Skipulags- og mannvirkjanefnd - 375. fundur - 18. maí 2012

Dagskrá:

1.

2009070034 - Heimabær II. - Hesteyri.

 

Lagt fram bréf dags. 15. maí sl. frá Arnari Þór Stefánssyni hrl. fh. eigendar Heimabæ II, Hesteyri, þar sem lögð er fram teikning af breytingum á húsinu Heimabæ II.

 

Umhverfisnefnd hafnar alfarið þakgluggum á húsinu enda ekki í samræmi við byggingarstíl á svæðinu.

 

   

2.

2012050025 - Fífutunga, Ísafirði. - Hindranir í botnlanga.

 

Lagt fram erindi dags. 6. maí sl. frá Benedikt Bjarnasyni, þar sem óskað er eftir því að settar verði upp hindranir við enda götunnar Fífutungu, Ísafirði, til að hindra gegnumakstur í götunni.

 

Fífutungan er botlangi samkvæmt gildandi deiliskipulagi af svæðinu.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur tæknideild að afgreiða málið.

 

   

3.

2010050008 - Jafnréttisáætlun.

 

Á 367. fundi í félagsmálanefnd voru lögð fram drög að jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar ásamt drögum að framkvæmdaáætlun fyrir stefnuna á árunum 2012-2014.
Félagsmálanefnd fól starfsmönnum að tryggja að allar nefndir fengju drögin til umsagnar svo fljótt sem auðið er og að umsögnum verði skilað í síðasta lagi þann 25. maí n.k.

 

Umhverfisnefnd fagnar því að þessi drög að jafnréttisstefnu séu komin fram.

 

   

4.

2011070030 - Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 24. apríl 2012 frá Jóhanni Pétri Ágústssyni er varðar fjallskilasamþykkt fyrir Vestfirði.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fjallskilasamþykkt fyrir Vestfirði verði samþykkt.

 

   

5.

2008020077 - Veðrárá 2, Breiðadal í Önundarfirði. - Vatnsvirkjun.

 

Lagt fram að nýju bréf dags. 5. febrúar 2012, er varðar stækkun Breiðadalsvirkjunar með því að veita viðbótarvatni í stöðina frá Heiðarvatnslæk og Langá.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir lagningu 1.200 m þrýstivatnslagnar frá stöðvarhúsi að inntaki í Heiðarvatnslæk og Langá, ásamt steyptri inntaksþró, enda er framkvæmdaaðili þinglýstur eigandi af landinu samkvæmt gögnum frá Sýslumanni.

Samráð skal haft við Tæknideild Ísafjarðarbæjar við frágang á framkvæmdasvæði.

 

   

6.

2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi í Önundarfirði.

 

Lagt fram bréf dags. 10. maí sl. frá Bjarna Maríusi Jónssyni fh. landeigenda í Álfadal, Hrauni og Sæbóli I, II og III, Ingjaldssandi, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær taki til meðferðar deiliskipulag á svæðum sem merkt eru F27, F29, F31 og F32 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Gísli Halldór Halldórsson.

Heimir Gestur Hansson.

Magnús Reynir Guðmundsson.

Kristín Hálfdánsdóttir.

Jóna Símonía Bjarnadóttir.

Jóhann Birkir Helgason.

Ralf Trylla.

Anna Guðrún Gylfadóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?