsanlegum samningi fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

   

9.

2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði.

 

Á fundi í bæjarráði 30. okt. sl. var lagt fram bréf Orkustofnunar dagsett 22. október sl., er varðar færslu 66kV jarðstrengs vegna ofanflóðavarna á Ísafirði. Í bréfinu kemur fram að Orkustofnun heimilar, í ljósi meðalhófs og sérstakra aðstæðna, Landsneti hf. að ljúka verkhluta við strenginn, með tilliti til þess að umrædd framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins og virðist hafa óverulegan kostnað í för með sér, sem hluta af heildarkostnaði hinna leyfisskyldu framkvæmda Landsnets.
Erindið var lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

2011070023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu. - Umsagnarbeiðni.

 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 3. okt. sl.

 

Erindinu frestað til næsta fundar.

 

   

11.

2012090006 - Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun.

 

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 16. okt. sl.

 

Umhverfisnefnd samþykkir framkomnar gjaldskrár og innifalið í gjaldi vegna hunda- og kattahalds verði ormahreinsun, bólusetning og tryggingar.

 

   

12.

2010120030 - Umferðaröryggisáætlun 2011.

 

Lögð fram drög að umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar ásamt leiðbeiningariti Umferðarstofu og Vegagerðarinnar um umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga frá janúar 2010.

 

Umhverfisnefnd samþykkir drögin og leggur til að í verkefnastjórn verði Magnús Reynir Guðmundsson frá umhverfisnefnd, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi og óskað verði eftir fulltrúa frá lögreglunni.

 

   

13.

2012100057 - Dagverðardalur 2, Skutulsfirði. - Breyting á byggingarreit.

 

Lögð fram fyrirspurn frá Ásgeiri Erling Gunnarssyni og Lilju Guðrúnu Steinsdóttur, um breytingu á byggingarreit við sumarhúsið í Dagverðardal 2, Skutulsfirði.

 

Umhverfisnefnd setur sig ekki á móti færslu byggingarreitsins. Hann þyrfti hinsvegar að vera jafn langt frá lóðamörkum og nú er. Umhverfisnefnd veitir ekki samþykki sitt nema deiliskipulagi sé breytt að undangenginni grenndarkynningu.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Heimir Gestur Hansson

Björn Davíðsson

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?