Skipulags- og mannvirkjanefnd - 370. fundur - 22. febrúar 2012

Dagskrá:

1.

2012020066 - Grenjavinnsla 2012.

 

Lagt fram erindi dags. 15. febrúar sl.frá Finnboga J. Jónassyni, þar sem hann leggur inn umsókn um grenjavinnslu og refaveiðar í Auðkúluhreppi, Arnarfirði í Ísafjarðarbæ. Einnig er sótt um veiði á mink í gildrur í Skutulsfirði.

 

Umhverfisnefnd hefur í samstarfi við Búnaðarfélagið Bjarma verið að vinna að reglum um refa- og minkaveiðar.  Nefndin hefur ákveðið að hefja viðræður við óstofnað félag refa- og minkaveiðimanna um að annast þessar veiðar. Sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs er falið að koma bréfritara í samband við þá aðila.

 

   

2.

2011100053 - Skógræktarfélag Ísafjarðar 2011-2012.

 

Á fundi í bæjarráði 20. febrúar sl., var lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 9. febrúar sl., þar sem gerð er krafa um bætur á trjágróðri vegna fyrirhugaðra framkvæmda ofan Urðarvegar á Ísafirði.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

Umhverfisnefnd sendir erindið til úrvinnslu á umhverfissviði.

 

   

3.

2012020021 - Frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál. - umsögn.

 

Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 14. febrúar sl.

 

Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að byggðum á Vestfjörðum verði komið í heilsársvegasamband nú þegar og leggur áherslu á að Dýrafjarðargöng og vegur yfir Dynjandisheiði verði sett á fjögurra ára samgönguáætlun og í framkvæmd. Væri það í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðar frá á 18. október 1954 ,sem var eftirfarandi: "Bæjarstjón Ísafjarðar samþykkir að skora á Alþingi að veita þegar á næsta ári það ríflegt fé til að Vestfjarðarvegur um Barðaströnd, að Ísafjörður komist í vegasamband þá leið eigi síðar en á árinu 1956 [...] Bæjarstjórn heitir á alla þingmenn Vestfirðinga að veita þessu máli allt það lið sem þeir mega.“

 

Jafnframt verði vetrarþjónusta á þjóðvegi 61 færð til fyrri vegar þannig að leiðinni milli Ísafjarðar og Reykjavíkur sé haldið opinni alla daga vikunnar.

 

Þá telur umhverfisnefnd mikilvægt að gert verði átak í að útrýma einbreiðum brúm, en óásættanlegt er að enn séu einbreiðar brýr í sveitarfélaginu það er  í Dýrarfirði, Önundarfirði og Arnarfirði.

 

Nauðsynlegt er að halda áfram uppbyggingu á Ísafjarðarflugvelli þannig að hægt sé að halda þaðan uppi flugsamgöngum við Grænland auk þess sem enn vantar ljósabúnað til að hægt sé að fljúga næturflug.

 

Bent er á að fé til hafnarframkvæmda og sjóvarna er ekki í samræmi við fyrirætlanir Ísafjarðarbæjar.

 

Þá leggur umhverfisnefnd áherslu á að Alþingi beiti sér fyrir því að aðgengi að háhraðatengingum og nútíma fjarkskiptaþjónustu verði tryggð um land allt, en ekki bara sums staðar eins og hefur verið.

 

   

4.

2012020020 - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál.

 

Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 14. febrúar sl.

 

Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að byggðum á Vestfjörðum verði komið í heilsársvegasamband nú þegar og leggur áherslu á að Dýrafjarðargöng og vegur yfir Dynjandisheiði verði sett á fjögurra ára samgönguáætlun og í framkvæmd. Væri það í samræmi við samþykkt Bæjarstjórnar Ísafjarðar frá á 18. október 1954 sem var eftirfarandi: "Bæjarstjón Ísafjarðar samþykki að skora á Alþingi að veita þegar á næsta ári það ríflegt fé til að Vestfjarðarvegur um Barðaströnd, að Ísafjörður komist í vegasamband þá leið eigi síðar en á árinu 1956 [...] Bæjarstjórn heitir á alla þingmenn Vestfirðinga að veita þessu máli allt það lið sem þeir mega.

Jafnframt verði vetrarþjónusta á þjóðvegi 61 færð til fyrri vegar þannig að leiðinni milli Ísafjarðar og Reykjavíkur sé haldið opinni alla daga vikunnar.

 

Þá telur umhverfisnefnd mikilvægt að gert verði átak í að útrýma einbreiðum brúm, en óásættanlegt er að enn séu einbreiðar brýr í sveitarfélaginu það er  í Dýrarfirði, Önundarfirði og Arnarfirði.

 

Nauðsynlegt er að halda áfram uppbyggingu á Ísafjarðarflugvelli þannig að hægt sé að halda þaðan uppi flugsamgöngum við Grænland auk þess sem enn vantar ljósabúnað til að hægt sé að fljúga næturflug.

 

Bent er á að fé til hafnarframkvæmda og sjóvarna er ekki í samræmi við fyrirætlanir Ísafjarðarbæjar.

 

Þá leggur umhverfisnefnd áherslu á að Alþingi beiti sér fyrir því að aðgengi að háhraðatengingum og nútíma fjarkskiptaþjónustu verði tryggð um land allt, en ekki bara sums staðar eins og hefur verið.

 

   

5.

2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi.

 

Lögð fram frumdrög að deiliskipulagi Reykjaness við Djúp.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2011020060 - Deiliskipulag smáhýsa í Tungudal, Skutulsfirði.

 

Tekið fyrir að nýju deiliskipulag smáhýsa í Tungudal í Skutulsfirði.

 

Umhverfisnefnd fellur frá því að unnið verði áfram að deiliskipulaginu þar sem nefndin telur að smáhýsi séu ekki ákjósanleg á svæðinu en bendir á að önnur svæði væru ákjósanlegri fyrir slíka byggð svo sem við Seljalandshverfi og Dagverðardal.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Gísli Halldór Halldórsson.

 Lína Björg Tryggvadóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson.

Heimir Gestur Hansson.

Jóhann Birkir Helgason.

Ralf Trylla.

Anna Guðrún Gylfadóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?