Skipulags- og mannvirkjanefnd - 344. fundur - 15. desember 2010


 Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Gísli Halldór Halldórsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Björn Davíðsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgasons, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri var gestur fundarins.


   


Dagskrá:



1.  2010-11-0047 - Kirkjuból 3, lnr. 138013, Ísafirði. - Gámastæða á lóð.


Lagt fram erindi dags. 1.desember sl. frá Ragnari Ágúst Kristinssyni, þar sem sótt er um leyfi fyrir gáma sem nú eru við Krikjuból II í Engidal.


 Umhverfisnefnd frestar erindinu þar til reglur um gáma í Ísafjarðarbæ hafa verið samþykktar.


   


2.  2010-12-0021 - Seljalandsvegur 26, Ísafirði. - Umsókn um byggingarleyfi.


Lagt fram bréf dags. 30. nóvember sl. frá Guðmundi Þorvaldssyni eiganda að Seljalandsvegi 26,Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílgeymslu og byggja stærri í staðin og einnig að byggja geymslu aftan við nýja bílgeymslu.


Meðfylgjandi umsókn er samþykki næstu nágranna fyrir framkvæmdinni.


 Umhverfisnefnd samþykkir erindið.


   


3.  2010-12-0003 - Reglur um gáma í Ísafjarðarbæ.


Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 1. desember sl. Umhverfisnefnd frestaði erindinu en fól tæknideild að koma með drög að reglum um gáma og gámasvæði á næsta fund nefndarinnar.


 Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna áfram að reglum um gáma í Ísafjarðarbæ, í samræmi við umræður á fundinum.



Daníel Jakobsson vék af fundi.


                    


4.  2010-12-0030 - Umferðaröryggisáætlun 2011.


Lögð fram drög að umferðaröryggisáætlun á milli Umferðarstofu og Ísafjarðarbæjar dags. 1.desember 2010.                 


 Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna áfram að umferðaröryggisáætluninni.


                 


                    






Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.





Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.


Gísli Halldór Halldórsson, varaformaður.


Marzellíus Sveinbjörnsson.


Lína Björg Tryggvadóttir.    


Björn Davíðsson.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.      


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.    


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?