Skipulags- og mannvirkjanefnd - 380. fundur - 12. september 2012

Árni Traustason hjá Verkís var gestur fundarins undir 13. lið "Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði".

 

Dagskrá:

1.

2012020084 - Tungudalur 38 - umsókn um lóð.

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 4. september sl. þar sem lóðinni Tungudal 38 er skilað inn.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Byggingarfulltrúa er falið að auglýsa lóðina lausa til umsóknar.

 

   

2.

2010010075 - Byggingarreitur A-1 á hafnarsvæðinu á Suðureyri - umsókn um lóð.

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 28. ágúst sl., þar sem fallið er frá lóðarumsókn frá janúar 2010.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Umsókn um aðra lóð verður afgreidd síðar.

 

   

3.

2012090018 - Silfurgata 8b, Ísafirði, - umsókn um lóð.

 

Lagt fram bréf dags. 21. ágúst sl. frá Bjarna Aðalsteinssyni, þar sem óskað er eftir afnotum af hluta af lóðinni Silfurgötu 8b, Ísafirði.

 

Umhverfisnefnd samþykkir að veita bréfritara afnot af hluta lóðarinnar að Silfurgötu 8b, Ísafirði, til ræktunar. Leigusamningur verður gerður til tveggja ára.

 

   

4.

2012090044 - Útikennslustofa við grunnskólann á Flateyri.

 

Lagt fram erindi dags. 11. september sl., frá foreldrafélagi Grunnskóla Önundarfjarðar, þar sem sótt er um leyfi til að gera útikennslustofu við varnargarðinn samkvæmt meðfylgjandi loftmynd.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

5.

2011100077 - Suðurtangi 2, Ísafirði. - Girðing - byggingarleyfi.

 

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi dags. 4. september sl. frá Rörás ehf., þar sem sótt er um leyfi fyrir gámum til eins árs við Suðurtanga 2, Ísafirði.

 

Umhverfisnefnd fellst á að veita stöðuleyfi fyrir gámunum til 1. maí 2013. 

En bendir á að aðstaðan getur ekki verið með þessum hætti til framtíðar.

Tæknideild er falið að hafa samband við bréfritara og fara yfir mögulegar lausnir, meðal annars með tilliti til núverandi deiliskipulagsvinnu vegna svæðisins.

Umhverfisnefnd bendir á að í nýju deiliskipulagi Suðurtanga á Ísafirði, sem er í vinnslu, þurfi að taka mið af þjónustu/viðhaldi og smíði sjókvía á svæðinu.

 

   

6.

2012090005 - Sjókvíaeldi Arctic Odda ehf í Önundarfirði - umsagnarbeiðni.

 

Á fundi bæjarráðs 3. sept. sl., var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 23. ágúst sl., þar sem leitað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á umsókn Arctic Odda ehf., á rekstrarleyfi til 200 tonna eldis á þorski í Önundarfirði.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar og hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

 Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Önundarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er lítt rannsakað og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa.

 

   

7.

2012090004 - Leyfissvæði fyrir Íslenska kalkþörungafélagið í Arnarfirði.

 

Á fundi bæjarráðs 3. sept. sl. var lagt fram bréf frá Orkustofnun dagsett 28. ágúst sl., er varðar fyrirhugaða breytingu á afmörkun leyfissvæða fyrir Íslenska kalkþörungafélagið hf. í Arnarfirði.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið en bendir á að verið er að vinna nýtingaráætlun um Arnarfjörð. Orkustofnun er bent á að að hafa samband við Fjórðungssamband Vestfirðinga vegna málsins.

 

   

8.

2010040016 - Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða.

 

Á fundi bæjarráðs 3. sept. sl. var lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 31. ágúst sl., vegna lokaáfanga gerðar nýtingaráætlunar um strandsvæði Arnarfjarðar og skipulag strandsvæða á Vestfjörðum. Bréfinu fylgir tillaga að ,,Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar", ásamt greinargerð upp á 110 bls.
Bæjarráð vísaði b. lið bréfs Fjórðungssambandsins til umhverfisnefndar.

 

Umhverfisnefnd telur mjög brýnt að haldið verði áfram vinnu við nýtingaráætlun strandsvæða í sveitarfélaginu eins fljótt og hægt er.

 

   

9.

2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar í Engidal, Skutulsfirði.

 

Lögð fram lýsing á endurnýjun Fossárvirkjunar í Engidal, Skutulsfirði. Lýsingin er unnin af Teiknistofunni Eik ehf. og dags. 8. ágúst 2012.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

2012090030 - Nýting túna og afrétt í Engidal. - Hestamannafélagið Hending.

 

Að ósk bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar er lagður fram samningur á milli Ísafjarðarbæjar og Hestamannafélagsins Hendingar dags. 31. október 2000 ásamt loftmynd af svæði sem tilgreint er í samningnum.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að uppdrátturinn verði samþykktur með þeirri breytingu að mörk svæðis liggi meðfram árbakkanum og óheimilt er að hefta aðgang almennings að ánni.

 

   

11.

2012090032 - Frumvarp til náttúruverndarlaga - umsagnarbeiðni.

 

Lagt fram erindi dags. 3. sept. sl. frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem lögð eru fram drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga. Óskað er umsagnar á drögunum fyrir 25. september nk.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið að svo stöddu.

 

   

12.

2009120009 - Þingeyri - deiliskipulag.

 

Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulagsins er liðinn. 4 athugasemdir bárust. Þær eru frá sameiginlegum undirskriftalista íbúa á Þingeyri, íbúum Þingeyrar og öðrum sem telja sig málið varða, Daðey Arnborgu Sigþórsdóttur fh. íbúasamtakanna Átaks og Hrafnhildi Skúladóttur.

 

Svar við athugasemd íbúasamtakanna Átaks og undirskriftalista íbúa á Þingeyri er varðar gámasvæði:  Umhverfisnefnd óskar eftir tillögu frá íbúasamtökunum Átaki um ákjósanlega staðsetningu fyrir gámasvæði fyrir 10. október nk.

Varðandi kynningu á deiliskipulagi: Umhverfisnefnd telur að kynning deiliskipulagsins hafi verið með fullnægjandi hætti.

 

Svar við athugasemd frá Hrafnhildi Skúladóttur: Á íbúafundi sem haldinn var á Þingeyri varðandi deiliskipulagið var almenn samstaða um að færa Gramsverslun á þann stað sem auglýst deiliskipulag gerir ráð fyrir. Bent er á að Íbúasamtökin Átak gerðu ekki athugasemd við færslu Gramsverslunar í athugasemdaferli deiliskipulagsins.

 

Svar við athugasemd frá íbúum Þingeyrar dags. 30. júlí sl.:

1. Umhverfisnefnd vísar í svar við bréfi frá íbúasamtökunum Átaki.

2. Umhverfisnefnd telur mikilvægt að beina þungaumferð að hafnarsvæði niður fyrir söluskála N1. Að öðru leiti er umferð ekki takmörkuð.

3. Umhverfisnefnd telur ekki mikilvægt að breyta skipulaginu á lóðinni að svo stöddu.

4. Umhverfisnefnd telur mikilvægt að byggingarreitur verði á lóðinni og bendir á að tré á lóð er utan byggingarreits og er undir verndarákvæði.

5. Umhverfisnefnd vísar í svar við athugasemd Hrafnhildar Skúladóttur.

 

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagsins þar til nánari gögn liggja fyrir.

 

   

13.

2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði.

 

Á 379. fundi umhverfisnefndar var óskað eftir því að fulltrúi Landsnets kæmi inn á fund og ræddi málefni Landsnets.

 

Árni Traustason hjá Verkís kom inn á fund fh. Landsnets og fór yfir stöðu verksins. 

Samkvæmt upplýsingum frá Árna verður rask vegna framkvæmdanna í lágmarki.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

Björn Davíðsson

Maron Pétursson

Karl Guðmundsson

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

Anna Guðrún Gylfadóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?