Skipulags- og mannvirkjanefnd - 349. fundur - 30. mars 2011

Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Björn Davíðsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.

  

Dagskrá:

 

1.      2011-03-0130 - Pönnukökuhúsið ehf. - Rekstrarleyfi.

Erindi frá Sýslumanninum á Ísafirði dags. 22. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Antons Viggóssonar, um rekstrarleyfi í flokki III fyrir Pönnukökuhúsið ehf. Austurvegi 1, Ísafirði. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir 2 - 3 borð fyrir útiveitingar.

Um er að ræða nýtt leyfi.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Pönnukökuhúsið. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða, gefur byggingarfulltrúi sérstaka umsögn. Sýslumanni er bent á mikilvægi þess að samráð sé haft við aðra íbúa hússins.

 

2.      2011-03-0130 - Hamraborg ehf. - Rekstrarleyfi.

Erindi frá Sýslumanninum á Ísafirði dags. 22. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Gísla Úlfarssonar, um rekstrarleyfi í flokki II fyrir Hamraborg ehf. Hafnarstræti 7, Ísafirði.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Hamraborg ehf. Sýslumanni er bent á mikilvægi þess að samráð sé haft við aðra íbúa hússins.

 

3.      2011-03-0134 - Skólagata 10, Ísafirði. - Breytt skráning.

Lagt fram bréf dags 25. mars sl. frá Jóhanni Bæring Gunnarssyni, umsjónarmanni eigna Ísafjarðarbæjar, þar sem sótt er um leyfi til að breyta eigninni Skólagata 10, Ísafirði, úr skólahúsnæði og í íbúðarhúsnæði.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið með vísan í byggingarreglugerð nr. 441/1998 gr.12.8.

 

4.      2011-03-0132 - Umsókn um lóð. - Neðsti kaupstaður - hafnarsvæði.

Lagt fram erindi dags. 25. mars sl. frá Nanný Örnu Guðmundsdóttur og Ásgerði Þorleifsdóttur fh. Vestinvest ehf., þar sem sótt er um lóð fyrir atvinnustarfssemi á lóð sem skilgreind er sem hafnarsvæði við suðurenda Ásgeirsbakka, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Umhverfisnefnd vísar erindinu til vinnu deiliskipulags á Suðurtanga - íbúðar og þjónustusvæði. Jafnframt verði auglýst eftir aðilum til að vinna í skipulagshóp.

 

5.      2009-08-0018 - Sumarbústaðarlóð í Dagverðardal/Tungudal - umsókn.

Lagður fram tölvupóstur dags. 15. mars sl. frá Sigurði Hólm Jóhannssyni, þar sem sótt er um lóð númer 6 í Dagverðardal við hliðina á bragganum og til vara lóð nr. 17 samkvæmt skipulagi.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.

Marzellíus Sveinbjörnsson óskar eftir sér bókun. Ég er ekki samþykkur því að lóðinni sé úthlutað fyrr en lóðirnar í Dagverðardal hafi verið auglýstar lausar til umsóknar.

 

6.      2011-03-0100 - Skeiði 5, Ísafirði. - Umsókn um byggingarleyfi.

Lagt farm erindi dags. 15. mars sl. frá Hirti Líndal fh. Nova ehf. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp sendi og 3G fjarskiptabúnað á húsnæðið að Skeiði 5, Ísafirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Með umsókn er samþykki húseiganda fyrir framkvæmdinni.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

7.      2011-03-0032 - Sindragata 1, Ísafirði. - Umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram erindi dags. 11. mars sl. frá Jóni Guðbjartssyni fh. Kampa ehf. þar sem sótt er um leyfi til að stækka húseignina að Sindragötu 1, Ísafirði, samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti en óskar umsagnar hafnarstjórnar á erindinu. Bent er á að útlit viðbyggingar sé í samræmi byggingastíl húss.

 

8.      2009-07-0034 - Heimabær II,  Hesteyri.

Lagt fram minnisblað dags. 18. mars sl. frá Andra Árnasyni, bæjarlögmanni, vegna Heimabæjar II á Hesteyri.

Umhverfisnefnd samþykkir að vinna í samræmi við tillögur bæjarlögmanns.

 

9.      2011-03-0027 - Hnífsdalsvegur 31, Ísafirði. - Geymslugámur.

Lagt fram erindi dags. 11. mars sl. frá Ólafi G. Eyjólfssyni, Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja geymslugám við nyðri enda geymslu við Hnífsdalsveg 31 á Ísafirði skv. meðfylgjandi rissi.

Erindinu er frestað þar til nýjar reglur um gáma hafa verið lagðar fram í umhverfisnefnd.

 

10.  2011-02-0094 - Grenjavinnsla 2011.

Erindið var síðast á fundi umhverfisnefndar 2. mars sl. Umhverfisnefnd óskaði eftir afstöðu bæjarstjórnar til spurningar bréfritara.

Umhverfisnefnd frestar erindinu þar til afstaða bæjarstjórnar liggur fyrir.

 

11.  2011-03-0129 - Frumvarp til laga um breytingar á vatnalögum, 561. mál.

Lagt fram erindi dags. 23. mars sl. frá nefnarsviði Alþingis þar sem Iðnaðanefnd Alþingis sendir Ísafjarðarbæ til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á vatnalögum, 561. mál.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið. 

 

12.  2011-02-0012 - Rekstrarleyfi til laxeldis í Arnarfirði.

Erindið síðast á dagskrá umhverfisnefndar 9. febrúar sl.

Lagt fram til kynningar.

 

13.  2011-02-0108 - Taka malarefnis af hafsbotni í Álftafirði og Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp.

Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 2. mars sl., þar sem lagt var fram bréf dags. 23. febrúar sl., frá Orkustofnun þar sem óskað var umsagnar sveitarfélagsins á umsóknar Kubbs ehf. um leyfi til töku malarefnis af hafsbotni í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp. Umhverfisnefnd óskaði umsagnar Hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á erindinu.

Á fundi í Hafnarstjórn 8. mars sl. var erindið tekið fyrir.

Hafnarstjórn telur æskilegt að kanna aðra möguleika til efnistöku, m.a. hvort nota megi efni við Skipaeyri í Skutulsfirði sem steypumöl og nýta það ef það er nothæft. Einnig má mögulega nýta efni sem dælt verður upp við dýpkun innsiglingarennu í Súgandafirði.

Umhverfisnefnd tekur undir bókun hafnarstjórnar. Tæknideild er falið að ræða við umsækjendur á grundvelli bókunar hafnarstjórnar.

 

14.  2010-04-0047 - Deiliskipulag á Suðureyri. - Miðsvæði.

Lögð fram lýsing vegna deiliskipulags á Suðureyri - Suðureyrarmalir. Lýsingin er komin á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og leitað er að fólki til vinnu í skipulagshóp. Gert er ráð fyrir að skipa aðila í skipulagshópinn í fyrstu viku aprílmánaðar 2011.

Lagt fram til kynningar.

 

15.  Önnur mál.

  • 2011-03-0126 - Sætún II, Grunnavík, Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

 

  • 2011-03-0001 - Losunarstaðir fyrir möl og annan jarðveg.

Rætt um mögulega staðsetningu á urðun á óvirkum úrgangi. Ekki eru neinir leyfilegir urðunarstaðir í Ísafjarðarbæ, öllum óvirkum úrgangi skal því skilað í Funa.  Tæknideild falið að ræða við fulltrúa Kubbs ehf., um mögulegar lausnir.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:30.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                        

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Björn Davíðsson.                                                

Lína Björg Tryggvadóttir.                        

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstj. framkv.- og rekstrarsviðs.                               

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.                                                                  

Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?