Skipulags- og mannvirkjanefnd - 357. fundur - 30. ágúst 2011

1.      2010-12-0036 - Torfnesvöllur. - Umsókn um lóð.

Á fundi umhverfisnefndar 29. júní sl. var lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Torfnes. Bókun umhverfisnefndar var að íbúum að Seljalandsvegi 30 - 50 og Engjavegi 27 - 34, Ísafirði, yrði kynnt tillagan og gefinn kostur á að gera athugsemdir. Tvær athugasemdir bárust. Annarsvegar frá íbúum að Seljalandsvegi 38 og  hinsvegar íbúum að Seljalandsvegi 44, Ísafirði.

Svar vegna athugasemda íbúa Seljalandsvegar 44, Ísafirði.

Umhverfisnefnd telur ekki að um frávik frá núverandi notkun sé að ræða. Umhverfisnefnd telur að með grenndarkynningu á deiliskipulagstillögunni, sé um ítarlegri kynningu að ræða fyrir þá sem málið varðar,  en með hefðbundinni auglýsingu.   

Svar vegna athugasemda íbúa Seljalandsvegar 38, Ísafirði.

 Með afgreiðslu umhverfisnefndar   þá telur nefndin að komið sé til móts við athugasemdir bréfritara.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum að lágreistari byggingin,  sem kynnt var verði heimiluð á svæðinu. Umhverfisnefnd telur að sú bygging  skerði ekki útsýni yfir Pollinn á Ísafirði.

 

2.      2009-05-0011 - Leira í Leirufirði. - Breytingar.

Erindi var á dagskrá umhverfisnefndar 13.júlí sl. Umhverfisnefnd óskaði álits lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga á erindinu. Svar Sambandsins hefur borist.

Með vísan í álit lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga þá stendur umhverfisnefnd við fyrri bókun sína frá 2. mars sl.  að deiluskipuleggja þurfi svæðið.

 

3.      2011-08-0024 - Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. - Tillaga til þingsályktunar.

Lagt fram erindi dags. 19. ágúst sl. frá iðnaðarráðuneytinu þar sem lögð er fram þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.

 

4.      2011-05-0032 - Gleiðarhjalli, Ísafirði. - Umhverfismat framkvæmda.

Lagt fram bréf dags. 18. ágúst sl. frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á tillögu á matsáætlun á Ofanflóðavörnum neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 15. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

5.      2011-08-0021 - Deiliskipulag. - Ásgeirsbakki, Ísafirði.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu ásamt greinargerð að Ásgeirsbakka, Ísafirði, dags. 17.ágúst 2011. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik, Ísafirði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

6.      2011-08-0019 - Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 1999-2018. - Umsagnarbeiðni.

Lagt fram bréf dags. 17. ágúst sl. frá Verkís þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á breytingu á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps 1999 - 2008.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagið.

 

7.      Önnur mál.

Deiliskipulag hjúkrunarheimilis á Torfnesi.

Magnús Reynir Guðmundsson spurðist fyrir um hvernig miðaði gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar byggingar hjúkrunarheimilis við Hafnarstræti á Ísafirði.

Skógræktarfélag Ísafjarðar.

Gísli Halldór Halldórsson óskaði eftir fundi með Skógræktarfélagi Ísafjarðar, um framvindu skógræktar í Skutulsfirði.

Jónsgarður á Ísafirði.

Lína Björg Tryggvadóttir spurðist fyrir um grisjun trjáa í Jónsgarði á Ísafirði. Ralf Trylla greindi frá stöðu mála í garðinum og framtíðaráætlun.

Leiksvæði í Holtahverfi, Skutulsfirði.

Lína Björg Tryggvadóttir lagði fram fyrirspurn um leiktæki, sem staðsett er í Holtahverfinu og framvindu þess máls.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:45.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Gísli Halldór Halldórsson.                                         

Sigurður Jón Hreinsson.

Lína Björg Tryggvadóttir.                                          

Magnús Reynir Guðmundsson.                                       

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.                                         

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstj. umhverfis- og eignasv.                                       

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?