Skipulags- og mannvirkjanefnd - 373. fundur - 18. apríl 2012

Dagskrá:

 

Gísli Halldór Halldórsson vék af fundi undir þessum lið.

1.

2012040010 - Tungudalur 6 - Umsókn um lóð

                                 
 

Lagt fram bréf dags. 4. apríl sl. frá Hjalta Einarssyni þar sem sótt er um lóð nr. 6 í Tunguskógi fyrir sumarhús.

                                 
 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hjalti Einarsson fái lóð nr. 6 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Bent er á að eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði Umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert.

                                 

 

                                     

2.

2012040018 - Tungudalur 68 - umsókn um lóð

                                 
 

Lagt fram bréf dags. 10. apríl sl. frá Herdísi Önnu Jónasdóttur þar sem sótt er um lóð nr. 68 í Tunguskógi fyrir sumarhús.

                                 
 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Herdís Anna Jónasdóttir fái lóð nr. 68 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Bent er á að eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði Umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert.

                                 

 

                                     

3.

2012040017 - Bræðratunga 2-10 - umsókn um lóð

                                 
 

Lagt fram bréf dags. 10. apríl sl. frá Hermanni Þorsteinssyni fh. Vestfirskra Verktaka þar sem sótt er um raðhúsalóðir við Bræðratungu 2 - 10 samkvæmt skipulagi í Tunguhverfi.

                                 
 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskum Verktökum ehf. verði úthlutað lóðum nr. 2, 4 og 6 í Tunguhverfi með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Ekki er hægt úthluta lóðum nr. 7 - 10 fyrr en gengið hefur verið frá samkomulagi við landeigendur Efri-Tungu.  Sviðstjóra falið að ganga frá samkomulagi vegna þessara lóða. 

                                 

 

                                     

4.

2012040027 - Reykjanes - umsókn um lóð fyrir atvinnustarfsemi.

                                 
 

Á fundi bæjarráðs 16. apríl sl. var lagt fram erindi dags. 11. apríl sl. frá Sigurði Péturssyni fh. Dýrfisks ehf. þar sem óskað er eftir atvinnulóð í landi Ísafjarðar í Reykjanesi við Djúp.

                                 
 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda. 

                                 

 

                                     

5.

2009070034 - Heimabær II - Hesteyri

                                 
 

Á fundi í bæjarráði 5. mars sl. var lagt fram bréf frá Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps dagsett þann 24. febrúar sl., er fjallar m.a. um bókun stjórnar félagsins vegna byggingarframkvæmda við heimabæ II á Hesteyri í Jökulfjörðum. Bréfinu fylgja nokkur rituð gögn, sem og fjöldi ljósmynda.
Bæjarráð vísaði bréfinu til frekari vinnslu hjá umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.

                                 
 

Umhverfisnefnd harmar sem fyrr þann farveg sem málið fór í en stendur við fyrri afgreiðslu sína frá 4. janúar 2012.

                                 

 

                                     

6.

2009070034 - Heimabær II - Hesteyri

                                 
 

Lagt fram bréf dags. 23. febrúar sl. frá Lex lögmannsstofu þar sem lagðar eru fram fullgildar byggingarnefndarteikningar samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998.

                                 
 

Umhverfisnefnd gerir eftirfarandi athugasemdir við framkomnar teikningar:

  • Þakgluggar á húsi eru ekki í samræmi við byggingarstíl á Hesteyri.
  • Útlit glugga skal vera samræmt byggingarstíl á Hesteyri.
  • Setja skal falskan skorstein á húsið.

Umhverfisnefnd óskar eftir að fá nýjar teikningar í samræmi við ofanritaðar athugasemdir.

                                 

 

                                     

7.

2012030100 - Sumarhúsabyggð Dagverðardal - heiti á götum.

                                 
 

Lagt fram bréf dags. 28. mars sl. frá byggingarfulltrúanum á Ísafirði þar sem óskað er eftir að umhverfisnefnd komi með nöfn á götur við sumarhúsalóðir í Dagverðardal samkvæmt deiliskipulagi.

                                 
 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að sumarhúsagöturnar fái eftirfarandi nöfn:

A-gata (austan Vegagerðar): Lægritröð

E-gata: Miðtröð

F-gata: Efritröð

Lægri-, Mið- og Efrihnífar eru örnefni í Hnífafjalli sem að rís yfir byggðinni.

                                 

 

                                     

8.

2010100040 - Aðalstræti 7, Ísafjörður

                                 
 

Lagt fram bréf dags. 12. mars sl. frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. eigenda Edinborgarhússins, þar sem sótt er um leyfi að nýju til að staðsetja sorpgám á lóðinni fyrir neðan Aðalstræti 8 til reynslu í eitt ár.

                                 
 

Umhverfisnefnd hafnar tillögu um gám á svæðinu en óskar eftir tillögu að snyrtilegri lausn Pollgötu megin við húsið eða Aðalstrætis megin við húsið.

                                 

 

 

                                 

9.

2012030005 - Ósk um að fóstra Lónið á Suðureyri.

                                 
 

Á fundi bæjarráðs 5. mars sl. var lagt fram bréf frá Mansavinum á Suðureyri dagsett 1. mars sl. og undirritað af Ævari Einarssyni. Í bréfinu óska Mansavinir eftir að taka Lónið í fóstur. Hugmyndin gengur út á að nýta Lónið sem útivistarsvæði, eins og það er og verður samkvæmt aðalskipulagi.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.

                                 
 

Umhverfisnefnd óskar eftir upplýsingum frá bréfritara um hvernig hugmyndir hans samræmist núverandi fiskeldi í lóninu.

                                 

 

                                     

10.

2012030105 - Stefna um lagningu raflína í jörð - umsagnarbeiðni

                                 
 

Á fundi bæjarráðs 02.apríl sl. var lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu dagsett 23. mars sl., ásamt tillögu til þingsályktunar um lagningu raflína í jörð. Óskað var eftir umsögnum og eða athugasemdum og er frestur til að skila þeim til 18. maí n.k.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.

                                 
 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

                                 

 

                                     

11.

2011110042 - Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ

                                 
 

Á fundi bæjarráðs 2. apríl sl var lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 29. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir drögum að snjómokstursreglum og mokstursleiðum í Ísafjarðarbæ. Reglurnar eru að nokkru settar upp í samræmi við athugasemdir, sem fram komu í fyrri kynningu.
Bæjarráð þakka fyrir reglurnar og íbúum Ísafjarðarbæjar fyrir athugasemdir. Reglunum vísað til umhverfisnefndar til skoðunar.

                                 
 

Umhverfisnefnd samþykkir snjómokstursreglurnar með breytingum sem fram komu á fundinum er lúta að mokstri Hafnarstrætis/Aðalstrætis, að sjúkrahúsi og leikskólum á Ísafirði.

                                 

 

                                     

12.

2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf í Önundarfirði - umsagnarbeiðni

                                 
 

Á fundi bæjarráðs 26. mars sl. var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 20. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Dýrfisks ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári.
Bæjarráð vísaði erindi Fiskistofu til umhverfisnefndar til umsagnar.

                                 
 

Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.

Á meðan að nýtingaráætlun fyrir Önundafjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfisnefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa.

                                 

 

                                     

13.

2011060045 - Laxeldi í Arnarfirði

                                 
 

Á fundi bæjarráðs 2. apríl sl. var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 27. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Jens H. Valdimarssonar, um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og barra í Arnarfirði, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári.
Erindinu var vísað til umsagnar umhverfisnefndar.

                                 
 

Umhverfisnefnd bendir á að Fossfjörður tilheyrir ekki Ísafjarðarbæ en áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.  Umhverfisnefnd bendir Fiskistofu á að skoða tillögu að nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð sem Fjórðungssamband Vestfirðinga er með í vinnslu og er á lokastigum.

Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd óskynsamlegt að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöðina verði veitt.

                                 

 

                                     

14.

2011060045 - Laxeldi í Arnarfirði

                                 
 

Á fundi bæjarráðs 2. apríl sl. var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 28. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Víkings Gunnarssonar, um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og barra í Arnarfirði, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári.
Erindinu var vísað til umsagnar umhverfisnefndar.

                                 
 

Umhverfisnefnd bendir á að Fossfjörður tilheyrir ekki Ísafjarðarbæ en áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Umhverfisnefnd bendir Fiskistofu á að skoða tillögu að nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð sem Fjórðungssamband Vestfirðinga er með í vinnslu og er á lokastigum.

Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd óskynsamlegt að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöðina verði veitt.

                                 

 

                                     

15.

2011060045 - Laxeldi í Arnarfirði

                                 
 

Á fundi bæjarráðs 10. apríl sl. var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 2. apríl sl., er varðar beiðni Arnarlax ehf., um endurupptöku á útgáfu starfsleyfis til að framleiða allt að 3.000 tonn af laxi á ári í sjókvíum í Arnarfirði. Umhverfisstofnun óskaði umsagnar Ísafjarðarbæjar og að umsögn bærist fyrir 23. apríl 2012.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar í umhverfisnefnd.

                                 
 

Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Umhverfisnefnd bendir Fiskistofu á að skoða tillögu að nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð sem Fjórðungssamband Vestfirðinga er með í vinnslu og er á lokastigum.

Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd óskynsamlegt að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöðina verði veitt.

                                 

 

                                     

16.

2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri - miðsvæði

                                 
 

Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags vegna miðsvæðis á Suðureyri er liðinn. Tvær athugasemdir bárust. Annars vegar frá Þorsteini H. Guðbjörnssyni og hins vegar frá Guðmundi Karvel Pálssyni.

                                 
 

Erindinu frestað til næsta fundar.

                                 

 

 

 

                                 

17.

2012040028 - Vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 1.

                                 
 

Lögð fram fundargerð "Kynningarfundur Umhverfisstofnunar fyrir vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 1" sem haldinn var á Hólmavík 11. apríl sl.

                                 
 

Lagt fram til kynningar.

                                 

 

                                     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30

 

Lína Björg Tryggvadóttir.

Björn Davíðsson.

Maron Pétursson.

Heimir Gestur Hansson.

Gísli Halldór Halldórsson.

Jóhann Birkir Helgason.

Ralf Trylla.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?