Skipulags- og mannvirkjanefnd - 364. fundur - 30. nóvember 2011

Dagskrá:

1.

2011110064 - Bílgeymslur við Hlíf, Torfnesi.  - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

 

Lagt fram erindi dags. 21. nóvember sl. frá Hermanni Þorsteinssyni fh. Vestfirskra Verktaka ehf. þar sem óskað er eftir áliti umhverfisnefndar á að byggðar verði 14 bílageymlur sunnan og neðan við Hlíf II, Torfnesi, Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

 

Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi á svæðinu er umrædd lóð ætluð til byggingar verkmenntahússa fyrir Menntaskólann á Ísafirði.  Óskað er eftir afstöðu Menntaskólans á erindinu.

 

   

2.

2011070038 - Söluferli Austurvegar 2, Ísafirði.

 

Lagt fram erindi dags. 23. nóvember sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, þar sem hann fh. Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar óskar eftir heimild til að breyta skráningu fasteignarinnar að Austurvegi 2, Ísafirði,  úr skólahúsnæði yfir í skrifstofuhúsnæði.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Byggingarfulltrúa er falið klára málið.

 

   

3.

2011110017 - Skipulagsreglugerð, drög - umsagnarbeiðni.

 

Erindi var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 22. nóvember sl.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við reglugerðina.

 

   

4.

2010080057 - Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar.

 

Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 22. nóvember sl.

 

Umhverfisnefnd ræddi tillögurnar, haldið verður áfram með málið á næsta fundi nefndarinnar.

 

   

5.

2011030081 - Landmótun í Dagverðardal.

 

Lagt fram erindi dags. 25. nóvember sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, þar sem undirritaður óskar eftir umsögn umhverfisnefndar vegna starfsleyfis frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða á landmótun í grjótnámunni í Dagverðardal.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið. 

 

   

6.

2011110026 - Breyting á rekstri matjurtagarða.

 

Lagt fram erindi frá Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa, þar sem bent er á breytingu á rekstri matjurtagarða í Ísafjarðarbæ.

 

Umhverfisnefnd samþykkir að hætt verði við gjaldtöku og þjónustu við matjurtargarðana, en skráning verður enn í umsjón umhverfisfulltrúa.

 

   

7.

2011020027 - Deiliskipulag í Seljalandshverfi.

 

Lagt fram erindi dags. 13. nóvember sl. frá íbúum við Skógarbraut þar sem lagðar eru fram athugasemdir vegna deiliskipulags í Seljalandshverfi.
Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn 28. apríl sl.

 

Umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að taka deiliskipulagið til endurskoðunar en bendir á að Skógarbrautinni verður ekki lokað á næstunni. Ennfremur felur umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að vinna að lagfæringu á lóðarmörkum að Skógarbraut 4, Ísafirði.

 

   

8.

2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

 

Auglýsinga- og athugasemdarfresti vegna deiliskipulagslýsingar á Ingjaldssandi er lokið. 8 athugasemdir bárust. Þær eru frá Fornleifavernd ríkissins, Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun, Guðrúnu Jónu og Höllu Signýju Kristjánsdætrum frá Brekku, Guðmundi Ásvaldssyni vegna Átthagafélagsins Vorblóms á Ingjaldssandi, Árelíu Eydís Guðmundsdóttur, Jóhannesi Kristjánssyni, Halldóru S. Sigurðardóttur, Finnboga Kristjanssyni og Ragnheiði Kr. Finnbogadóttur.

 

Umhverfisnefnd vísar athugasemdum vegna deiliskipulagslýsingarinnar til landeiganda að Sæbóli I, II og III, Álfadals og Hrauns. Jafnframt er bent á að eiginleg deiliskipulagsvinna er ekki hafin og hægt verður að gera athugasemdir við deiliskipulagið á síðari stigum.

 

   

9.

2011080021 - Deiliskipulag, Ásgeirsbakki, Ísafirði.

 

Auglýsinga og athugasemdafresti vegna deiliskipulags á Ásgeirsbakka er lokið. 4 athugasemdir bárust. Þær eru frá Rafn Pálsson fh. Sjósportmiðstöðvar Íslands, Val Ricter fh. Rörás ehf., Ragnheiði Hákonardóttur og stjórn Sæfara félags áhugafólks um sjósport á Ísafirði.

 

Umhverfisnefnd tekur undir athugasemdir er varðar aðgengi sunnan megin við byggingarreit á Ásgeirsbakka 1a. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum að lóðin minnki sem samsvarar 6 m frá suðurhluta Ásgeirsbakka í samræmi við teikningu frá Teiknistofunni Eik dags. nóvember 2011. Með þeirri breytingu á deiliskipulaginu er komið til móts við athugasemdir Sjósportmiðstöðvar Íslands, Röráss ehf., Ragneiðar Hákonardóttur og stjórnar Sæfara félags áhugafólks um sjósport á Ísafirði.

 Varðandi athugasemdir Ragnheiðar Hákonardóttur þá hefur Húsafriðunarnefnd skilað inn jákvæðri umsögn um deiliskipulagstillöguna og einnig liggur fyrir að Hafnarstjórn og stjórn Byggðasafnsins hafa ekki gert athugasemdir. Gert er ráð fyrir að uppsátri báta sunnan við núverandi dráttarbraut við Suðurtanga 2, Ísafirði.

 

   

10.

2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri - miðsvæði.

 

Lögð fram drög að deiliskipulagi á Suðureyri - miðsvæði. Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik dags. nóvember 2011.

 

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

   

11.

2011050028 - Deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla.

 

Auglýsinga- og athugasemdarfrestur vegna deiliskipulags neðan Gleiðarhjalla er liðinn. Tvær athugasemdir bárust, annarsvegar frá Ragnheiði Hákonardóttur og Guðbjarti Ágeirssyni og hinsvegar frá íbúum að Urðarvegi 50 og 52, Pétri Þ. Jónassyni, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Gunnari P. Ólafssyni og G. Kristínu J. Jónsdóttur.

 

Umhverfisnefnd telur að framkomnar athugasemdir Ragnheiðar Hákonardóttur eigi ekki við um deiliskipulagið og vísar þeim í vinnu um umhverfismat framkvæmda. Varðandi athugasemdir íbúa að Urðarvegi 50 og 52 þá mun aðgengi að lóðum þeirra ekki skerðast. Leitast verður við að lega háspennustrengja verði eins langt frá íbúðabyggð og kostur er, þó er ekki mögulegt að leggja þá ofan garðs.

Með vísan í ofangreint þá leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt.

 

   

12.

2011040052 - Deiliskipulag vegna hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

Tekin fyrir bókun nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.

 

Umhverfisnefnd felur tæknideild að hefja vinnu að deiliskipulagi hjúkrunarheimilis.

 

   

13.

2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði.

 

Á fundi bæjarfáðs 28. nóvember sl. var lagt fram bréf frá Landsneti og Orkubúi Vestfjarða dagsett 11. nóvember sl., er varðar fyrirhugaða byggingu á tengivirki í Stórurð á Ísafirði. Í bréfinu er óskað eftir staðfestingu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á staðsetningu tengivirkisins, áður en undirbúningur heldur áfram og farið verður út í framkvæmdir.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til frekari meðferðar.

 

 

Umhverfisnefnd sér enga meinbugi á þeirri staðsetningu sem um getur í bréfi Orkubús Vestfjarða og Landsnets. Með vísan í deiliskipulag vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla,  sem samþykkt var í bæjarstjórn 1. júlí 2010 þá bárust engar athugasemdir frá íbúum vegna fyrirhugaðrar færslu á tengivirkinu. Með vísan í ofangreint leggur umhverfisnefnd til að bæjarstjórn samþykki staðsetninguna.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Gísli Halldór Halldórsson.

Lína Björg Tryggvadóttir.

Magnús Reynir Guðmundsson.

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?