Skipulags- og mannvirkjanefnd - 341. fundur - 28. október 2010


Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, Björn Davíðsson, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs  og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.Hannes Árnason, Hólmfríður Guðmundsdóttir og Dóra Guðmundsdóttir voru gestir fundarins í gegnum síma vegna dagskrárliðar nr. 13.Lína Björg Tryggvadóttir mætti ekki á fundinn og enginn í hennar stað.1.             Stekkjargata 40, Hnífsdal. - Gámur. (2010-10-0026).Lagt fram bréf dags. 13. okt. sl., frá Jóhannesi Ragnarssyni þar sem sótt er um leyfi til að setja 20 feta gám vestanmegin við húsið á lóðinni, Stekkjargata 40, Hnífsdal.Umhverfisnefnd lítur svo á að gámurinn sé ætlaður sem geymsla og hafnar því erindinu enda þurfi þá byggingarleyfi.2.             Golfklúbbur Ísafjarðar. - Vetrarstarf. (2010-10-0022).Á fundi Íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðar 13. okt. sl., var lagt fram bréf dags. 8. okt. sl. frá Kristjáni Þór Kristjánssyni, framkvæmdastjóra HSV, f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar, þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar, um að nýta hluta af efstu hæðinni að Austurvegi 9, Ísafirði, fyrir inniæfingar fyrir Golfklúbb Ísafjarðar í vetur.Erindinu var vísað til umhverfisnefndar til umfjöllunar.Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti og felur tæknideild að vinna áfram að málinu.3.             Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010. (2010-09-0047).Lagt fram bréf dags. 20. október sl. frá Kristínu L. Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar og Hjalta J. Guðmundssyni, sviðstjóra hjá Umhverfisstofnun, þar sem boðað er til 13. fundarUmhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga þann 29. október 2010 í Borgarnesi.Lagt fram til kynningar.4.             Ofanflóðanefnd. - Skýrsla nefndarinnar 2002 - 2008. (2010-10-0039).Lagt fram bréf dags. 11. október sl. frá Hafsteini Pálssyni hjá umhverfisráðuneytinu þar sem lögð er fram skýrsla Ofanflóðanefndar fyrir árið 2002 - 2008.Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn þrýsti á að framkvæmdum við snjóflóðavarnir í bæjarfélaginu verði haldið áfram. Með vísan í ársreikninga Ofanflóðasjóðs er ljóst að nægt fé sé til í sjóðnum til framkvæmda.5.             Skipulagsverðlaunin 2010. (2010-10-00xx).Lagt fram bréf frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands, þar sem óskað er eftir tilnefningum fyrir Skipulagsverðlaunin 2010.Umhverfisnefnd bendir á vel heppnaða vinnu við gerð Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 sem leidd var af Teiknistofunni Eik. 6.             Mannvirkjalög. - Frumvarp til laga.  (2010-03-0035).Lagður fram tölvupóstur dags. 22. október sl. frá nefndarsviði Alþingis þar sem umhverfisnefnd Alþingis óskar  umsagnar Ísafjarðarbæjar, á frumvarpum til laga um mannvirki, 78. mál.Frumvörpin voru lögð fram og send til umsagnar á síðasta þingi, en eru nú endurflutt óbreytt þar sem ekki náðist að afgreiða þau þá. Nefndin ákvað að senda þau aftur til umsagnar en umsagnir sem þá bárust eru gildar nema aðrar berist. Þeim umsagnaraðilum sem ekki sendu umsögn er nú gefinn kostur á að gera það. Þess er óskað að athugasemdir berist fyrir 5. nóvember nk.Umhverfisnefnd vísar í fyrri bókun umhverfisnefndar frá 329. fundi, dags. 7. apríl 2010.7.             Lög um brunavarnir. - Frumvarp til laga. (2010-03-0036).Lagður fram tölvupóstur dags. 22. október sl. frá nefndarsviði Alþingis þar sem umhverfisnefnd Alþingis óskar  umsagnar Ísafjarðarbæjar, á frumvörpum til laga um brunavarnir, 79. mál.Frumvörpin voru lögð fram og send til umsagnar á síðasta þingi en eru nú endurflutt óbreytt, þar sem ekki náðist að afgreiða þau þá. Nefndin ákvað að senda þau aftur til umsagnar en umsagnir sem þá bárust eru gildar nema aðrar berist. Þeim umsagnaraðilum sem ekki sendu umsögn er nú gefinn kostur á að gera það. Þess er óskað að athugasemdir berist fyrir 5. nóvember nk.Umhverfisnefnd vísar í fyrri bókun umhverfisnefndar frá 329. fundi, dags. 7. apríl 2010.8.             Skrúður í Dýrafirði. (2010-06-0069).Lagt fram bréf dagsett í október 2010 frá Brynjólfi Jónssyni, formanni  stjórnar Skrúðs.Umhverfisnefnd tekur undir tillögu bæjarráðs um skipan fulltrúa í nefndina en vísar ákvörðunum um fjárframlög til gerðar fjárhagsáætlana og þriggja ára áætlana.9.             Deiliskipulag Dagverðardalur, Skutulsfirði. (2008-06-0063).Lögð fram deiliskipulagstillaga ásamt greinargerð fyrir Dagverðardal í Skutulsfirði dags. í október 2010. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf.Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.10.         Deiliskipulag Seljalandshverfi, Skutulsfirði. (2010-10-00xx).Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Seljalandshverfi í Skutulsfirði dags. í október 2010. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf.Umhverfisnefnd frestar erindinu þar til greinargerð liggur fyrir.11.         Deiliskipulag Tunguskógur, Skutulsfirði. (2009-06-0058).Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð fyrir Tunguskóg í Skutulsfirði dags. í október 2010. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf.Marzellíus Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið.Umhverfisnefnd felur Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, að óska eftir ráðgjöf frá Skipulagsstofnun með framhald deiliskipulagsins.12.         Heimabær II, Hesteyri. (2009-07-0034).Á fundi umhverfisnefndar 22. september sl. óskaði umhverfisnefnd eftir því að eigendur að Heimabæ eða fulltrúi þeirra mæti á næsta fund umhverfisnefndar og skýrðu frá framkvæmdum á Heimabæ II á Hesteyri.Umhverfisnefnd óskar umsagnar bæjarlögmanns á hvaða leiðir eru færar í framhaldi málsins.  Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:15 . Albertína Elíasdóttir, formaður.Marzellíus Sveinbjörnsson.                                        Björn Davíðsson.Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.Gísli Halldór Halldórsson.Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.                Anna Guðrún Gylfadóttir,  byggingarfulltrúi.                                                                                                                                                                         Er hægt að bæta efnið á síðunni?