Skipulags- og mannvirkjanefnd - 368. fundur - 25. janúar 2012

Neil Shiran K. Þórisson, framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Vestfjarða, hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða var gestur fundarins undir liðnum Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar.

 

Dagskrá:

1.

 2010080057 - Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar.

 

Erindi var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 4. janúar sl.
Á fundinn mætti Neil Shiran K. Þórisson, framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Vestfjarða,  hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

 

Shiran fór vel yfir niðurstöður er varðaði umhverfisnefnd  úr skýrslunni, Tillögur að stefnumótun í atvinnumálum, sem unnin var í september 2011.

Umhverfisnefnd felur tæknideild að útfæra tillögur til úrbóta eftir því sem við á og leggja fyrir nefndina.

 

   

2.

 2012010022 - Húsnæðismál Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri.

 

Á fundi bæjarráðs 17. jan. sl. var lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Sæbjörgu, Flateyri, dagsett 9. janúar sl., þar sem viðraðar eru þær hugmyndir að sveitin og Ísafjarðarbær hafi makaskipti á húsnæði á Flateyri. Um er að ræða núverandi húsnæði Sæbjargar í ,,Hafnarhúsinu" á Flateyri og húsnæði áhaldahúss Ísafjarðarbæjar á Flateyri.
Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til umsagnar í umhverfisnefnd.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við erindinu og bendir jafnframt á að áhaldahús Ísafjarðarbæjar á Flateyri er ekki samkvæmt deiliskipulagi og því telur nefndin að í makaskiptasamning skuli sett inn ákvæði um forkaupsrétt á áhaldahúsinu.

 

   

3.

 2011070053 - Siglingastofnun - ýmis erindi 2011.

 

Á fundi í bæjarráði 17. jan. sl. var lagt fram bréf frá Siglingastofnun dagsett 9. janúar sl., ásamt yfirlitsskýrslu um sjóvarnir árið 2011, það er þann hluta skýrslunnar er fjallar um stöðu sjóvarna í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð vísaði skýrslunni til hafnarstjórnar og umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

 2012010046 - Bændur græða landið - styrkbeiðni 2012

 

Á fundi bæjarráðs 23. janúar sl. var lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins dagsett 12. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ í samstarfsverkefnið ,,Bændur græða landið". Í verkefninu eru nú skráðir 12 þátttakendur í Ísafjarðarbæ og er farið fram á að Ísafjarðarbær styrki verkefnið um kr. 5.000.- fyrir hvern þátttakanda eða samtals kr. 60.000.-
Bæjarráð vísaði erindinu til skoðunar í umhverfisnefnd.

 

Umhverfisnefnd telur  sé ekki fært að verða við beiðninni.

 

   

5.

 2012010027 - Reglur um refa- og minkaveiðar í Ísafjarðarbæ.

 

Á fundi í bæjarráði 17. jan. sl. var lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 13. janúar sl., ásamt drögum að reglum um refa- og minkaveiðar í Ísafjarðarbæ. Bréfinu fylgja jafnframt tillögur vinnuhóps á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga að aðgerðum og reglum, um refa- og minkaveiðar á Vestfjörðum.
Bæjarráð vísaði erindinu til úrvinnslu í umhverfisnefnd.

 

Umhverfisnefnd óskar eftir viðræðum við Búnaðarfélagið Bjarma.

 

   

6.

 2011050032 - Gleiðarhjalli - umhverfismat framkvæmda.

 

Lagt fram bréf dags. 28. desember 2011 frá Skipulagsstofnun þar sem Náttúrustofa fh. Ísafjarðarbæjar hefur tilkynnt til athugunar frummatsskýrslu um Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, Ísafirði.
Óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar samkv. 10. gr. laga nr. 2010/2000 msb. um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar.

 

Umhverfisnefnd telur að fjallað sé á fullnægjandi hátt um þá liði sem um getur í 22. gr. reglugerðarnr. 1123/2005 og gerir því ekki athugasemd við frummatsskýrsluna.

Umhverfisnefnd vísar í athugasemdir Ragnheiðar Hákonardóttur frá 27. nóvember 2011 og leggur áherslu á að tryggt verði að vatnsrásir frá varnargörðum verði leiddar í lokaðri rás í sjó fram.

 

   

7.

 2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá 366. fundi umhverfisnefndar.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að farið verði í deiliskipulagsvinnu í samræmi við lýsingu deiliskipulags á Ingjaldssandi.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:55

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Gísli Halldór Halldórsson, varaformaður.

Lína Björg Tryggvadóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson.

Heimir Gestur Hansson.

Jóhann Birkir Helgason.

Ralf Trylla.

Anna Guðrún Gylfadóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?