Skipulags- og mannvirkjanefnd - 350. fundur - 20. apríl 2011

Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Gísli Halldór Halldórsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Daníel Jakobsson var gestur fundarins.

  

Dagskrá:

 

1.      2011-02-0072 - Sandafell í Dýrafirði. - Umsókn um byggingarleyfi.

Á fundi umhverfisnefndar 2. mars sl. var lögð fram byggingarleyfisumsókn dags. 10. febrúar sl. frá Þórhalli Óskarssyni fh. Neyðarlínunnar ohf., þar sem sótt er um leyfi til að setja fjarskiptahús og mastur á núverandi svæði á Sandafelli í Dýrafirði, skv. meðfylgjandi teikningu.

Umhverfisnefnd frestaði erindinu þar til nánari gögn lægju fyrir, sem nú er.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

2.      2009-05-0011 - Leira í Leirufirði, Jökulfjörðum. - Breytingar.

Lagt fram bréf dags. 14. apríl sl. frá Sólberg Jónssyni, Bolungarvík, vegna stækkunar á tækjarými á jörðinni Leiru í Leirufirði, Jökulfjörðum. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 2. mars sl.

Umhverfisnefnd bendir bréfritara á að eingöngu þurfi að deiliskipuleggja þann hluta jarðarinnar þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu árum.

 

3.      2009-02-0092 - Rekstur tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf dags. 15. apríl sl. frá Elíasi Oddssyni fh. Kagrafells ehf., þar sem lagt er fram fyrirkomulag á fyrirhuguðu húsbílastæði á Suðurtanga á Ísafirði.

Umhverfisnefnd veitir bréfritara afnot af því svæði sem óskað er eftir til 30. september 2011, enda liggi önnur tilskilin leyfi fyrir. Nefndin bendir á að svæðið er í deiliskipulagsferli og því ekki fyrirséð að starfsemin samræmist framtíðarnotkun svæðisins.

Albertína Elíasdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

4.      2011-04-0050 - Leyfi fyrir smáréttarvagn.

Lagt fram bréf dags. 7.apríl sl. frá Helga Kr. Sigmundssyni og Hreini Þorkelssyni, þar sem þeir sækja um leyfi til að staðsetja smáréttarvagn á hafnarsvæðinu gengt Mjósundi á Ísafirði.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.

 

 5.      2011-04-0015 - Beltagrafa að Norðureyri í Súgandafirði.

Lagt fram bréf dags. 5. apríl sl. frá Ævari Einarssyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að fara með beltagröfu frá Selárdal og út á Norðureyri í Súgandafirði.

Umhverfisnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um jarðrask vegna flutnings beltagröfunnar, ásamt upplýsingum um framkvæmdir við grjótvarnargarð.

 

6.      2011-04-0002 - Rannsókn á kalkþörungaseti á hafsbotni við Vestfirði.

Lagt fram bréf dags. 31. mars sl. frá Orkustofnun, þar sem óskað er umsagnar á erindi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., á breytingu á núgildandi leyfi fyrirtækisins til rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Dýrafirði frá 8. febrúar 2010 og ósk um leyfi til leitar og rannsóknar á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi, að Jökulfjörðum meðtöldum.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt til rannsóknar. Umhverfisnefnd bendir á að innan netalaga þurfi leyfi landeigenda fyrir rannsókn.

 

7.      2011-03-0101 - Dagur umhverfisins 2011.

Á fundi bæjarráðs 30. mars sl. var lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dagsett 14. mars sl., þar sem fram kemur að dagur umhverfisins verður haldinn þann 25. apríl n.k., en þann dag fæddis Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Erindi bréfsins er að hvetja félög, skóla og sveitarfélög til að taka virkan þátt í degi umhverfisins. Bæjarráð vísaði bréfinu til umhverfisnefndar.

Lagt fram til kynningar.

 

8.      2011-04-0072 - Aðferð til að hemja útbreiðslu á lúpínu.

Lagt fram erindi dags. 15. apríl sl. frá Jón Jóel Einarssyni, framkvæmdastj. Grænn gróði ehf., þar sem fyrirtækið býður Ísafjarðarbæ að taka þátt í vistvænni leið í baráttunni við lúpínu og öðrum ágengum plöntutegundum.

Umhverfisnefnd þakkar bréfritara fyrir erindið,  en telur ekki ástæðu til að taka þátt í slíku verkefni  að svo stöddu.

 

9.      2011-03-0149 - 5. tl. ákvæði til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.

Lagt fram bréf dags. 25. mars sl. frá Ernu Hrönn Geirsdóttur hjá Skipulagsstofnun, þar sem bent er á að þær deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar voru í sveitastjórn fyrir 1. janúar 1998 og hafa ekki verið auglýstar, skal sveitastjórn senda til Skipulagsstofnunar til vörslu.

Umhverfisnefnd vísar erindinu til tæknideildar til nánari úrvinnslu.

 

10.  2011-04-0071 - Frumvarp til laga um uppbyggingu á Vestfjarðavegi, 439. mál.

Erindi frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um uppbyggingu á Vestfjarðarvegi nr. 60. Mál 439.

Lagt fram til kynningar.

 

 11.  2011-04-0075 - Fumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í                           jörðu, 720. mál.

Erindi frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu (tímalengd nýtingarleyfa og forgangsréttur), 720. mál.

Lagt fram til kynningar. 

 

12.  2011-03-0145 - Skjólskógar á Vestfjörðum. - 10 ára yfirlit.

Lögð fram skýrsla Skjólskóga á Vestfjörðum. Um er að ræða 10 ára framkvæmdayfirlit fyrir árin 2000 - 2010.

Lagt fram til kynningar.

 

13.  2011-02-0094 - Grenjavinnsla 2011.

Lagt fram minnisblað vegna refaveiða í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

 

14.  2011-02-0094 - Grenjavinnsla 2011.

Lagt fram bréf dags. 30. mars frá Valdimar H. Gíslasyni, þar sem bent er á mikilvægi refaveiða er varðar æðarrækt í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

 

15.  2011-02-0094 - Grenjavinnsla 2011.

Á fundi umhverfisnefndar 2. mars sl. var lagt fram bréf dags. 23. febrúar sl. frá Kristjáni Einarssyni fh. óformlegs Félags refaveiðimanna þar sem farið er yfir grenjavinnslu fyrir komandi sumar. Umhverfisnefnd óskaði eftir afstöðu bæjarstjórnar til spurningar bréfritara.

Á fundi í bæjarstjórn 7. apríl sl. var erindið tekið fyrir. Tillaga formanns bæjarráðs og bæjarstjóra, 5. liðar 693. fundar bæjarráðs.

Tillaga til 294. fundar bæjarstjórnar. - Eyðing refa og minka í Ísafjarðarbæ 2011.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að framlagi á fjárhagsáætlun til eyðingar refa og minka verði ráðstafað til verkefnisins í samráði við veiðimenn, sem og æðar- og sauðfjárbændur. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra, að ganga frá samkomulagi þess efnis.

Með tilvísun til gífurlegra fjárhagslegra hagsmuna bænda, samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að beita sér fyrir mótframlögum frá ríki til sveitarfélaga til eyðingar refa og minka og til rannsókna þessu tengdu.

Lagt fram til kynningar.

 

16.  2011-02-0094 - Grenjavinnsla 2011.

Lagt fram bréf dags. 28. mars sl. frá Finnboga J. Jónassyni, Ísafirði, þar sem hann sækir um grenjavinnslu og refaveiðar í Auðkúluhreppi í Arnarfirði og einnig veiði á mink.

Umhverfisnefnd vísar erindinu til bæjarstjóra í framhaldi af ákvörðun á 294. fundi bæjarstjórnar um þessar veiðar.

 

 17.  2010-12-0003 - Reglur um gáma í Ísafjarðarbæ.

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 31. janúar sl.

Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.

 

18.  2011-04-0074 - Reglur um úthlutun lóða.

Lagðar fram reglur um úthlutun lóða í Ísafjarðabæ.

Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar umhverfisnefndar.

 

19.  2009-08-0018 - Sumarbústaðarlóð í Dagverðardal/Tungudal. - Umsókn.

Á fundi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 7. apríl sl. var erindi frá 349. fundi umhverfisnefndar vegna umsóknar um úthlutun lóðar í Dagverðardal, vísað aftur til umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar umhverfisnefndar.

 

20.  2011-03-0164 - Deiliskipulag í Reykjanesi.

Lögð fram lýsing vegna deiliskipulags í Reykjanes við Djúp.

Umhverfisnefnd frestar erindinu og felur tæknideild að greina hagsmunaaðila í samræmi við umræður á fundi umhverfisnefndar.

 

21.  2011-02-0027 - Deiliskipulag í Seljalandshverfi, Ísafirði.

Á fundi umhverfisnefndar 2. mars sl var tekið fyrir deiliskipulag í Seljalandshverfi á Ísafirði, eftir að auglýsinga og athugasemdarfresti vegna skipulagsins var lokið. Ein athugasemd barst frá Magdalenu Sigurðardóttur.

Umhverfisnefnd óskaði eftir áliti Teiknistofunnar Eikar vegna athugasemdarinnar.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt með vísan í greinargerð frá Teiknistofunni Eik.

 

22.  2011-04-0052 - Deiliskipulag hjúkrunarheimilis.

Lögð fram lýsing vegna deiliskipulags hjúkrunarheimilis að Torfnesi.

Lagt fram til kynningar.

 

23.   2009-06-0058 - Deiliskipulag Tungudal.

Eftir umræður um ágalla á undirbúningi vegna deiliskipulagsvinnu í Tungudal, ákveður umhverfisnefnd að stöðva vinnu í skipulagshóp og taka verkefnið til endurskoðunar í umhverfisnefnd. Umhverfisnefnd felur tæknideild að greina hagsmunaaðila.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:43.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Gísli Halldór Halldórsson.                                   

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Jóna Símonía Bjarnadóttir.                                 

Lína Björg Tryggvadóttir.

Ralf Trylla, umhverfisf.                                       

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarf.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

                                                     

Er hægt að bæta efnið á síðunni?