Skipulags- og mannvirkjanefnd - 365. fundur - 4. janúar 2012

Dagskrá:

1.  2011110064 - Bílgeymslur við Hlíf, Torfnesi - Fyrirspurn um byggingarleyfi.
 Tekið fyrir að nýju erindi frá Hermanni Þorsteinssyni fh. Vestfirskra Verktaka ehf. þar sem óskað er eftir áliti umhverfisnefndar á að byggðar verði 14 bílgeymslur sunnan og neðan við Hlíf II á Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Erindið var á dagskrá umhverfisnefndar 30. nóvember sl. Umhverfisnefnd óskaði þá eftir afstöðu stjórnenda Menntaskólans á Ísafirði á erindinu.
Lagt fram bréf Menntaskólans á Ísafirði dags. 16.12.2011, þar sem þeir hafna því að afhenda umrædda lóð undir bílgeymslur.
  Umhverfisnefnd hafnar erindinu.
   
2.  2011100053 - Bréf Skógræktarfélags  Ísafjarðar.
 Lagt fram bréf Skógræktarfélags Ísafjarðar dags. 6. desember 2011, þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum umhverfisnefndar eins fljótt og mögulegt er til að ræða þau mál sem á félaginu brenna.
 Með vísan í 361. fund umhverfisnefndar er erindið samþykkt og munu Gísli Halldór Halldórsson og Ralf Trylla verða fulltrúar umhverfisnefndar.
   
3.  2011120053 - Sundstræti 36, Ísafirði. - Breytt notkun á húsnæði.
 Lagt fram bréf dags. 23. desember sl. frá Kampa ehf., Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi til að nýta hluta jarðhæðar í norðurenda Sundstrætis 36, Ísafirði.
 Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tímabundna undanþágu til að nýta húsnæðið frá janúar 2012 til júní 2012,  sem geymslu með fyrirvara um samþykki húsfélagsins að Sundstræti 36, Ísafirði.
  

4.  2010020072 - Bréf Landmælinga Íslands. - Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar.
 Á fundi bæjarráðs 29. desember sl. var lagt fram bréf frá Landmælingum Íslands dagsett 14. desember sl., er varðar innleiðingu á nýjum lögum nr. 44/2011 um ,,Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar“. Með bréfinu er verið að benda á mikilvægi þess, að þeir sem lögin um grunngerð ná til, séu upplýstir um hlutverk sitt.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og eignasviðs og umhverfisnefndar.
 Lagt fram til kynningar.
   
5.  2011020022 - Bréf  Umhverfisstofnunar. - Starfsleyfi fyrir móttöku á sorpi.
 Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 21. nóvember sl., þar sem fram kemur tilkynning um auglýsingu á tillögu að starfsleyfi fyrir starfsemi Ísafjarðarbæjar, það er móttöku og meðhöndlun úrgangs, í starfstöð í Engidal, Skutulsfirði. Í bréfinu er vakin athygli á að tímabundin undanþága frá starfsleyfi fyrir stöðina féll úr gildi 1. október 2011.
  Lagt fram til kynningar.
   
6.  2011060045 - Erindi frá Umhverfisstofnun. - Laxeldi í Arnarfirði.
 Lögð fram tvö erindi frá Umhverfisstofnun, annars vegar dags. 29. nóvember 2011 er varðar kynningu á tillögu að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöð Fjarðarlax ehf. í Fossfirði, Arnarfirði og hins vegar dags. 30. nóvember 2011 er varðar kynningu á tillögu að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöð Arnarlax ehf. í Arnarfirði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði erindinu til umhverfisnefndar á fundi sínum þann 12. desember sl.
 Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.
Á meðan að nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd óskynsamlegt að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöðina verði veitt.
   
7.  2011110031 - Erindi Hlaðbær Colas. - Malbikun 2012.
 Erindi frá Hlaðbæ Colas dags. 7. nóvember 2011, þar sem þeir gera ráð fyrir að vera með malbikunarstöð í nágrenni Ísafjarðar á næsta ári. Sveitarfélaginu er boðið að malbika sem svarar magni tveggja sumra malbikun og dreifa því svo á næstu tvö árin ef verkkaupi vill skoða slíka möguleika.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði erindinu til umhverfisnefndar á fundi sínum þann 28. nóvember sl.
 Umhverfisnefnd þakkar Hlaðbæ Colas ehf. fyrir tilboðið en skv. fjárhagsáætlun 2012 er ekki gert ráð fyrir malbikun á næsta ári og því getur Ísafjarðarbær ekki tekið tilboði fyrirtækisins.
   
 

8.  2011050032 - Gleiðarhjalli, Ísafirði. - Umhverfismat framkvæmda.
 Tekið fyrir erindi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar þar sem farið er yfir framkvæmdir næsta árs við ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði. Jafnframt kynnt að kynningarfundur fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar vegna frummatskýrslu verður haldinn 10. janúar nk.
  Lagt fram til kynningar.
   
9.  2011100072 - Dagverðardalur, Skutulsfirði. - Umsókn um lóð.
 Lögð fram umsókn um lóð dags. 4. nóvember 2011 frá Framför styrktarsjóði skíðamanna. Sótt er um sumarhúsalóð nr. 11 í Dagverðardal í Skutulsfirði, til vara er sótt um lóð nr. 3.
  Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Framför fái lóð nr. 3 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
   
10.  2011110033 - Dagverðardalur, Skutulsfirði.  - Umsókn um lóð.
 Lögð fram umsókn um lóð dags. 10. nóvember sl. frá Halldóri F. Ólafssyni. Sótt um sumarhúsalóð nr. 6 í Dagverðardal í Skutulsfirði, til vara lóð nr. 11.
  Umhverfisnefnd hafnar erindinu.
   
11.  2011110020 - Dagverðardalur 6, Skutulsfirði.  - Umsókn um lóð.
 Lögð fram umsókn um lóð dags. 7. nóvember sl. frá Arnóri Þorkeli Gunnarssyni. Sótt er um sumarhúsalóð nr. 6 í Dagverðardal í Skutulsfirði.
  Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Arnór Þorkell Gunnarsson fái lóð nr. 6 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
   
12.  2011110034 - Dagverðardalur, Skutulsfirði.  - Umsókn um lóð.
 Lögð fram umsókn um lóð dags. 10. nóvember sl. frá Halldóri F. Ólafssyni. Sótt er um sumarhúsalóð nr. 7 í Dagverðardal í Skutulsfirði, til vara lóð nr. 11.
  Umhverfisnefnd hafnar erindinu.
   
13.  2011110045 - Dagverðardalur, Skutulsfirði. - Umsókn um lóð.
 Lögð fram umsókn um lóð dags. 4. nóvember sl. frá Einari Ólafssyni. Sótt er um sumarhúsalóð nr. 7 í Dagverðardal í Skutulsfirði, til vara lóð nr. 11.
 Vísað er í tölvupóst frá 2. janúar 2012 frá Einari Ólafssyni þar sem hann dregur umsókn sína til baka. 
 

14.  2011110036 - Dagverðardalur, Skutulsfirði.  - Umsókn um lóð.
 Lögð fram umsókn um lóð dags. 10. nóvember sl. frá Halldóri F. Ólafssyni. Sótt er um sumarhúsalóð nr. 17 í Dagverðardal í Skutulsfirði, til vara lóð nr. 11.
  Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Halldór F. Ólafsson fái lóð nr. 17 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
   
15.  2011110035 - Dagverðardalur Skutulsfirði. - Umsókn um lóð.
 Lögð fram umsókn um lóð dags. 10. nóvember sl. frá Halldóri F. Ólafssyni. Sótt um sumarhúsalóð nr. 11 í Dagverðardal í Skutulsfirði, til vara lóð nr. 17.
  Umhverfisnefnd hafnar erindinu.
   
16.  2011110038 - Dagverðardalur 11, Skutulafirði. - Umsókn um lóð.
 Lögð fram umsókn um lóð dags. 8. nóvember sl. frá Unnari Hermannssyni. Sótt um sumarhúsalóð nr. 11 í Dagverðardal í Skutulsfirði.
  Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Unnar Hermannsson fái lóð nr. 11 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
   

17.  2009080018 - Sumarbústaðarlóð í Dagverðardal/Tungudal, Skutulsfirði.  - Umsókn.
 Lögð fram umsókn um lóð dags. 28. nóvember sl. frá Karen Sif Róbertsdóttur og Sigurði Hólm Jóhannssyni. Sótt er um sumarhúsalóð nr. 7 í Dagverðardal, Skutulsfirði, til vara lóð nr. 17.
  Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Karen Sif og Sigurður Hólm fái lóð nr. 7 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
   

18.  2009070034 - Heimabær II, Hesteyri í Jökulfjörðum.
 Erindi var síðast á fundi umhverfisnefndar 9. nóvember sl. Umhverfisnefnd fól byggingarfulltrúa að víkka út grenndarkynninguna til allra eigenda sumarhúsa á Hesteyri. Athugasemdafrestur vegna grenndarkynningarinnar er nú liðinn. Fimm athugasemdir bárust. Frá Aðalheiði Ester Gunnarsdóttur, Jens S. Jónssyni, Sölva Sólbergssyni, Oddi Péturssyni og Sævari Geirssyni fh. eigenda Heimabæjar I. Einnig hefur borist umsögn Hornstrandanefndar.
 Svar við athugasemd Aðalheiðar Esterar Gunnarsdóttur: Með vísan í leiðbeiningablað nr. 8b frá Skipulagsstofnun þar sem segir að Skipulagsnefnd meti í hverju tilviki hverjir eigi hagsmuna að gæta og skuli kynnt málið. Hagsmunaaðilar geta verið landeigendur, eigendur og leigjendur fasteigna á aðliggjandi lóðum, svæði eða í sömu götu, sem verða mögulega fyrir áhrifum t.d. vegna útsýnis, innsýnar, aðgengis, aukinnar umferðar eða atvinnuhagsmuna. Með vísan í framangreint þá er athugasemdinni hafnað.

 
Svar við athugasemd Jens S. Jónssonar: Umhverfisnefnd hafnar athugasemdinni þar sem engin efnisleg rök eru tilgreind frá bréfritara.
 
Svar við athugasemd Sölva R. Sólbergssonar: Umhverfisnefnd harmar þann farveg sem málið er komið í. En engu að síður þarf að ljúka málinu með lögformlegum hætti. Umhverfisnefnd telur brýnt að fá álit allra húseigenda á Hesteyri að svo miklu leyti sem slík álit varða hagsmuni þeirra eins og lýst er í leiðbeiningablaði 8b frá Skipulagsstofnun.
 
Svar við athugasemd Odds Péturssonar: Umhverfisnefnd þakkar ábendingarnar sem eru að mestu samhljóða athugasemdum Hornstrandanefndar. Umhverfisnefnd telur engu að síður að athugasemdirnar varði ekki persónulega hagsmuni Odds.
 
Svar við athugasemd frá Sævari Geirssyni: Varðandi þær teikningar sem lagðar hafa verið fram er einungis um kynningu á framkvæmdum sem orðið hafa á Heimabæ II að ræða. Í þessu sjónarmiði er hugsanleg ónákvæmni í málsetningu ásættanleg. Þegar fullgildar byggingarnefndarteikningar hafa borist Ísafjarðarbæ munu þær verða lagðar fyrir Eldvarnaeftirlitið til umsagnar. Lagt hefur verið mat á skuggavarp af Heimabæ II á Heimabæ I eftir breytingarnar og telur nefndin að það sé óverulegt. Ljóst er að útsýni frá Heimabæ I er skert vegna breytinga á Heimabæ II. Umhverfisnefnd mun senda fulltrúa sína til að kynna sér málið. Umhverfisnefnd telur að betri rök þurfi um það hvernig útsýnisskerðingin varðar öryggissjónarmið. Þakkað er fyrir aðrar ábendingar í bréfinu en þær varða ekki persónulega hagsmuni bréfritara í þessari grenndarkynningu sbr. leiðbeiningablað 8b frá Skipulagsstofnun.
 
Svar vegna umsagnar Hornstrandanefndar: Umhverfisnefnd tekur undir athugasemdir Hornstrandanefndar varðandi glugga á þaki, gluggagerð og skorstein og telur að gera þurfi úrbætur vegna þeirra athugasemda. Umhverfisnefnd tekur ekki undir að hækkun þaks yfir viðbyggingu og stækkun húss gangi í berhögg við ríkjandi byggingarstíl á Hesteyri. Einstaka nefndarmönnum þykir þó eftirsjá af upprunalegu útliti hússins, en gera þó ekki formlegar athugasemdir þar sem húsið er ekki friðað. Umhverfisnefnd tekur undir með Hornstrandanefnd að ánægjulegt sé að hús í friðlandinu séu endurbætt en leggur mikla áherslu á að sömu lög og reglur gilda þar og annarstaðar á landinu og sækja þarf um leyfi til framkvæmda áður en hafist er handa.
 
Erindið verður tekið fyrir að nýju eftir að fullgildar byggingarnefndarteikningar hafa verið lagðar inn til byggingarfulltrúa og umsögn Eldvarnaeftirlits Ísafjarðarbæjar liggur fyrir. Teikningar þurfa að liggja fyrir fyrir fyrsta mars 2012.
   

19.  2008060063 - Bréf  umhverfisráðuneytis. - Deiliskipulag í Dagverðardal í Skutulsfirði.
 Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 6. desember sl., er varðar beiðni Ísafjarðarbæjar um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 400/1998, um að byggingarreitir húsa í Dagverðardal, Skutulsfirði, skuli ekki vera staðsettir nær lóðamörkum en 10 metra. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið fellst á að veita undanþágu fyrir ákveðnar lóðir, sem tilgreindar eru í bréfinu.

Bæjarráð vísaði bréfi umhverfisráðuneytis til umhverfisnefndar á fundi sínum þann 19. desember sl.
  Lagt fram til kynningar.
 

20.  2009060058 - Bréf umhverfisráðuneytis. - Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði.
 Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 6. desember sl., er varðar beiðni Ísafjarðarbæjar um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 400/1998, um að byggingarreitir húsa í Tungudal, Skutulsfirði, skuli ekki vera staðsettir nær lóðamörkum en 10 metra. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið fellst á að veita undanþágu fyrir allar lóðir, sem tilgreindar eru í bréfinu.

Bæjarráð vísaði bréfi umhverfisráðuneytis til umhverfisnefndar á fundi sínum þann 19. desember sl.
  Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.
Gísli Halldór Halldórsson, varaformaður.
Lína Björg Tryggvadóttir.
Heimir Gestur Hansson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?