Skipulags- og mannvirkjanefnd - 376. fundur - 13. júní 2012

Dagskrá:

1.

2006010069 - Umsókn um afnotarétt til áframeldis í lóni innan Suðureyrar í Súgandafirði.

 

Á fundi bæjarráðs 20. janúar sl. var lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir beiðni Jens Daníels Holm, Eyrargötu 9, Suðureyri, um afnot af ,,Lóninu“ fyrir innan Suðureyri í Súgandafirði, til fiskeldis í smáum stíl.

Jens Daníel hefur óskað eftir rekstrarleyfi hjá Fiskistofu, en svo til þess megi koma þarf hann að hafa samning um afnotarétt af téðu Lóni til allt að tíu ára.
Bæjarráð óskaði umsagnar umhverfisnefndar um afnot af Lóninu innan Suðureyrar.
Á fundi umhverfisnefndar 14. febrúar sl. var erindið tekið fyrir í umhverfisnefnd.

 

Umhverfisnefnd samþykkir að veita Jens afnotarétt af lóninu á Suðureyri til fiskeldis til 15. ára.

 

   

2.

2012030005 - Ósk um að fóstra Lónið innan Suðureyri í Súgandafirði.

 

Tekið fyrir að nýju bréf frá Mansavinum á Suðureyri dagsett 1. mars sl.,  undirritað af Ævari Einarssyni. Í bréfinu óska Mansavinir eftir að taka Lónið innan Suðureyrar í fóstur. Hugmyndin gengur út á að nýta Lónið sem útivistarsvæði, eins og það er og verður samkvæmt aðalskipulagi.

 

Umhverfisnefnd fagnar framkominni hugmynd á nýtingu Lónsins á Suðureyri og bendir bréfritara á að setja sig í samband við Jens Daníel Hólm,  sem er með fiskeldi í lóninu.

 

   

3.

2011060030 - Umsókn um lóð í Engidal. - Gámaþjónusta Vestfjarða.

 

Lagt fram erindi dags. 17. maí sl. frá Gámaþjónustu Vestfjarða þar sem sótt er um lóð samkvæmt meðfylgjandi loftmynd til afnota í 15 ár.

 

Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.

 

   

4.

2012050045 - Hjarðardalur Innri, Önundarfirði. - Friðlýsing æðavarps.

 

Lagt fram erindi dags. 18. maí sl. frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á friðlýsingu æðarvarps í Hjarðardal Innri í Önundarfirði.

 

Umhverfisnefnd staðfestir að í gögnum frá sýslumanni sé æðavarpi rétt lýst.

 

   

5.

2012050052 - Innflutningur sauðnauta.

 

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 30. maí sl. var lagt fram bréf frá Snævari Valentínusi Vagnssyni ódagsett en móttekið þann 22. maí sl. Bréfið fjallaði um þá hugmynd að fá heimild til að flytja til Íslands sauðnaut frá Grænlandi og staðsetja þau á vestanverðu landinu.
Bæjarráð áframsendi erindið til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

Umhverfisnefnd bendir bréfritara á að hafa samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið,  sem sér um leyfisveitingar á innflutningi dýra til landsins.

 

   

6.

2011060045 - Laxeldi í Arnarfirði.

 

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 30. maí sl. var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 21. maí sl., þar sem óskað var umsagnar á umsókn Arnarlax ehf., um rekstrarleyfi til laxeldis í Arnarfirði, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 3.000 tonn af laxi á ári.
Bæjarráð vísar erindi Fiskistofu til umhverfisnefndar til umsagnar.

 

Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Umhverfisnefnd bendir Fiskistofu á að skoða tillögu að nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð sem Fjórðungssamband Vestfirðinga er með í vinnslu og er á lokastigum.

Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd óskynsamlegt að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöðina verði veitt.

 

   

7.

2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði.

 

Á fundi bæjarráðs 4. júní sl. voru umræður um núverandi staðsetningu aðveitustöðvar undir Gleiðarhjalla á Ísafirði og staðsetningu hennar með tilvísun til þeirra ofanflóðavarna, sem fyrirhugaðar eru á þessu svæði.
Bæjarráð vísaði málinu til frekari skoðunar hjá umhverfis- og eignasviði og í umhverfisnefnd.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2012060004 - Breytingar á Hafnarstræti 23, Þingeyri.

 

Lagt fram bréf dags.1. júní sl. frá Herði Sigtryggssyni fh. IHF - ehf., Þingeyri, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta notkun á hluta af húseign að Hafnarstræti 23, Þingeyri, þannig að kaffistofu á 2. hæð verði breytt í íbúð. Um er að ræða húsnæði á iðnaðar- og athafnalóð.

 

Umhverfisnefnd bendir á að Hafnarstræti 23, Þingeyri,  er samkvæmt Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020, á iðnaðar- og athafnasvæði. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 400/1998 eru íbúðir ekki heimilaðar á iðnaðar- og athafnasvæðum.

Umhverfisnefnd hafnar því erindinu.

 

   

9.

2009050011 - Leira í Leirufirði. - Breytingar.

 

Lagt fram erindi dags. 8. maí sl. frá Sólberg Jónssyni þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær taki til meðferðar deiliskipulag í landi Kjósar í Leirufirði.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

   

10.

2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri. - Miðsvæði.

 

Auglýsinga- og athugasendarfrestur vegna deiliskipulags miðsvæðis á Suðureyri er liðinn.
Tvær athugasemdir bárust. Annarsvegar frá Þorsteini H. Guðbjörnssyni og hins vegar frá Guðmundi Karvel Pálssyni.

 

Umhverfisnefnd hafnar athugasemd Þorsteins þar sem nefndin telur mikilvægt að þétta byggð á eyrinni vegna skorts á byggingarlandi og nægt aðgengi er að lóðinni eftir öðrum leiðum.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið, Suðureyrarmalir, Suðureyri, Ísafjarðarbæ verði samþykkt en með þeim breytingum að lóðirnar Freyjugata 4 og Freyjugata 6 verði sameinaðar í eina lóð með stækkuðum byggingarreit. Þannig sé komið á móts við athugasemdir Guðmundar Karvels. Sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs er falið að hafa samband við Guðmund Karvel í samræmi við umræður á fundinum.

  

Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að staðfest verði að felldur verði úr gildi hluti af deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri, Ísafjarðarbæ.

 

   

11.

2009120009 - Þingeyri. - Deiliskipulag.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga ásamt greinargerða af miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri. Tillagan er unnin af Landmótun og dagsett 29. maí 2012.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.   Önnur mál.

 Umhverfisnefnd felur tæknideild að auglýsa þær lóðir sem lausar eru til umsóknar á vef Ísafjarðarbæjar.

 Umhverfisnefnd fór yfir nýjar reglur um stöðuleyfi í nýjum mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Tæknideild er falið að vinna að málinu í samræmi við nýjar reglur.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Lína Björg Tryggvadóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson.

Kristín Hálfdánsdóttir.

Maron Pétursson.

Jóhann Birkir Helgason.

Anna Guðrún Gylfadóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?