Skipulags- og mannvirkjanefnd - 337. fundur - 8. september 2010


Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs  og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri var gestur fundarins.


1.Brekka,  Dýrafirði. (2010-08-0037).


Lagður fram tölvupóstur dagsett 19. ágúst 2010, frá Guðrúnu Steinþórsdóttur að Brekku í Dýrafirði, þar sem sótt er um leyfi til að reisa 25 m² aðstöðuhús á svæðinu við skógrækt í landi Brekku í Dýrafirði. Hjálagt eru teikningar frá ABS teiknistofu.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

2.Hafnarstræti 12, Ísafirði. (2010-09-0007).


Lagt fram erindi dagsett 24. ágúst 2010, frá Óla R. Ingimarssyni fh. Vélsmiðjunar Þrist, þar sem sótt er um leyfi til að stækka húsnæðið að Hafnarstræti 12, Ísafirði, samkvæmt teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

3.Björgunarskýli, Hlöðuvík á Hornströndum. (2010-09-0014).


Lagður fram tölvupóstur dagsett 31. ágúst 2010, frá Ara Kristni Jóhannssyni fh. Björgunarfélags Ísafjarðar, þar sem sótt er um leyfi til að flytja og setja niður neyðarskýli í Hlöðuvík á Hornströndum, samkvæmt teikningum Lúðvíks B. Ögmundssonar, tæknifræðings.


Umhverfisnefnd samþykkir  erindið en óskar umsagnar Hornstrandanefndar á erindinu.

4.Smáhýsi í Tungudal í Skutulsfirði. (2010-08-0007).


Lagt fram bréf dags. 1. sept. sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs, vegna erindis Guðmundar Tryggva Ásbergssonar frá 336. fundi umhverfisnefndar.


Þar sem umsóknin fellur að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að farið verði í breytingu á deiliskipulagi í Tungudal. Jafnframt verði kannaður kostnaður sem fallið gæti á Ísafjarðarbæ  vegna svæðisins.

5.Minnisvarði og útsýnisstaður á Skarfaskeri. (2006-10-0026).


Lagt fram bréf dags. 3. sept. sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, þar sem sótt er um leyfi, til að setja upp minnisvarða, á Skarfaskeri, um ástvini  samkvæmt meðfylgjandi rissi.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur áherslu á að frágangur á svæðinu verði til sóma.

6.Silfurgata 8b, Ísafirði - Umsókn um lóð. (2008-09-0005).


Lagt fram erindi dags. 20. ágúst sl. frá Bjarna M. Aðalsteinssyni þar sem sótt er um afnot af hluta lóðar að Silfurgötu 8b, Ísafirði.


Umhverfisnefnd samþykkir að veita bréfritara  afnot af hluta lóðarinnar að Silfurgötu 8b, Ísafirði,  til ræktunar. Leigusamningur verður gerður til  tveggja ára.

7.Sjósetning í fjöru neðan Aðalstrætis 50, Þingeyri. (2010-09-0016).


Lagður fram tölvupóstur dags. 23. ágúst sl. frá Þorvaldi Jóni Ottóssyni þar sem sótt er um leyfi til að grafa skurð efst í fjörunni við Aðalstræti 50 á Þingeyri vegna lagfæringa á bát.


Umhverfisnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um málið.

8.Bréf Sóknarnefndar Ísafjarðarkirkju - Malbikun bílastæða. (2010-07-0060).


Lagt fram bréf dags. 26. ágúst 2010, frá Helgu Friðriksdóttur, formanni sóknarnefndar Ísafjarðarkirkju, þar sem óskað er eftir því að bæjaryfirvöld sjái sér fært að veita fé til malbikunar bílastæðissins við kirkjuna fyrir sumarið 2011 og nauðsynlega undirbúingsvinnu vegna framkvæmdarinnar. Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum 30. ágúst sl og vísaði málinu til frekari umræðu við gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.


Lagt fram til kynningar.

9.Malbikunarframkvæmdir 2011 - Hnífsdalur. (2010-09-0003).


Lagt fram bréf dags. 26. ágúst 2010, frá stjórn Íbúasamtaka Hnífsdals, þar sem lögð er fram ályktun stjórnar Íbúasamtaka Hnífsdals frá 30. ágúst 2010.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2011.

10.Framkvæmdaleyfi vegna efnisvinnslu. (2010-08-0028,).


Lagt fram erindi dags. 16. ágúst sl. frá Sigurði Mar Óskarssyni f.h. Vegagerðarinnar, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi, skv. 27. gr. laga nr. 73/1997 vegna vinnslu á 3000 m³ malarslitlagi á sýslumörkum á Dynjandisheiði sem nota á  til viðhalds vega.


Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 gerir ráð fyrir námu á umræddum stað.  Umhverfisnefnd samþykkir erindið11.Samningar um skógrækt á lögbýlum í Ísafjarðarbæ. (2010-08-0010).


Lagt fram bréf dags. 9. ágúst 2010, frá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni fh. Skjólskóga á Vestfjörðum, þar sem lögð er fram tilkynning um samninga um skógrækt á lögbýlum í Ísafjarðarbæ.


Lagt fram til kynningar.

12.Smölun og fjallskil á Ingjaldssandi. (2010-08-0036).


Lagt fram bréf dags. 12. ágúst 2010, frá Guðmundi S. Björgmundssyni á Kirkjubóli í Valþjólfsdal, þar sem lögð er fram tillaga um lausn á vandamálum við smölun og fjallaskil á Ingjaldssandi.


Umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs að ræða við bréfritara í samræmi við umræður í fundinum.

13.Gangna og réttarstjóri í Önundarfirði 2010. (2010-08-0040).


Lagt fram bréf dags. 23. ágúst 2010, frá Þorvaldi H. Þórðarsyni á Stað í Súgandafirði, þar sem beðist er eindregið undan skildum gangna og réttarstjóra á svæði 1 í Önundarfirði.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

14.Skipulag á fjallskilum í Ísafjarðarbæ. (2010-09-0017).


Lagt fram bréf dags. 5. september sl. frá Jóni Skúlasyni á Gemlufalli, þar sem farið er yfir verklag er varðar lögbundnar göngur og fjallskil.


Umhverfisnefnd þakkar bréfritara fyrir ábendingarnar.

15.Deiliskipulag á Dagverðardal í Skutulsfirði. (2008-06-0063).


Auglýsinga og athugasemdarfresti vegna deiliskipulags á Dagverðardal í Skutulsfirði er liðinn. Tvær athugasemdir bárust. Annarsvegar frá núverandi sumarbústaðaeigendum á Dagverðardal og hinsvegar frá hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði tekið til endurskoðunar og jafnframt að þessi hluti Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008?2020 verði endurskoðaður.

16.Samráðsfundur sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar. (2010-09-0018).


Lagt fram tölvubréf dags. 3. sept. sl. frá Stefáni Thors, skipulagsstjóra ríkissins, þar sem bent er á samráðsfund sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar sem haldinn verður dagana 16. - 17. september nk. Þetta er fjórði fundurinn sem haldinn er og að þessu sinni er hann einnig í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.


Umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs að sækja fundinn.

17.Önnur mál.
 ?Umhverfisdagur 10. október 2010. (2010-09-0019).


  Lagt fram erindi dags. 7. september sl. frá Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, þar     sem  beðið er um leyfi til að loka Silfurtorgi fyrir umferð vélknúinna ökutækja sunnud. 10. okt nk. á milli kl. 13.00 og 18.00 í tilefni af alþjóðlega umhverfisdeginum.


  Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

?Gangna og réttarstjóri í norðanverðum Dýrafirði.


  Lagt fram bréf, frá Bergsveini Gíslasyni á Mýrum í Dýrafirði, þar sem beðist er eindregið undan skildum gangna og réttarstjóra á svæði 3 í norðanverðum Dýrafirði (Mýrarhreppi).


  Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:50.

Albertína Elíasdóttir, formaður.


Marzellíus Sveinbjörnsson.


Lína Björg Tryggvadóttir.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.   


Gísli Halldór Halldórsson.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.  


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.   


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Er hægt að bæta efnið á síðunni?